Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Side 32
föstudagur 14. nóvember 200832 Helgarblað „Það sem fyllti mælinn hjá mér var þegar ég heyrði menntamálaráð- herra þvaðra um að við Íslendingar ættum að fara „finnsku leiðina“ og spyrna okkur hratt og örugglega frá botninum líkt og þeir gerðu,“ seg- ir Sigurbjörg Árnadóttir, ein þeirra sem hefur mótmælt af miklum krafti á Austurvelli og víðar síðustu daga og vikur. Sigurbjörg bjó ásamt fjöl- skyldu sinni í Finnlandi á miklum umbrotatímum þar í landi og veit upp á hár hversu illa alvarleg kreppa getur farið með samfélagið. Hún seg- ir það mikinn misskilning að Finnar hafi greitt hratt og örugglega úr sín- um málum heldur hafi aðgerðaleys- ið verið algjört fyrstu árin. Niður- skurður hafi bitnað harkalega á þeim sem minnst máttu sín. Uppgangur- inn var á kostnað mannslífa og geð- heilsu þjóðar sem enn sýpur seyðið af kreppunni. Ástin kom frá Finnlandi Sigurbjörg fæddist árið 1954 í Svarf- aðardal í nágrenni við Dalvík. Hún útskrifaðist 23 ára, eða árið 1977, frá Leiklistarskóla Íslands. „Ég var ein af þeim sem stofnaði SÁL-skól- ann sem var undanfari Leiklistar- skóla Íslands,“ segir Sigurbjörg sem starfaði sem leikstjóri, meðal annars í Alþýðuleikhúsinu, og sem grunn- skólakennari áður en hún fluttist til Finnlands. „Ég kynntist fyrrverandi mann- inum mínum, sem er Finni, hér á landi. Ég ætlaði upphaflega að fara í framhaldsnám til Póllands en þetta var sama ár og Jaruselski setti herlög- in svo ég ákvað að fara til Finnlands frekar,“ en þetta var árið 1984. Sigurbjörg byrjaði í leikstjórnar- nám í Finnlandi en átti ekki samleið með Jouko Turka, skólastjóra leik- stjórnarskólans. Hún ákvað því að hætta. „Ég fór þá að vinna við dag- skrárgerð hjá finnska ríkissjónvarp- inu og vann þar að dagskrárgerð fyrir börn og unglinga.“ Missti vinnuna Í upphafi efnahagsþrenginganna í kringum 1990 var Sigurbjörg ein þeirra fjölmörgu í Finnlandi sem misstu vinnuna. Hún var þó lánsöm og fékk strax aðra vinnu. „Ég fór að vinna sem fréttaritari hjá íslenska ríkisútvarpinu. Auk þess sem ég skrifaði bækur, kenndi og starfaði við ferðaþjónustu.“ Sigurbjörg segir aðdragandann að finnsku kreppunni hafa verið mjög líkan aðdraganda þeirrar kreppu sem nú er að hefjast hér. „Þetta var í raun nákvæmlega sami pakkinn og hérna. Neyslufyllerí og bankasukk. Gengið var alltof hátt skráð, vextir voru háir, fólk var að taka myntkörf- ulán og allur pakkinn. Maður þurfti að vera mjög jarðbundinn til þess að standast gylliboð bankanna.“ Sigurbjörg segir að litli strengur- inn sem slitnaði og velti kreppunni af stað hafi verið þegar Sovétríkin liðu undir lok og vöruverslun Finna við heimsveldið lauk skyndilega. „Það var efnahagslægð í Vestur-Evrópu á þessum tíma en Finnar urðu sérstak- lega illa úti. Færeyingar fóru reynd- ar líka á hausinn. Eða á hliðina eins og það er kallað. Það fer víst enginn á hausinn í dag.“ Algert ráðleysi stjórnvalda Eftir að kreppan skall á í Finnlandi gerðust hlutirnir mjög hratt. „At- vinnuleysið fór fljótlega upp í 20 prósent og stundum 30. Í Norður- og Austur-Finnlandi og Lapplandi fór það stundum upp í 50 prósent í sumum sveitarfélögum. Sums staðar í Lapplandi voru þeir einu sem voru með vinnu barþjónar og fólk í félags- lega geiranum.