Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Síða 18
föstudagur 14. nóvember 200818 Helgarblað Energy í gegn í fyrrahaust en Hann- es var þá stjórnarformaður GGE. Þá er fullyrt að Hannes hafi krafist þess í mars 2007 að einhver fulltrúa FL Group í bankaráði Glitnis fengi stöðu stjórnarformanns. Einar Sveinsson, þáverandi formaður, ætti einfaldlega að segja af sér svo af því gæti orðið. Við þessu brugðust aðrir stjórnar- menn en fulltrúar FL ókvæða og varð niðurstaðan óbreytt ástand. „Allt er falt,“ sagði Hannes viðtali við Fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgj- unnar í ágúst 2005 þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við full- yrðingu stofnanda og aðaleiganda breska lággjaldaflugfélagsins EasyJet að hlutur sinn væri ekki til sölu. FL Group hafði þá keypt 1,51 prósent til viðbótar í breska lággjaldafélag- inu EasyJet en fyrir átti félagið 11,5 prósenta hlut. Í tengslum við ásælni Hannesar í EasyJet sagði stofnand- inn, Stelios Haji-Ioannou að nafni, að hann skildi ekki hvaðan Hannes fengi peninga til fjárfestinga sinna. Aldrei varð af yfirtöku FL á EasyJet. Hannes hefur þó farið mikinn í fjárfestingum undanfarin ár eins og kunnugt er. En nánast allt sem Hannes hefur snert hefur orðið að grjóti. Á meðal þeirra fyrirtækja sem hann fjárfesti í í góðærispartí- inu voru Bang & Olufsen, House of Fraser, AMR Corparation, móðurfé- lag American Airlines, og hollenski drykkjarvöruframleiðandinn Refres- co. Sterling er svo vitanlega ein allra frægasta fjárfestingin. „Við erum tækifærissinnar og horfum á hvað sem er,“ sagði Hann- es, spurður um næstu skref sín og FL Group í Krónikuviðtalinu. Nokkr- um vikum áður hafði hann verið val- inn maður ársins 2006 í viðskipta- lífinu hjá dómnefnd Markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins. Þeg- ar nokkrar vikur lifðu af árinu 2007 hætti Hannes sem forstjóri FL eftir að hafa slegið Íslandsmetið í taprekstri og flutti í kjölfarið til London. Hættulegur rugludallur? Einn viðmælenda DV, sem lifað hef- ur og hrærst innan íslenska fjármála- heimsins undanfarin ár, segir Hann- es eldkláran og fljótan að átta sig á öllu. „Um leið er hann ótrúlega fljót- fær og kaldur. Það er ástæðan fyr- ir því að hann er í þeirri stöðu sem hann er í í dag.“ Vilhjálmur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra fjár- festa, hefur ekki beint margt gott að segja um Hannes. „Ég get ekki upplif- að hann öðruvísi en sem rugludall því það er enginn í Íslandssögunni sem á önnur eins töp að baki og hann,“ segir Vilhjálmur, aðspurður hvernig hann upplifi Hannes sem bissnesmann. Vilhjálmur átti hlut í FL Group á með- an Hannes stýrði þar málum og var fremstur í flokki hluthafa í aðhaldi og fyrirspurnum til stjórnenda um það í hvaða átt þeir væru að fara með fé- lagið. „Allt sem hann kemur nálægt verður að einhverju rugli, hvort sem það heitir Íslensk erfðagreining, FL Group eða annað. Þetta er eiginlega það eina sem ég get sagt því ég þekki manninn ekki neitt, og er feginn að þekkja hann ekki,“ segir Vilhjálmur. Kristján Kristjánsson var yfir sam- skiptasviði FL Group 2006 til 2007. Hann segir Hannes afspyrnufljótan að hugsa og fljótan að greina aðalat- riði frá aukaatriðum. „Hann er bráð- snjall að mörgu leyti, ég held að það sé ekkert hægt að segja annað. En eitthvað hefur hann skort jarðteng- ingu á einhverjum stigum. Annars hefðu hlutir ekki farið eins og þeir fóru.“ Hannesi kynntist Kristján fyrst þegar hann hóf störf hjá FL Group. Kristján segir ekki slæmt að starfa með honum. „Hann er náttúrlega svolítið snöggur upp á lagið og, eins og margir af þessum íslensku útrás- arköllum voru, dálítil frekjudós. Þeir vita hvað þeir vilja og ætlast til að það sem þeir segja sé framkvæmt. En þetta eru ekki vondir menn eða eitthvað þess háttar.