Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 42
föstudagur 14. nóvember 200842 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Sonja Björg Helgason fyrrv. íþróttaKennari og stofnandi og forstjóri nestis hf. Sonja fæddist á Laufásvegi 6 í Reykjavík, ólst upp í foreldrahús- um í Lerum í Svíþjóð til fimm ára aldurs og síðan á Laufásvegi 6 hjá fósturforeldrum sínum, hjónun- um Sigurði Sigurðssyni, f. 1864, d. 1926, alþm. og ráðunaut Búnaðar- félagsins, og Björgu Guðmunds- dóttur, f. 1874, d. 1967, húsmóður. Sonja var í Miðbæjarskólanum, lauk prófum frá Kvennaskólanum í Reykjavík, flutti síðan til foreldra sinna í Svíþjóð og lauk íþrótta- kennaraprófi frá Kungliga Gymn- astiska Institutet í Stokkhólmi 1939. Sonja var íþróttakennari við Miðbæjarskólann, Kvenna- skólann, Húsmæðraskólann og Landakotsskóla, og kenndi hjá ýmsum íþróttafélögum, s.s. ÍR, Ár- manni, FH, Íþróttafélagi kvenna og Skautafélagi Reykjavíkur. Hún varð síðar prófdómari við alla grunnskóla og framhaldsskóla Reykjavíkur og samdi prófverk- efni, ásamt Sigríði Valgeirsdóttur íþróttakennara. Á stríðsárunum annaðist hún m.a. sundkennslu í tvö sumur í Flatey á Breiðafirði og í Reykholti í Biskupstungum. Sonja skrifaði á árunum 1949- 58 þættina Undir fjögur augu í Samtíðina, samdi leikþætti, kennsluefni fyrir líkamsþjálf- un vangefinna, ýmsa ferðaþætti og fleira. Hún á mikið óbirt efni í handritum. Sonja stofnaði Nesti hf. ásamt manni sínum árið 1957. Eft- ir lát eiginmannsins starfrækti hún Nesti til 1971. Þá tók tengdason- ur hennar við þar til fyrirtækið var selt til Olíufélagsins hf. 1997. Eft- ir 1971 starfaði Sonja hjá Styrktar- félagi vangefinna og Þroskaþjálfa- skóla Íslands við líkamsþjálfun vangefinna. Hún sótti námstefn- ur NFPU í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi og flutti erindi í þessum löndum. Einnig starfaði hún við Heilsuræktina í Glæsibæ og Jóga- stöðina og sótti fjölda námskeiða erlendis í jóga og heilsurækt. Sonja hefur verið sæmd gull- merki ÍKÍ og Íþróttafélags fatl- aðra. Sonja var formaður Kven- félags Kópavogs í eitt tímabil, hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Oddfellowregluna, er félagi í Gamma Delta og gegndi þar formennsku í sinni deild í eitt tímabil. Eiginmaður Sonju keypti land- skika við Selvatn á Mosfellsheiði 1941 og Sonja keypti síðan viðbót við landið sem nú er níu hektar- ar. Þau hófu þar skógrækt 1947 og eftir lát Axels hélt Sonja því starfi áfram af miklum myndarskap. Hún hefur fengið viðurkenningar fyrir störf sín að skógrækt, m.a. frá Mosfellsbæ 1987, Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur og SSH 1985. Fjölskylda Sonja giftist 22.5. 1943 Axel Helga- syni, f. 12.4. 1913, sem drukknaði í Heiðarvatni í Mýrdal 17.7. 1959, lögregluþjóni og síðar forstjóra í Reykjavík. Foreldrar hans voru Helgi Dagbjartsson, f. 1.8. 1877, drukknaði 6.3 1941, verkamað- ur í Vík í Mýrdal, og Ágústa Guð- mundsdóttir, f. 29.7 1885, d. 11.10. 1943, húsmóðir. Börn Sonju og Axels: Ingibjörg, f. 23.11. 1944, d. 29.11. 1944; Helgi Þór, f. 4.7. 1946, framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Guðfinnu Björk Helgadóttur verslunarstjóra, f. 22.2. 1948; Erla Björk, f. 12.4. 