Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 16
föstudagur 14. nóvember 200816 Helgarblað lega á fjárfestingum sínum á árunum 1996 til 1998, þar á meðal fjárfestingu sinni í Fjárfestingabanka atvinnulífs- ins sem síðar rann saman við Íslands- banka. „Auk þess hafa þetta verið hinir og þessir hlutir sem safnast hafa upp. Það er kannski of langt mál að fara í gegnum þá alla. En það má segja að þetta hafi gerst í gegnum fjárfesting- ar frekar en rekstur,“ sagði Hannes í Krónikunni, aðpurður hvernig hann hafi orðið ríkur. „Allir hafa sínar leið- ir.“ Hannes og fyrrverandi tengda- faðir hans, Jón Helgi Guðmundsson, oftast kenndur við BYKO, fjárfestu í Flugleiðum snemma árs 2004. Þeir keyptu þá 38,4% hlut í gegnum eign- arhaldsfélagið Oddaflug ehf. að því er fram kom í nærmynd um Hannes í Mannlífi árið 2006. Hannes tók síð- an við starfi stjórnarformanns Flug- leiða í júní það ár. Í mars 2005 var nafni Flugleiða breytt í Icelandair. FL Group var stofnað sem fjárfestinga- fyrirtæki sem Icelandair heyrði undir auk annarra fyrirtækja. Samband Jóns Helga og Hannes- ar átti eftir að raskast eftirminnilega þegar Hannes skildi við dóttur hins fyrrnefnda og tók saman við einkarit- ara Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs. Það átti einnig eftir að valda klofningi í íslensku viðskiptalífi. Enn síðar átti Hannes eftir að brot- lenda FL Group og flytja af landi brott til Bretlands, þar sem hann býr nú. Bútaði niður og seldi Viðskiptahættir Hannesar hafa verið afar umdeildir. Hann tók Flugleiðir og bútaði félagið niður í einingar, sem hann svo seldi út úr félaginu. Menn sem stunda slík viðskipti erlendis hafa stundum verið kallaðir „corp- orate raiders“ en það þýðir í rauninni að þeir gera skyndiáhlaup á fyrirtæki, skipta þeim niður í búta og reyna að fá sem mest fyrir hverja einingu. Vil- hjálmur Bjarnason segir FL Group að sumu leyti hafa snúist um nákvæm- lega þetta. Slík viðskipti fara yfirleitt þannig fram að fyrirtæki sem eru í einhverjum einingum eru auðað- greind og þannig er hægt að selja þau í hlutum. Þetta sé gert, líti menn svo á að fyrirtækin séu meira virði í bút- um heldur en í rekstri. Svo eru þess- ir hlutar seldir út án þess að afgang- ur félagsins verði óstarfhæfur. Þannig voru Kynnisferðirnar seldar út, enda hægt að reka flugrekstur án ferða- skrifstofu. Hannes seldi svo bílaleig- una út og loks tók hann flugrekstur- inn út úr félaginu, allt sem sjálfstæðar einingar. Þannig hurfu eignirnar ein af annarri þar til að á endanum var FL Group orðið eignalaust og ekkert var eftir nema peningar sem síðan var eytt í vitleysu að mati Vilhjálms. „Það má segja það að hann hafi hagnast á því að eyðileggja fyrirtæki,“ segir Vilhjálmur og tekur fram að Hannes sé snöggur til lítt ígrundaðra aðgerða. „En svo er annað í þessu sem á að sýna mikinn frumkvöðla- kraft en frumkvöðlakrafturinn hefur engu skilað nema tapi. Það getur vel verið að hann hafi sjálfur hagnast á einhverju en hann hefur skilið hlut- hafa eftir fátækari,“ segir Vilhjálmur um viðskiptahætti hans. Vilhjálmur telur taprekstur FL Group ekki hafa haft mikil áhrif á íslenskt viðskipta- líf. Léleg útkoma félagsins hafi ekki komið neinum illa nema bönkunum vegna þess að fyrirtækið sjálft hafi verið orðið allslaust á þeim tíma. Lé- leg staða FL Group, sem var stór hlut- hafi