“ Kristján kveðst ekki hafa séð nein viðvörunarljós blikka þegar hann starfaði hjá FL Group. „Ég get því miður ekki státað af því að hafa séð þetta fyrir, ekki frekar en nokk- ur maður á Íslandi. Þeir sem halda því fram að hafa séð þetta fyrir eru bara ekki að segja satt. En auðvitað vissi maður að þetta væri áhættu- sækið fyrirtæki. Ég held hins vegar að engan hafi órað fyrir því að það gæti fjarað undan því jafnhratt og raunin varð.“ Hannes sagði í Krónikunni að sennilega megi rekja útrás Íslend- inga og kraftinn til víkingaeðlisins. „Ég held líka að við höfum aldrei áttað okkur á því hvað við erum í raun og veru lítil. Við erum barnaleg að því leyti. Það hefði engum dottið í hug að gera þessa hluti, sem við erum að gera, nema fólki sem veit engan veginn hvað það er að fara út í.“ „Hvað er það að kunna sér hóf?“ Hannes var spurður í því í viðtali við Krónik- una hvort hann, sem og aðrir nýríkir Íslendingar, kynni sér hóf með pen- inga. „Örugglega ekki,“ sagði hann og bætti við: „En hvað er það að kunna sér hóf og hvað ekki? Það hafa allir sínar skoðanir á því.“ Hann talaði um að Ís- lendingar hefðu ekki gömul auðæfi, og að það væri erfitt að hafa of mikið. „Þá hverfur öll hvatning. Þú ert bara vanur því að fá allt upp í hendurnar og hefur aldrei þurft að hafa nokkurn skap- aðan hlut fyrir neinu.“ Þorsteinn Guðmundsson uppi- standari talaði mjög opinskátt um kynni sín af FL Group á sjónvarps- stöðinni ÍNN fyrir stuttu. Þar fjallaði hann um það þegar hann var feng- inn sem veislustjóri til London á skemmtun sem haldin var á vegum félagsins. Af orðum hans að dæma má skilja það svo að óhóflegur pen- ingaaustur og glamúr hafi einkennt félagið. Þar lýsir hann því hvernig hann fékk stærðarinnar hótelher- bergi með tveimur hjónarúmum, tveimur baðherbergjum og þremur sturtum aðeins fyrir sig. Þorsteini brá við herlegheitin og lýsti því þannig í þættinum að honum hefði liðið illa í þessu herbergi. „Ég hleyp út og er úti þarna mestallan daginn að leita að hjólaskautum fyrir dóttur mína og ég vil helst ekki vera þarna, ég var svona hálfhræddur þarna inni. Svo fer ég í sturtu og þá kann ég ekki á sturtuna vegna þess að það var enginn svona sturtubotn, vegna þess að þetta var svo flott, það var bara gólfið.“ Þor- steinn segist eitthvað hafa misskil- ið sturtuna því að ekki fór betur en svo að það flæddi vatn úr sturtunni og um öll gólf. „Og þegar ég kem úr sturtunni sé ég að það hefur flætt yfir alla íbúðina og ég skríð um á nær- buxunum með handklæði rétt fyrir giggið. Og ég bara fokk, ég er búinn að eyðileggja FL Group.“ Þeir sem eyða mest, græða mest Í kjölfarið hitti hann blaðafulltrú- ann sem var að segja honum all- an tímann að hann væri í vandræð- um vegna þess að hann væri búinn með alla salina í London. Vegna tíðra veisluhalda væri FL Group búið að leigja alla flottustu salina í London og nú þyrfti hann að finna einhvern betri. Þorsteinn lýsir því að þetta hefði honum þótt frekar skrítið, en blaðafulltrúinn tjáði honum svo að því meiri peningum sem menn eyddu, þeim mun meira myndu þeir græða. Þorsteinn segir veislusalinn þetta kvöld ekki hafa verið neina smá- smíði, heldur hafi þetta verið stærð- arinnar leikhús. Þar inni sátu að hans sögn allir verðbréfasalar lands- ins og voru þeir allir karlar, nema ein kona sem Þorsteinn vill meina að hafi verið lesbía. „Það er búið að klæða af salinn og allt í kristal, það eru kristalsljósakrónur og kristall á borðum og sjö rétta málsverður og fremst sitja þarna Hannes og Bjarni Ármanns og Jón Ásgeir og þessir svona fínu menn.“ Þorsteinn byrj- aði á því að bjóða fólkið velkomið á Star Wars en segir undirtektirn- ar hafa verið dræmar enda hafi fólk ekki fattað brandarann hans. „Þetta var eins og að labba inn í ævintýra- heim einhvern veginn og þessir ríku menn fóru svo og drógu sig í hlé en allir vildu tala við þá og ég man eft- ir því að bankastjóri Glitnis fékk ekki að vera með og hann stóð svona og var alltaf að kíkja hvort hann fengi að vera með.