Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 25
föstudagur 14. nóvember 2008 25Umræða Hver er maðurinn? „Árni Þór Árnason, verslunarstjóri elko í Lindunum.“ Hvað drífur þig áfram? „fjölskyld- an og vinnan.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Það er gamla lærið hennar mömmu.“ Hvað fær þig til að hlæja? „Það er svo margt, til dæmis skemmtilegir starfsfélagar og vinir.“ Spilar þú sjálfur tölvuleiki? „Ég er nokkuð góður með stráknum mínum í Legó-batman-leiknum.“ Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt í æsku? „tindátarnir. Það voru engir tölvuleikir til þegar ég var barn.“ Af hverju ákváðuð þið að gefa Róberti Leó nýja tölvu? „Það lá í augum uppi að bæta honum þetta tjón. strákurinn var búinn að hafa mikið fyrir því að safna upp í tölvuna og lenti svo í þessum leiðindum. Ég veit að við í elko hefðum leyst þetta fljótar og okkur fannst þetta bara ávinningur að bæta honum þetta upp, ekkert annað.“ Hver voru viðbrögð hans þegar þú afhentir honum tölvuna? „Hann geislaði af gleði og var mjög ánægður. maður sá það nú alveg að það var allt annað að sjá hann þegar hann fékk tölvuna en á myndinni í dv daginn áður þar sem hann var svo sorgmæddur.“ Ertu með einhver heilræði handa börnum sem spila tölvuleiki svo tölvan taki ekki yfir í lífinu? „Ég á átta ára son sem ég er í stöðugri baráttu við. en það þarf líka að leika með hin leikföngin sem eru alltaf til, þau eru ekki bara til sýnis. Ég spyr son minn nú oft hvort ég eigi að henda öllum hinum leikföngunum en hann vill það alls ekki. svo verður maður fyrst og fremst alltaf að læra heima áður en maður fer í tölvuna.“ Starfsmenn Elko voru fljótir að bregðast við og gefa Róberti Leó, sem er níu ára, nýja PSP- tölvu eftir að gamla tölvan hans bilaði. Eftir fimm mánaða bið eftir nýrri tölvu í BT fór verslunin á hausinn og Róbert stóð eftir sorgmæddur og tölvulaus. ÁRni ÞóR verslunarstjóri Elko afhenti honum nýja tölvu í fyrradag. Lærdómur fram yfir töLvuLeiki maður dagsins Í rauninni er það fátt sem bifast í rétta átt þessa dagana en því ræð- ur mestu hin dimma þögn valds- manna; þetta myrkur sem þeir hafa rennt utan um okkur án þess að blikna, trúandi því að það og ráð- leysisflóttinn sem fylgir því sé heið- arleikanum fremri. Og í þögninni erum við reið og reiðin er afl og ef við virkjum hugmyndir okkar rétt verðum við eldfjall og þegar eldfjall gýs þýðir ekkert að biðja það um að hætta. Eitt af því sem maður verður að muna í aðstæðum einsog þessum er að vita hver maður er, hvað maður vill og hvað maður hugsar um lífið og heiminn. Og þá er gott að vera viss í sinni sök, setja aldrei upp and- lit annarra, hrifsa aldrei til sín það sem annarra er og gæta þess að missa ekki vitið. Í síðasta kjallara vitnaði ég í orð af vefsíðunni www.kjósa.is. Ég tengdi þau við hræðslu vinar míns sem sagði mér að hann þyrði ekki að setja nafnið sitt á síðuna af ótta við að missa vinnuna. Sú sem orðin skrifaði og var aldeilis óhrædd við að segja skoðun sína umbúða- lausa var Dagný Jóhannsdóttir og ég efaði ekki orð hennar – því skilyrði þess að skrifa undir viljayfirlýsing- una er að menn skrái þar nafn sitt, kennitölu og heimilisfang og svo er mönnum í sjálfsvald sett hvort