í Glitni, hafi þó haft þau áhrif að erfitt var að endurfjármagna bank- ann. „Glitnir hafði engan eiganda- stuðning lengur,“ segir Vilhjálmur. Hvílir sig á íslensku þjóðinni Hannes sat fyrir svörum hjá Birni Inga Hrafnssyni í þættinum Markað- urinn á Stöð 2 um þarsíðustu helgi. Hann virkaði nokkuð yfirvegaður, sérstaklega í ljósi þeirrar kollsteypu sem fyrirtæki undir hans stjórn varð fyrir. Spurður um brottflutninginn til Bretlands sagði Hannes að tími hefði verið kominn á smá pásu; tími á að „hvíla þjóðina á Hannesi Smárasyni og Hannes Smárason á þjóðinni“. Hann sagði einnig í viðtalinu óhjá- kvæmilegt að skoða þá hluti sem bet- ur hefðu mátt fara. Fáránlegt væri þá að skorast undan því að líta í eigin barm. En, „... að reyna að kenna ein- hverjum tilteknum einstaklingum um stöðuna eins og hún er sé misráð- ið, og ekki til þess fallið að hjálpa okk- ur upp úr því hjólfari sem við erum dottin ofan í akkúrat núna“. Hannes á þó þann vafasama heið- ur að hafa sett Íslandsmet í taprekstri með FL Group, eftir fléttu viðskipta sem fáir skildu þegar hún átti sér stað. Danska lággjaldaflugfélagið Sterl- ing var um tíma í eigu FL Group eft- ir að félagið keypti það af Pálma Har- aldssyni, gjarnan kenndur við Fons, fyrir ellefu milljarða króna í októb- er 2005. Pálmi hafði keypt Sterling á fjóra milljarða í mars það ár, en þá sögðu þeir sem taldir eru til þekkja til í dönsku fjármálalífi að Sterling væri verðlaust vegna mikils skuldahala fyrirtækisins. Í desember 2006 selur FL Group Sterling til Northern Travel Holding á tuttugu milljarða króna. NTH var þá nýstofnað félag í eigu Fons, FL Group og Sunds. Tap var á Sterling allan þennan tíma sem það gekk kaupum og sölum. Björn Ingi spurði Hannes hvernig stæði á því að félag, sem alltaf væri tap á, verði sífellt verðmætara. Í svari Hannesar voru engar haldbærar skýringar að fá, að minnsta kosti ekki í þeirri klipptu útgáfu viðtalsins sem send var út. Hannes sagði orðrétt: „Þetta ágæta fyrirtæki, sem nú því miður er horfið, að ..., lenti náttúrlega í því að fara, eins og þú svo sem bendir á, að fara í gegnum þessa hringiðu. Það hefur í sjálfu sér enginn tapað meira á þeirri hringiðu heldur en síðasti eigandinn, Pálmi Haraldsson, og það má kannski til sanns vegar færa að það er ekki fyrr heldur en bankakerfið á Íslandi er hrunið sem þetta félag lognast út af.“ Forstjóri og stjórnar- menn FL flýja „Sú sem hefur verið valin í forstjóra- stólinn fyrir Flugleiðir hf. er mér hér á hægri hönd og heitir Ragnhildur Geirsdóttir,“ tilkynnti Hannes, þáver- andi stjórnarformaður Flugleiða sem skömmu seinna varð FL Group, á fundi með starfsmönnum á Hótel Loftleið- um 16. febrúar árið 2005. Ragnhild- ur tók svo við forstjórastarfinu 1. júní þeg- ar Sigurð- ur Helgason settist í helg- an stein. Samstarf þeirra Hann- esar og Ragn- hildar gekk hins vegar engan veg- inn. Að- eins fimm mánuð- um síð- ar hætti Ragn- hildur sem for- stjóri FL Group, fékk starfslokasamning sem metinn var á 130 milljónir króna og hefur síðan lítið sem ekkert sagt opinberlega um samstarfið og umtal- aða samstarfsörðugleika. Hún sendi þó frá sér tilkynningu þegar starfs- lokin áttu sér stað þar sem hún sagði þau vera samkomulag á milli sín og stjórnar félagsins vegna þess að hún gæti ekki samþykkt þau vinnubrögð sem viðhöfð hefðu verið við yfirtöku