1948, myndlistarmaður, gift Guð- finni Rósinkranz Kjartanssyni, f. 17.3. 1945, framkvæmdastjóra; Anna Björg, f. 23.3. 1953, d. 6.9. 1953; Ósk, f. 20.11. 1954, sjúkra- þjálfari, gift Sigurjóni Sigurðsyni, f. 17.6. 1947, smið. Sonja giftist 1. 11. 1960, Ingólfi Sigurðssyni, f. 1.11. 1926, bifreið- arstjóra. Þau skildu. Systir Sonju er Ingrid, f. 20.7 1937, búsett í Stokkhólmi. Fósturbræður Sonju voru Geir Haukdal verslunarmaður; Sig- urður Haukdal, prófastur í Barða- strandarsýslu, síðar prestur að Bergþórshvoli. Foreldrar Sonju voru Helge Karlson, f. 20.2. 1895, d. 18.10. 1970, sjómaður í Svíþjóð, og k.h., Ingileif Stefanía Tómasdóttir, f. 6.11. 1897, d. 25.12. 1984, hús- móðir. Sonja dvelur á Droplaugarstöð- um en verður að heiman á afmæl- isdaginn. 90 ára á sunnudag Laufey Birna Þórðardóttir viðsKiptafræðingur í reyKjavíK Laufey fædd- ist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hún var í Hvassaleitis- skóla og Árbæj- arskóla, stund- aði nám við VÍ og lauk þaðan stúdentsprófi, stundaði síðan nám við HR og lauk þaðan prófi í viðskiptafræði. Laufey vann í unglingavinnu við Búrfellsvirkjun á vegum Landsvirkjunar, vann hjá Póstin- um fyrir jól á framhaldsskólaár- unum og eftir útskrift, starfaði hjá Símanum um skeið, starfaði við Landspítalann og hefur starfað hjá Deloitte frá því í ágúst sl. Laufey tók þátt í félagsstarfi með ungliðahreyfingu Rauða krossins á unglingsárunum. Fjölskylda Dóttir Laufeyjar er Katla Dimmey, f. 29.11. 2001. Hálfbróðir Laufeyjar er Ingi Hrafn Arnarsson, f. 4.7. 1990. Foreldrar Laufeyjar eru Guð- björg E. Ingólfsdóttir, f. 15.4. 1957, sérfræðingur hjá Fiskistofu, og Þórður J. Eyþórsson, f. 20.8. 1957, vörubílstjóri hjá Háfelli. 30 ára á föstudag 70 ára í gær Hermann JónSSon fyrrv. hreppstjóri í Lambanesi í fLjótum Hermann fæddist á Móskógum í Haganeshreppi og ólst upp á Mola- stöðum í Fljótum. Hann vann ýmis störf til sjós og lands 1954-60, var bóndi á Merkigili í Eyjafirði 1960-65, og var bóndi í Lambanesi á árunum 1965-2003 er hann hætti búskap og flutti til Sauðárkróks. Hermann hefur leikið á harmón- íku fyrir dansi og við ýmis tækifæri frá því á unglingsárunum og gerir enn. Hann sat í sóknarnefnd Barðskirkju um árabil, sat í stjórn Veiðifélags Miklavatns og Fljótár, sat í hrepps- nefnd Holtshrepps 1970-82 og sat í hreppsnefnd Fljótahrepps 1994-98, var hreppstjóri Holtshrepps 1982-89 og fyrsti og síðasti hreppstjóri Fljóta- hrepps frá 1989-98 er hrepparnir í Skagafirði sameinuðust. Hann syng- ur nú með Kór eldri borgara í Skaga- firði og situr í stjórn kórsins. Fjölskylda Hermann kvæntist 1.12. 1959 Auði Ketilsdóttur, f. 19.10. 1937, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Ketill S. Guð- jónsson, bóndi á Finnastöðum í Hrafnagilshreppi, og k.h., Hólmfríður Pálsdóttir húsfreyja. Sonur Hermanns og Auðar er Hafþór, f. 19.4. 1960, bifvélavirki og starfsmaður hjá Kraftbílum, búsett- ur á Akureyri, var kvæntur Agnesi Arnaldsdóttur og eiga þau þrjú börn, Bryndísi, f. 3.2. 1980, Hermann, f. 13.8. 1981, og Auði, f. 5.3. 