birtist eða ekki. Og mér fannst sem sé Dagný Jóhannsdóttir hafa skrif- að svo góðan texta á síðuna að það væri þjóðráð að deila honum með kjallaralesendum. En viti menn, reynist þá ekki Dagný vera fingralöng grímukona sem tekur upp skoðanir annarrar manneskju og gerir að sínum. Hún ræður sem sé ekki við hrifningu sína og kópí/peistar persónulegar skoð- anir Jónu Ingibjargar Jónsdóttur og breytir sér í einu hendingskasti í Jónu Ingibjörgu um leið og hún hafnar sinni eigin frjálsu hugsun. Uss, uss, þetta má ekki gera, Dag- ný, og varðar reyndar við lög! Hér á eftir fylgja þessi orð Jónu Ingibjargar og eiga aldeilis vel við og kannski er Dagnýju nokkur vorkunn að hafa viljað eiga þau jafnsnjöll og þau eru: „Ég treysti alls ekki núverandi stjórnvöldum til að halda um stjórn- völinn á komandi árum. Þau biðja mig um samstöðu á erfiðum tímum og ég vil ekki veita þeim hana nema þau fari frá og aðrir taki við. Núver- andi stjórnvöld eru ekki traustsins verð því verkin sýna merkin: Íraks- stríðið – ekki í mínu nafni. Pólitísk skipun seðlabankastjóra – ógeð- felldur og ófaglegur ráðningarmáti. Einkavinavæðing bankanna með tilheyrandi fjárglæfrabrambolti og ofurlaunum – siðferðishnignun. Ævisparnaður venjulegs launafólks fokinn út um gluggann – það svíður að verða vitni að því. Eðlileg launa- leiðrétting ljósmæðra átti að setja landið á hausinn – trúverðugt? Gersamlega ónýt peningastefna, okurvextir, verðtrygging og him- inháar afborganir húsnæðislána – hversu flókið þarf það að vera að hafa þak yfir höfuðið með eðlilegum hætti? Listinn gæti haldið áfram, ég vil kjósa og það strax! Ég vil stjórn sem kem- ur með sterka rödd, hefur sýn og segir skýrt hvað hún ætlar að gera til að fólk vilji vera áfram í þessu landi og taka þátt í uppbygg- ingunni – að loknu hruni.“ Að vilja vera Jóna Ingibjörg kjallari vigdíS gRímSdóTTiR rithöfundur skrifar „Þá er gott að vera viss í sinni sök, setja aldrei upp andlit annarra, hrifsa aldrei til sín það sem ann- arra er og gæta þess að missa ekki vitið.“ Styður þú aðildarviðræður við EvrópuSambandið? „Já, ég held að það sé eina vitið. Ég myndi frekar vilja íslenska krónu en held að það gangi ekki upp lengur.“ RAgnHEiðuR BjöRnSdóTTiR, 44 Ára Heimavinnandi Húsmóðir „Ég er alveg hlynnt því. sérstaklega í ljósi efnahagsástandsins núna. viðræðurnar taka auðvitað sinn tíma.“ jónínA STEinSdóTTiR, 60 Ára bankamaður „mér finnst í lagi að skoða þetta en ég er líka hlynnt því að Ísland sé sjálfstætt. kannski væri bara best að taka upp annan gjaldmiðil.“ óLöf EiRíkSdóTTiR, 15 Ára nemi „Já, mér finnst að við eigum að ræða við þau. Ég sé ekkert annað í stöðunni eins og efnahagsástandið er.“ mATTHiLduR ERnudóTTiR, 48 Ára versLunarkona dómstóll götunnar „Já, mér finnst að við eigum að vera opin fyrir öllu. krónan virðist verðlaus. Þetta þarf allt að skoða.“ BoRgHiLduR guðmundSdóTTiR, 35 Ára LeikskóLakennari myndin Skiptir litum blái liturinn hefur alla jafna verið viðloðandi valhöll, höfuðstöðvar sjálfstæðismanna í reykjavík, en óprúttnir aðilar tóku sig til í fyrrinótt og slettu rauðri málningu á húsið. enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. mynd SigTRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.