“ Þorsteinn fór svo heim í þotu með nokkrum þeim sem höfðu verið á skemmtuninni og sagði þar nokkra brandara á leiðinni. Fyndnast þótti þeim þegar Þorsteinn sagði við þá að mikið hefði breyst á seinustu þremur dögum á Íslandi, og að þeir þyrftu að átta sig á því að þegar þeir lentu aftur þar væru þeir orðnir opinberir starfs- menn. Hlátrasköllin dundu lengi vel í háloftunum eftir þennan brandara að sögn Þorsteins. Mönnum þótti fátt fyndnara en sú tilhugsun að þeir væru opinberir starfsmenn, það myndi nú aldrei gerast. Í seinni hálfleik lífsins Spurður um arfleifð Hannesar í ís- lensku viðskiptalífi stendur ekki á svari hjá Vilhjálmi Bjarnasyni. „Arfleifðin er sú tímasprengja sem sprakk núna í andlitið á okkur. Hann er ein af höfuðpersónunum í leik- ritinu.“ Vilhjálmur telur að Hannes eigi þrátt fyrir allt afturkvæmt í ís- lenskt viðskiptalíf. „Það er meira en líklegt því Íslendingar vilja fá svona menn. Þetta er fólki að skapi. Ég ótt- ast það því þessi maður hefur, allt frá því hann hóf störf hjá Íslenskri erfðagreiningu, beinlínis verið mjög hættulegur íslensku viðskiptalífi eins og arfleifð hans segir til um. Það þarf líka ekki annað en að horfa á saman- lögð töp í FL Group og þau töp sem leiða út af því upp á fleiri þúsund milljarða.“ Annar viðmælandi segir það mikla einföldun að skella skuldinni alfarið á Hannes. „Við megum ekki gleyma því að það var stjórn í félag- inu og þetta eru svo stórar ákvarðan- ir sem hafa verið teknar að ef Hannes hefur tekið þær einn hefur stjórnin ekki verið að sinna sínu hlutverki. Hún hlýtur að hafa komið að verki í stærstu ákvörðunum því þetta eru milljarðatuga fjárfestingar. Og ef hún hefur ekki komið að verki hefur hún heldur ekki verið að sinna starfi sínu.“ Og hann, líkt og Vilhjálmur, er á því að Hannes geti komið aftur inn í íslenska fjármálaheiminn þrátt fyrir það sem á undan er gengið. „Erum við Íslendingar ekki með gullfiska- minni? Það eru auðvitað ofboðslega margir sem eru sárir og reiðir. En svo fennir yfir það.“ Þetta sé þó háð því hvernig Hann- es spilar úr sínum spilum á næstu mánuðum og árum. „Hann ætti auð- vitað að halda „ló prófæl“. Ég hefði til dæmis ráðlagt honum að fara ekki í viðtalið við Björn Inga á dög- unum. Það gildir allt annað um það en þegar Jón Ásgeir fór í viðtalið hjá Agli Helgasyni. Það var kjarkur sem fólst í því, að mæta í viðtal á meðan allir aðrir voru í felum. En núna væri réttast fyrir hann að halda sig til hlés, hvort sem það er í London eða hér á landi.“ Hannes er í sambúð með Unni Sigurðardóttur. Þau hafa verið sam- an í á fimmta ár en Unnur var rit- ari Jóns Ásgeirs hjá Baugi þegar þau kynntust. Hannes var áður kvænt- ur athafnakonunni Steinunni Jóns- dóttur, dóttur Jóns Helga í BYKO, en þau skildu árið 2004. Samband þeirra hafði varað allt frá mennta- skólaárunum í MR. Hannes og Stein- unn eiga tvö börn saman, hann á eitt barn með Unni sem sjálf átti eitt barn fyrir. Eins og kom fram að framan stendur Hannes nú á fertugu. Í Krón- ikuviðtalinu á síðasta ári kvaðst hann vera að nálgast hálfleik í lífinu. „Sum- ir verða hundrað, en það má segja að það sé hálfleikur í kringum fertugt. Það er ágætt að átta sig á því að þetta var fyrri hálfleikur og maður þarf að ákveða hvernig seinni hálfleikurinn verður.“ Hannes hefði líklega aldrei grun- að þegar hann sagði þetta hversu illa seinni hálfleikur hæfist hjá honum. Nú er spurning hvort knattspyrnu- hæfileikarnir komi honum að gagni við að snúa vörn í sókn. „Hvað er það að kunna sér Hóf?“ Fjölnisvegur 9 glæsihúsið sem Hannes á við fjölnisveg í reykjavík. Hannes keypti líka húsið við hliðina af nágranna sínum eftir deilur við hann um stækkun bílskúrs. MYND SigtrYggur Ari Jón Ásgeir Jóhannesson einn helsti viðskiptafélagi Hannesar. Sterling-vél Kaup og sala fL group á danska lággjaldaflugfélaginu sterling eru á meðal umdeildustu fjárfestinga fL group í stjórnartíð Hannesar. MYND gettYiMAgeS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.