“ Sigurbjörg segir sama ráð- og að- gerðaleysi hafa verið í gangi í Finn- landi og hér á Íslandi núna. „Fólk talar um að Finnar hafi farið hratt og örugglega upp úr kreppunni en það er bara ekki rétt. Stjórnvöld í landinu gerðu ekkert fyrstu árin. Það var ekki fyrr en Regnbogastjórnin kom árið 1995 að hlutirnir fóru að breytast.“ Finnar leituðu ekki til Alþjóð- gjaldeyrissjóðsins eða annarra um hjálp. „Finnar tóku þetta á sig að gömlum sið. Þeir hafa í marg- an krappan dansinn komist og lent í mörgum kreppum. Kreppa eft- irstríðsáranna var þeim til dæm- is mjög erfið. Þeir voru bandamenn Þjóðverja og misstu stór landsvæði til Sovétríkjanna. Þeir borguðu sínar stríðsskaðabætur sjálfir og þáðu ekki Marshall-hjálp. Þeir tóku svo á móti 400.000 flóttamönnum, Finnum sem urðu flóttamenn í eigin landi. Eins brugðust þeir við þessari kreppu. Þeir skömmuðust sín og sultu. Til- mæli þáverandi ráðamanna voru einfaldlega: Við spörum okkur út úr kreppunni. Finnar eru hlýðnir með eindæmum og gerðu það.“ Ríkið þvær blóðugar hendur Í kjölfarið var skorið við nögl alls staðar. „Það sem ríkið byrjaði á að gera var að þvo sínar blóðugu hend- ur með því að velta öllu sem það gat yfir á sveitarfélögin. 1992 setti rík- ið grunnskólana yfir á sveitarfélögin sem orsakaði það að sjöunda hverj- um grunnskóla var lokað. Það gerði um 800 skóla í heildina. Heilbrigð- iskerfinu var líka ýtt til sveitarfélag- anna eins mikið og hægt var þannig að fólk var hreinlega flutt hreppa- flutningum.“ Sá hópur sem varð hvað verst úti í þessum aðgerðum voru geðfatlað- ir og þroskaheftir sem þurftu faglega umönnum. „Þetta fólk, sem hafði kannski þurft að leita aðstoðar í ann- að sveitarfélag þar sem stofnunin var ekki til staðar í þeirra, var sent til baka. Þeim var annaðhvort kom- ið fyrir á elliheimilum ef þau voru til eða það sem verra var, eftirlitslaus- um í íbúðum úti í bæ.“ Sigurbjörg segir fólk hafa verið í sjokki og að enginn hafi sagt neitt. „Hún er þekkt, finnska þögnin, og hún var ærandi á þessum tíma.“ 1996 var farið að rannsaka hver hefðu orð- ið afdrif þess fólks sem þurfi mest á hjálpinni að halda en var hafnað af kerfinu. „Þá kom í ljós að dánartíðni í þessum hópi var óeðlilega há. Þessu fólki var bara ekki sinnt. Það tók ekki lyfin sín eða át þau öll í einu.“ Eiturlyfjafaraldur Sigurbjörg segir kreppuna hafa bitn- að illa á börnum í Finnlandi. Þau þurftu oft að ferðast langar vega- lengdir til þess að komast í skól- ann. Ekki voru skólabílar til þess að koma börnunum í og úr skóla heldur þurftu þau að bíða eftir almennings- samgöngum sem gat oft verið tíma- frekt. Sigurbjörg segir eiturlyf hafa verið lítt þekkt í Finnlandi fyrr en kreppan skall á. „Í kjölfar kreppunnar hrein- lega flæddu inn fíkniefni og þessi börn máttu sín lítils gegn vægðar- lausum fíkniefnasölum. Finnar sitja ennþá í þessu skít.“ Sigurbjörg segir eiturlyfjasalana hafa verið svo for- herta að þeir hafi hangið fyrir utan grunnskóla jafnt sem menntaskóla. „Í mínu sveitarfélagi til dæmis var enginn skóli sem gat státað sig af því að hafa nemendur sem ekki hefðu lent í klóm fíkniefna. Þá er ég að tala um börn á aldrinum sjö til tólf ára.“ Á þessum tíma var vinsælt hjá börnum að vera með gervihúðflúr eins og oft fylgdi tyggjópökkum og öðru góðgæti. „Þeir blönduðu eitur- lyfjum í þetta þannig að þegar börn nudduðu þessu á sig smugu lyfin inn í gegnum húðina. Þeir sátu fyrir utan skólana og gáfu börnum nammi sem í voru eiturlyf.