FL Group á Sterling. DV hefur ítrekað reynt að ná tali af Ragnhildi síðustu daga, án árangurs. Í lok júní 2005 sögðu þrír stjórnar- menn sig úr stjórn FL Group og þrír skömmu síðar Þetta voru Árni Odd- ur Þórðarson, Gylfi Ómar Héðinsson, Hreggviður Jónsson, Inga Jóna Þórð- ardóttir, Jón Þorsteinn Jónsson og Pálmi Kristinsson. Eini stjórnarmað- urinn sem sat áfram var Hannes. Sá orðrómur hefur verið til staðar frá því þetta gerðist að ástæðan sé fyrst og fremst ólögleg millifærsla sem Hann- es hafi staðið fyrir upp á þrjá millj- arða króna úr sjóðum FL til Kaup- þings í Lúxemborg. Féð hafi átt að hjálpa Pálma Haraldssyni að kaupa Sterling. Agnes Bragadóttir blaðamað- ur fullyrti í Morgunblaðinu á dög- unum að málið sé svona vaxið. Hún hafi fengið staðfestingu á því í síðustu viku. Þegar upp komst um gjörning- inn hafi allt orðið „vitlaust“ í FL, end- urskoðendur neitað að undirrita sex mánaða uppgjör og stjórn og forstjóri sakað Hannes um að þverbrjóta lög. Kaupþing í Reykjavík reddaði svo málum með því að flytja aftur þrjá milljarða yfir til FL. Hannes neitaði þessu þegar hann var spurður út í sannleiksgildi þessa orðróms í Kast- ljósinu í október 2005 og aftur nú á dögunum. Enginn tjáir sig Inga Jóna Þórðardóttir sagði í sam- tali við fréttastofu Ríkisútvarpsins, þegar allir í stjórninni sögðu af sér að Hannesi frátöldum, að ástæð- an fyrir afsögn hennar hefði ver- ið óánægja með stjórnunarhætti og með hvaða hætti staðið væri að ákvörðunum í félaginu. Á hlut- hafafundi FL 9. júlí 2005 sagði Inga Jóna að skýra verkaskiptingu þyrfti milli stjórnarformannsins og forstjór- ans og tryggja þyrfti að meiriháttar fjárfestingar væru ræddar í stjórn og afgreiddar þar áður en ráðist væri í þær. Þá sagði hún að hagsmunir hlut- hafa þyrftu að vera í fyrirrúmi. Inga Jóna hefur ekki skýrt þessi ummæli sín frekar opinberlega og vildi ekki ræða við blaðamann um Hannes og málefni FL Group þegar eftir því var leitað á dögunum. Hún sagði þó að farið hafi ágætlega á með henni og Hannesi. Spurð um umrædda milli- færslu á milljörðunum þremur sagði Inga Jóna að það muni koma í ljós hvað sannara reynist. DV náði einnig tali af Hreggviði, Gylfa Ómari, Jóni Þorsteini og Pálma Kristinssyni. Þeir tveir fyrrnefndu vildu ekkert tjá sig um meintar deilur í stjórninni eða millifærsluna. Pálmi tók það hins vegar fram að hann hefði ekki sagt af sér stjórnarsetu heldur einfaldlega ekki sóst eftir endurkjöri á hluthafafundinum 9. júlí. Ástæða þess væri sú að hann hefði selt sinn hlut í FL eftir að hafa borist gott til- boð í hann. Jón Þorsteinn vísar einn- ig til sölu á hlut sínum í félaginu. Þeg- ar hann var spurður um hina meintu millifærslu vegna Sterling kvaðst hann ekki hafa getað fylgst með öll- um millifærslum FL. Ekki náðist í Árna Odd af þessum fyrrverandi stjórnarmönnum FL. Húsleit hjá Stoðum Í Kastljósinu síðastliðið mánudags- kvöld var greint frá því að rætt hefði verið við alla stjórnarmennina fyrr- verandi en enginn þeirra vildi koma fram undir nafni. Eft- ir samtölin við þá væri ljóst að þeim bæri ekki saman að öllu leyti um málið. Einn sagði að átökin á stjórnarfundinum í lok júní hefði á engan hátt tengst þessum þremur milljörðum þar sem stjórnarmenn- irnir hefðu einfaldlega ekki haft hug- mynd um það mál. Þeir hafi sagt sig úr stjórninni vegna óánægju með