Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Side 22
föstudagur 14. nóvember 200822 Helgarblað Í ágústmánuði 1914 settist fréttaritari breska dagblaðsins The Times niður með eiginkonu sinni til að leggja línurnar í fjárhag heimilisins með það fyrir augum að komast í gegnum þær hremmingar sem breska þjóð- in stóð frammi fyrir; fyrri heimsstyrjöldinni. Þó að við lifum á öðrum tímum er ekki úr vegi að skoða hvaða leiða þessi heimilisfaðir leitaði til að láta enda ná saman. Kreppan sem nú er skollin á íslensku samfélagi er af öðrum toga, en víst er að skórinn kreppir víða á heimilum landsins. Forsætisráðherra Íslands lét hafa eftir sér að Íslendingar horfðust í augu við verstu kreppu síðan 1914. SVONA SPARAÐI FÓLK Í STRÍÐINU Fréttaritari The Times sá fram á erfiða tíma árið 1914. Fyrri heims- styrjöldin var hafin og ekki seinna vænna að draga saman seglin til að lifa af kreppuna sem litaði breskt samfélag. Áætlun hans var tilkomin vegna stríðsins, en Íslendingar geta eigi að síður tileinkað sér eitthvað af styrjaldaráætlun hans. Eins og sjá má á listanum sem fylgir þessari frétt ráðgerði fréttarit- arinn, sem reyndar var ekki nafn- greindur á síðum The Times, að skera niður skemmtanir og matar- útgjöld, minnka ferðalög og spara með margvíslegum hætti. Það vekur furðu að þrátt fyrir að þessi listi sé gerður fyrir um níutíu og fjórum árum er ekkert að finna sem ekki má heimfæra upp á hvers- dagsleika hins almenna Íslendings, nema fyrsta lið. Það kann að vera að einhverjir íslenskir blaðamenn hafi þjóna, líkt og þessi fréttaritari The Times árið 1914, og grípi til þess ráðs sem fyrsti liður kveður á um. Sennilega þarf þó að horfa til auðmanna Íslands, eða fyrrverandi auðmanna, sem grípa jafnvel fyrsta liðinn fegins hendi og lækka laun þjóna sinna. Hugsanlega myndi það þó ekki hafa afgerandi áhrif á eigna- og fjárhagsstöðu þeirra, en engu að síður fær leið þegar sverfur að. Reyndar hefur verið sagt að ókeypis ráð séu jafnmikils virði og þau kosta, en nú dynja á landanum ráð um sparnað, hvar eigi að skera niður og síðast en ekki síst hvað sé mikilvægast í lífinu. Heyrst hefur að kreppan muni þjappa fjölskyld- unni saman og hvernig má ann- að vera ef fólk hefur ekki ráð á að kynda nema eitt herbergi, þar sem fjölskyldan hópast saman í ylinn, líkt og á baðstofuloftinu fyrir ofan fjósið fyrr á öldum. Listinn í framkvæmd Átján mánuðum eftir að frétta- ritarinn og eiginkona hans settu saman listann töldu þau tímabært að leyfa lesendum Times að njóta þeirrar reynslu sem þau voru rík- ari og segja frá hvernig þeim gekk að framfylga þeim reglum sem þau höfðu sjálf sett sér. Líkt og nú rigndi yfir breska alþýðu ráðum sem áttu að gera henni kleyft að draga fram lífið og fréttaritaranum fannst ekki slæm hugmynd að eitthvað af þeim ráðum byggði á reynslu. „Það hefur ekki reynst mögu- legt að fylgja reglunum út í æsar, til dæmis í sambandi við að hýsa enga gesti. Þeirri reglu köstuðum við fyr- ir róða vegna gesta sem sóttu okk- ur heim frá útlöndum,“ sagði í frá- sögn fréttaritarans. En það var ekki eina reglan sem ekki var haldin, því reglan um lautarferðir fór fyrir lítið og leyfilegur kostnaður á mann var hækkaður yfir markið, en aðeins nokkrum sinnum. „Því það er ótrú- legt hvað hægt er að gera fyrir hálfa krónu (tvo skildinga og sex pens) ef þú sleppir leigubílum og ferðast á þriðja farrými.