“ Í kjölfar þessa var farið að brýna í sífellu fyrir börnum að þiggja aldrei neitt af ókunnugum. „Með því var tortryggninni stráð. Þannig að börn- in áttu bara erfitt með að treysta fólki yfirhöfuð. Treystu engum, treystu ekki fullorðnum og treystu engum sem ætlar að gefa þér eitthvað. Það voru skilaboðin.“ Myrkravetur og sultur Hún segir að sveitarfélögin hafi sum hver verið svo blönk veturinn 1992- 93 að íbúar hafi setið í myrkri löng- um stundum. „Á nokkrum stöðum var sparað með því að slökkva götu- ljós klukkan átta á kvöldin. Annars staðar var kveikt á nokkrum ljósum þannig að bæir voru hálflýstir. Mað- ur sá varla nokkra verslun með fulla lýsingu í búðarglugga eftir að verslun lauk seinnipart dags.“ Langar raðir mynduðust fyrir utan hjálparstofnanir og kirkjur þar sem fólk leitaði matar en ekki var til nóg handa öllum. „Biðraðirnar fyr- ir utan allar hjálparstofnanir voru hundruð metra. Fólk hreinlega svalt. Vextir voru gríðarlega háir á þessum tíma og fólk náði ekki endum saman hvort sem það var í vinnu eða ekki.“ Sigurbjörg segir að í þeim skólum sem verst voru settir hafi skóladag- urinn byrjað á heitri máltíð á mánu- dagsmorgnum. „Ástæðan var sú að börnin höfðu ekki borðað síðan þau fóru heim úr skólanum á föstudegi. Þannig var ástandið þegar það var sem verst.“ Leitað í ruslafötum Sigurbjörg segir það hafa verið hræðilegt að verða vitni að niðurlæg- ingunni sem átti sér stað í Finnlandi. „Fólk þurfti að bíða í löngum röðum, niðurlægt og niðurbrotið, meðan fréttaþyrstir fjölmiðlar tóku myndir. Fallið var hátt hjá mörgum á þessum tíma. Margir í þessum röðum voru að koma úr áhrifamiklum og vel borg- uðum stjórnunarstöðum.“ Karlmenn réðu verr við ástand- ið en konur. „Fallið var svo mikið, höfnunin svo mikil. Að þurfa að fara úr stjórnunarstöðu í að bíða í röðum eftir mat var meira en margir réðu við. Þessir menn fóru margir frekar að leita í tunnunni hjá nágrönnum sínum heldur en að bíða í þessum röðum.“ Sigurbjörg segir sína fjölskyldu ekki hafa þurft að bíða í röðum eft- ir mat og er þakklát því. „Ég þurfti aldrei að standa í biðröð. Ég upp- lifði þetta persónulega þannig að mér þótti alveg hræðilegt að þegar skóla lauk að vori þurfti ég að horfa á bekkjarsystkini barna minna bíða í röðum eftir mat. Að þurfa að horfa upp á nágranna minn arka um í sturl- un. Berfættan í tréklossum, hálfber- an að ofan í bakgarðinum hjá mér. Dag eftir dag. Ég og maðurinn minn vorum bæði með vinnu og hann með tekj- ur sem voru langt yfir meðallagi. Við vorum bara með eitt lán og það var húsnæðislán sem var á 16% vöxtum. Við þurftum einu sinni að fara til fé- lagsmálastofnunar og biðja um hjálp og við fengum hana.“ Á þeim tíma voru Finnar farnir að sveigja og teygja sitt félagslega kerfi verulega svo að öll heimili í landinu myndu ekki rúlla á hausinn. „Það voru til dæmis margir sem áttu tvær eignir þegar hrunið varð og gátu ekki með nokkru móti borgað af þeim báðum. Eignirnar höfðu fallið um 20 til 40 prósent í verði meðan lán- in hækkuðu. Alveg eins og er að ger- ast hér. Þá keypti ríkið aðra eignina.