stjórnarhætti. Tveir stjórnarmanna segja hins vegar að stjórnin hafi haft vitneskju um millifærslu úr félaginu án heim- ildar, en ekki hafi verið ljóst hvert þeir peningar fóru eða hversu háar upp- hæðir var um að ræða. Einn heim- ildarmanna fullyrðir aftur á móti að stjórnin hafi vitað um þessa til- teknu millifærslu upp á þrjá milljarða króna. Þess má geta að Hreggviður og Hannes höfðu verið vinir í fjölmörg ár. Með afsögn sinni úr stjórn FL lauk ekki einungis viðskiptasamstarfi þeirra heldur urðu einnig vinslit og eftir því sem DV kemst næst hefur ekki gróið um heilt. Hannes sagði í viðtalinu í Markað- inum um þarsíðustu helgi að ástæðan fyrir stjórnarslitunum væri einfald- lega sú að fólk hafi verið ósammála um stefnu FL Group. Ágreiningur hafi verið um hvaða fjárfestingar ráð- ist yrði í og með hvaða hætti. Nýjustu tíðindin í stjórnun og rekstri FL Group á meðan Hannes var þar aðal er svo húsleit starfsmanna skattrannsóknarstjóra á skrifstofu Stoða, sem áður var FL Group, síðast- liðinn þriðjudag. Höfðu þeir á brott með sér afrit af bókhaldsgögnum félagsins frá árunum 2005 til 2007. Geysihár rekstrarkostnaður félags- ins, sem þó var ekki í miklum rekstri, var mikið gagnrýndur á þessum tíma. Þeir sem þekkja til telja að líklegt sé að verið sé að rannsaka þóknan- ir sem gefnar voru á þessu tímabili. Það sem er meðal annars til skoð- unar hjá skattayfirvöldum er risna Hannesar og annarra stjórnar- manna. Aðrar heimildir herma að rannsóknin kunni að bein- ast að þriggja milljarða króna millifærslunni. Maður ársins brotlendir Við brotthvarf sex- menninganna settust í stjórn FL þeir Skarphéðinn Berg Steinars- son, sem varð stjórnarfor- maður, Jón Ásgeir Jó- hannes- son, for- stjóri Baugs, Þor- steinn M. Jóns- son í Kók og athafnamennirnir Magnús Ár- mann, Sigurður Bollason og Einar Ól- afsson. Seinna tók svo Smári Sigurðs- son, faðir Hannesar, við sæti Einars í stjórninni. Stjórnin gekk stundum undir nafninu vinastjórnin sökum vinskapar og tengsla þeirra sem hana skipuðu. Spurður um sína nánustu sam- starfsmenn í viðtalinu í Krónikunni snemma árs 2007 nefndi Hannes meðal annarra Jón Ásgeir, Skarphéð- in Berg, Örvar Kærnested og Jón Sig- urðsson sem nú er forstjóri FL Group. Hannes kvaðst ennfremur vinna mik- ið með Pálma Haraldssyni í tengslum við Northern Travel Holding, Bjarna Ármannssyni, sem þá var forstjóri Glitnis, „og raunar mönnum í öllum bönkunum“ eins og Hannes orðar það, og nefnir Hreiðar Má Sigurðsson hjá Kaupþingi og Sigurjón Þ. Árnason í Landsbankanum á nafn. Hannes hefur það orð á sér að vera einna harðastur og kaldastur af útrás- arvíkingunum. Honum var líkt við flugdólg í grein í Wall Street Jo- urnal á síð- asta ári eft- ir að hann þrýsti á AMR, móðurfé- lag Am- erican Airlines, að auka verðmæti félagsins sem fall- ið hafði um fimm- tíu prósent frá því í byrj- un árs. Hann ku hafa geng- ið hart fram í því að kýla sam- einingu Reykja- vík Energy Invest og Geysis Green „Ég get ekki upplifað hann öðruvísi en sem rugludall því það er enginn í íslandssög- unni sem á önnur eins töp að baki og hann.“ Vinir Hannes ásamt vini sínum, skarphéðni berg steinarssyni, sem tók við stjórnarformennskunni í fL group þegar allir stjórnarmenn nema Hannes hættu í stjórninni. MYND SigurjóN ragNar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.