“ Jólagjafir þrátt fyrir bann „Hvað viðvíkur jólagjöfum þá höfum við eytt nokkrum pund- um minna í gjafir undanfarin tvö ár, en flest ár á undan, en í hvert sinn sem nýr vetur gengur í garð verðum við ósínkari en við hefð- um viljað. Hvort okkar á sök á því er atriði sem við höfum ekki getað upplýst,“ sagði fréttaritarinn um lið átta. Það kemur fram í frásögninni að erfitt hafi reynst að láta af hvers- dagslegri skemmtun, en í þeim til- vikum urðu gestir að gera sér að góðu nákvæmlega það sem hefði verið á borðum hefðu hjónin verið tvö ein. Og ánægjan af vínneyslu- banninu var í formi ferða niður í kjallarann til að sjá allan fjöldann af óopnuðum vínflöskum sem fengið höfðu sjaldgæft tækifæri til að eldast um eitt og hálft ár. Einföldu máltíðirnar gengu eftir Sá liður þar sem saman fór árang- ur og erfiði sneri að matvælum og máltíðum. „Við komumst meðal annars að því að besta leiðin til að fylgja reglunum var að sleppa með öllu aðalkvöldverðinum og hafa í staðinn snemmbúna létta kvöldmáltíð eða eftirmiðdagste. Við njótum þeirrar máltíðar stór- kostlega. Í morgunverð höfðum við meginlandsmorgunverð með hafragraut með marmelaðislettu í. Aðeins á sunnudögum leyfð- um við okkar að rifja upp kynnin við síld eða egg og flesk,“ sagði um neysluvenjurnar. Reyndar hafði fréttaritarinn á orði að þjónustufólkið hefði vakið upp nokkra furðu, en eiginkonan hafði ekki gefið því nein sérstök fyrirmæli. „Í nokkra mánuði eftir að við höfðum hætt að neyta kjöts, eggja eða fiskmetis í morgunmat, hélt það áfram (því matseljan fyr- irskipar sem henni hugnast) að fá sér sama morgunverð og ávallt áður.“ Reyndar lét matseljan af þessum sið fljótlega eftir að hún sá þennan háa kostnaðarlið í heimil- ishaldinu. Aðgerðirnar báru árangur og kostnaðurinn við heimilishaldið hélst óbreyttur þrátt fyrir hækk- andi verðlag. Batnandi manni er best að lifa Laun fréttaritarans voru lækkuð um 25% á fyrstu mánuðum styrj- aldarinnar og um frekari 12% í eitthvað lengri tíma, en þegar hann skrifaði grein sína voru laun- in orðin þau sömu og fyrir stríð. „Þrátt fyrir launalækkunina, þrátt fyrir hækkandi verðlag á öllum vörum og þrátt fyrir hærri skatta höfum við aldrei nokkru sinni í okkar hjónabandi lifað svo vel innan ramma tekna okkar. Og það undarlega er að engin óþæg- indi hafa komið til og fjölskyldan hefur aldrei haft það jafn gott.“ Samkvæmt frásögninni höfðu hjónin tileinkað sér nýja hugsun og nýjan lífsstíl. „Við efumst nú um hvort við eigum að taka upp íburðarmiklar síðkvöldsmáltíðir og tilhugsunin um að bjóða á ný til vikulegra kvöldverða er hreinlega fráhrindandi. Hinar sífellt tíðari gönguferðir okkar eru heilsusam- legri en golfiðkun, sem ég hef hætt. En best af öllu er að hafa áskotn- ast ákveðin kennd um eigið sjálf- stæði.“ KoLBEinn þorstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is sparnaðarBoðorðin tíu 1. Þjónar verða að taka á sig 25% launalækkun. 2. engir gestir koma til dvalar. 3. Hversdagslegar skemmtanir; engar leikhúsferðir, engar lautarferðir sem kosta meira en 2 skildinga og sex pens á mann, engir leigubílar og eingöngu ferðast á þriðja farrými. 4. engin neysla víns eða sterkra drykkja, engir vindlar. 5. Hvorugt okkar má kaupa eina nýja flík í að minnsta kosti ár. 6. engin dagblöð, nema the times og aðeins eitt kvennablað á viku. 7. ef golf er leikið skal sleppa kylfusveinum, og eingöngu leika á velli sem næst liggur heimilinu. 8. engar jóla-, afmælis- eða brúðkaupsgjafir. 9. stíft aðhald í matarinnkaupum; engar súpur, engir forréttir, ekkert sælgæti eða ávextir nema sem nauðsynlegt er vegna heilsu sonarins, kjöt samkvæmt skömmtunarseðlum, einfaldir búðingar og einfalt fæði. 10. stíft aðhald hvað varðar kol, gas og rafljós. Og ánægjan af vínneyslubanninu var í formi ferða niður í kjallarann til að sjá allan fjöldann af óopnuðum vínflöskum sem fengið höfðu sjald- gæft tækifæri til að eldast um eitt og hálft ár. Hafragrautur neysla hafragrauts var stór þáttur í sparnaði fréttaritara the times 1914. Vínkjallari fréttaritarinn fékk umbun fyrir vínneyslubannið með því að fara í kjallarann og sjá fjölda þeirra vína sem fengið höfðu að eldast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.