“ Þrátt fyrir þetta allt rúlluðu fyrirtæki og heimili unnvörpum líkt og er farið að gerast hér. Hvað er hagvöxtur? Sigurbjörg segir að hér á landi sé oft talað um að Finnar hafi verið fljót- ir að spyrna í botninn og vitnar aft- ur í ummæli menntamálaráðherra. „Í árslok 1993 var vissulega kominn hagvöxtur á ný. Það var hins vegar mikið rætt í þinginu árið eftir hvað hagvöxtur væri. Hvað er tveggja pró- senta hagvöxtur ef atvinnuleysi er 19 prósent? Útflutningurinn var það eina sem var í gangi hjá Finnum. Það var ekkert annað að gerast.“ Árið 1995 tók Regnbogastjórn- in við undir stjórn Paavos Lipponen og þá fóru hlutirnir fyrst að breytast. Fimm árum eftir að kreppan hófst. Í þeirri stjórn sátu allir flokkar Finn- lands nema kristilegir demókratar. „Á sama tíma gengu Finnar í Evr- ópusambandið, hvort sem það skil- aði einhverju eða ekki.“ Á þessum tíma voru vísindastofn- anir og háskólar í rúst að sögn Sigur- bjargar. „Það var allt rjúkandi rúst. Fjölmargir vísindamenn höfðu flúið land á þessum tíma og margir hverj- ir til Bandaríkjanna og Svíþjóðar. Það er einhver óskiljanleg della sem er haldið fram hér á landi að Finnar hafi sett allt sitt í skólana og vísinda- rannsóknir í upphafi kreppunnar. Þeir gerðu ekki neitt til þess að byrja með.“ Sigurbjörg segir að engin hreyfing hafi orðið til hins betra í Finnlandi fyrr en stjórnvöld ákváðu að lækka vexti til muna. Stýrivextir sem höfðu verið himinháir voru lækkaðr niður fyrir 5 prósent. Upprisa Finnlands Á þessum tíma voru sett af stað hin ýmsu samstarfsverkefni í kringum hátækniiðnað, háskóla og ferða- þjónustu, sem seinna varð svo lyk- illinn að upprisu Finna. „Þarna fyrst fóru menn að huga að einhverjum almennilegum og uppbyggjandi að- gerðum með langtímasjónarmið- um. Finnar horfðu mikið til Svía sem löngu áður höfðu galopnað sín- ar skólastofnanir þegar harðnaði á dalnum hjá þeim. Þeir gerðu oft grín að því, Svíarnir, að þeir hefðu sett hálfa þjóðina á skólabekk. Atvinnu- leysi í Svíþjóð var til dæmis sagt 10 til 12 prósent en það var í raun mun hærra því dulið atvinnuleysi var svo mikið. Það voru bara allir í skóla.“ Gjalda enn fyrir kreppuna Sigurbjörg segir stærsta glæp finnskra stjórnvalda í kreppunni hafa verið aðgerðaleysi þeirra í upphafi og af því verði íslensk stjórnvöld að draga lærdóm. „Það að hafa ekki haft tilbúna einhverja áætlun eða einhver plön fyrir þá sem misstu vinnuna er stærsti glæpurinn að mínu mati. Að senda fólk heim í óvissu og aðgerða- leysi þar sem það situr í örvæntingu og sveltur andlega og líkamlega. Í þannig ástandi verður engin frjó hugsun og það er banabiti.“ Sigurbjörg segir að Finnar hafi fljótt komist að því að sá sem er at- vinnulaus í visst langan tíma sé alls ekki líklegur til að fara út á vinnu- markaðinn aftur. Þá hafi þeir sett á laggirnar 500 daga regluna sem þýði að enginn fái bætur lengur en í 500 daga. Eftir það fer viðkomandi á ör- orku- eða aumingjabætur sem nán- ast ómögulegt sé að lifa af. Brottfall úr skólum var gígant- ískt á þessum tíma og þurfti ríkið að neyða ungmenni í skóla aftur með því að veita engum 25 ára eða yngri „Ég vil aldrei aftur horfa upp á fólk niðurlægt eins og var gert í Finnlandi. Ég vil aldrei aftur þurfa að horfa á börn svelta í bið- röðum og skilin eftir í reiðuleysi og að drullusokkar séu að borga skuldir sínar með mannslífum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.