Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 35
föstudagur 14. nóvember 2008 35Helgarblað Í iðrum jarðar Pétur rögnvaldsson, eða Peter ronson, lék í upphaflegu Hollywood- aðlögun skáldsögunnar frægu Journey to the Center of the earth eftir Jules verne. eins og kunnugt er var endurgerðin frumsýnd í sumar með anítu briem í aðalhlutverki en fyrri myndin var gerð árið 1959. sonur vinar eins framleiðanda myndarinnar var samnemandi Péturs við university of southern California. Þegar hann heyrði af vandræðunum við að finna einhvern ljóshærðan, hávaxinn og bláeygan íslenskumælandi leikara sagðist hann vita um pilt sem væri eins og skapaður fyrir hlutverkið. Pétur féllst á að fara í prufu og það var ekki að sökum að spyrja – hlutverkið varð hans. Pétri bauðst í kjölfarið langtímasamningur við 20th Century fox. Hann hafnaði honum, ekki síst til að geta keppt fyrir Íslands hönd á ólympíuleikunum í róm árið 1960. Klippir fræga fólkið ef baltasar Kormákur er kvikmyndaleikstjóri Íslands er valdís óskarsdóttir klippari Íslands. Á meðal fjölmargra mynda sem valdís hefur klippt eru eternal sunshine of the spotless mind með Jim Carrey og Kate Winslet og finding forrester með sean Connery í leikstjórn gus van sant. fyrir þá fyrrnefndu var hún tilnefnd til nokkurra verðlauna og fékk ein af þeim allra stærstu, bafta-verðlaunin bresku. af myndum utan Hollywood-draumaverksmiðjunnar sem valdís hefur klippt má nefna festen, mifunes sidste sang, Hafið og sódóma reykjavík. Þá þreytti hún frumraun sína á leikstjórnarsviðinu með sveitabrúð-kaupi sem frumsýnd var í sumar og fékk góða dóma. í Hollywood Leikur á móti Jackie Chan magnús scheving hefur farið sigurför um heiminn með þættinum um íþróttaálfinn knáa og vini hans í Latabæ. magnús varð fyrst þekktur fyrir glæsilegan árangur sinn í þolfimi bæði hér og erlendis en kappinn hefur alltaf haft mikinn áhuga á heilsu og heilbrigðu líferni. eftir að hugmyndin að Latabæ fæddist gerðust hlutirnir hratt enda virtist vera mikil þörf á efni sem þessu fyrir börn alls staðar í heiminum. eftir gríðarlega sigurgöngu magnúsar virðast fleiri dyr hafa opnast því nýlega bauðst honum að mæta í áheyrnarprufu í Hollywood fyrir hlutverk illmennisins í næstu kvikmynd bardagastjörnunnar Jackies Chan. Í stað þess að mæta í hefðbundinn leiklestur hóaði magnús í samstarfsfélaga sína í Latabæ og útbjó með miklu tilstandi myndband í myndveri Latabæjar og viti menn, hann hreppti hnossið. magnús er nú staddur í nýju mexíkó í bandaríkjunum þar sem tökurnar á myndinni, sem kallast spy next door, fara fram. Meðal Harrisons Ford og Liams Neeson einn af fyrstu íslensku leikurunum til að gera það gott í kvikmynd í Hollywood var Ingvar e. sigurðsson, edduverð- launahafi, en hann fékk hlutverk í myndinni K19: the Widowmaker sem frumsýnd var árið 2002. myndin byggist á sönnum atburðum og fjallar um þær hörmungar sem hentu sovéska kafbátinn K19 í kalda stríðinu árið 1961. Ingvar skartaði hlutverki hins sovéska viktors gorevs og lék við hlið stórstjarnanna Harrisons ford og Liams neeson. myndin fékk ágætisdóma en Ingvar hefur ekki leikið meira í Hollywood heldur gert það þeim mun betra hér heima. Leikstýrir stjörnunum baltasar Kormákur stimplaði sig svo sannarlega inn í Hollywood árið 2005 með kvikmyndinni a Little trip to Heaven sem hann skrifaði handritið að, leikstýrði og framleiddi ásamt sigurjóni sighvats. myndin var að vísu mestmegnis tekin upp á Íslandi þótt hún eigi að gerast í bandaríkjunum og skartaði Hollywood-leikurunum Juliu stiles og forest Whitaker í aðalhlutverkum, auk þeirra Jeremy renner og Peter Coyote. Þessa dagana eyðir baltasar mestöllum tíma sínum í Hollywood við vinnslu á næsta stórverki sínu, Inhale, sem skartar þeim dermot mulroney, diane Kruger, rosanna arquette og sam shepard í aðalhlutverkum. myndin kemur út á næsta ári. Funheit í þrívídd aníta briem hefur haft í nógu að snúast í Hollywood eftir útskrift sína úr royal academy of dramatic arts í London árið 2004. Leikkonan unga lék meðal annars í bandarísku dramaþátt- unum tudors en sló svo rækilega í gegn í hlutverki sínu í þrívíddarmyndinni Journey to the Center of the earth. myndin er umfangs- mikil Hollywood-mynd með gríðarlegum tæknibrellum og skartar brendan fraser í aðahlutverki ásamt anítu. tökum er þegar lokið á næstu Hollywood-mynd anítu en hún er heldur minni í sniðum og hefur hlotið heitið the storyteller.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.