1990. Seinni kona Hafþórs er Anna Steingríms- dóttir frá Laufhóli í Viðvíkursveit í Skagafirði. Systkini Hermanns: Alfreð, f. 1921, fyrrv. vegaverkstjóri á Sauðár- króki; Guðmundur, f. 1923, d. 1999, stofnandi og fyrrv. framkvæmda- stjóri BYKO í Kópavogi; Aðalbjörg, f. 1926, húsfreyja í Varmahlíð í Skaga- firði; Ásmundur, f. 1928, d. 1958; Sig- ríður, f. 1930, húsfreyja á Steinsstöð- um í Skagafirði; Svavar, f. 1931, fyrrv. umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, bú- settur á Sauðárkróki; Kristinn, f. 1932, fyrrv. strætisvagnastjóri í Reykjavík; Baldvin, f. 1934, fyrrv. verkamaður á Sauðárkróki; Halldóra, f. 1935, fyrrv. kjötvinnslukona á Selfossi; Pálmi, f. 1937, fyrrv. verkamaður í Danmörku; Lúðvík, f. 1940, verkamaður á Akur- eyri; Svala, f. 1945, húsmóðir á Sauð- árkróki. Foreldrar Hermanns voru Jón Guðmundsson, f. 3.9. 1900, d. 30.1. 1988, bóndi og hreppstjóri á Mola- stöðum, og k.h., Helga Guðrún Jós- efsdóttir, f. 12.7. 1901, d. 22.5. 1971, húsfreyja. Ætt Jón var sonur Guðmundar, b. á Neðra-Haganesi, bróður Jóns, afa Jóns Sveinssonar lögmanns. Guð- mundur var sonur Halldórs, b. á Stóra-Grindli Guðmundssonar, b. á Kjarvalsstöðum Einarssonar. Móðir Halldórs var Kristín, systir Margrétar, langömmu Kristínar Jónsdóttur list- málara. Kristín var dóttir Gísla, kon- rektors á Hólum Jónssonar, biskups á Hólum Teitssonar. Móðir Gísla var Margrét Finnsdóttir, biskups í Skál- holti Jónssonar. Móðir Kristínar var Ingiríður Halldórsdóttir, konrekt- ors á Hólum Hjálmarssonar. Móðir Halldórs var Filippía Pálsdóttir, systir Bjarna landlæknis. Móðir Guðmund- ar Halldórssonar var Kristín Anna Fil- ippusdóttir, b. á Illugastöðum, bróð- ur Guðmundar, b. á Kjarvalsstöðum. Móðir Kristínar var Anna Jónsdóttir, systir Guðrúnar, ömmu Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi. Móðir Jóns var Aðalbjörg Anna Pétursdóttir, b. á Sléttu, Jónssonar, b. á Utanverðunesi, Ólafssonar. Helga Guðrún var dóttir Jósefs, b. á Stóru-Reykjum í Flókadal Björnsson- ar, sem fórst með Haffrúnni við Skaga 1864, b. í Hvanndölum, Gíslasonar, b. í Saurbæ í Siglufirði, Hinrikssonar. óLi B. JónSSon f. 15. nóvember 1918, d. 8. febrúar 2005 Óli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, í Stóra-Skipholti á Bráðræðis- holtinu í Vesturbænum. Á unglings- árunum vann hann við uppskipun úr togurum, en stundaði síðan versl- unarstörf hjá Jes Zimsen og veiðar- færadeild Geysis. Þá starfaði hann hjá Vegagerð ríkisins um áratuga skeið og til sjötíu og fimm ára ald- urs er hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Óli stundaði nám í íþrótta- kennslu og útskrifaðist sem íþróttakennari 1946. Þá stund- aði hann framhaldsnám í knatt- spyrnuþjálfun, fyrstur Íslendinga, í Þýskalandi og Englandi. Hann hóf knattspyrnuþjálfun 1944 og var knattspyrnuþjálfari í tuttugu og fimm ár. Hanni var einn sigur- sælasti knattspyrnuþjálfari hér á landi, gerði meistaraflokk KR-inga að Íslandsmeisturum 1949, 1950, 1955, 1959 og 1961, gerði Keflvík- inga að Íslandsmeisturum 1964 og Valsmenn 1966 og 1967. Þá þjálfaði hann landslið Íslands sem sigraði Svía 4-3 árið 1951. Sjálfur lék Óli knattspyrnu í tut- tugu ár en þeir bræðurnir, fjórir að tölu, urðu allir Íslandsmeistarar með meistaraflokki KR, þar af Óli þrisvar sinnum, 1941, 1948 og 1949. Öll fé- lagsstörf Óla snerust um KR og KSÍ. Hann sat í tæknideild KSÍ í fjölda ára og var formaður hennar um árabil. Hann var sæmdur gullmerki ÍSÍ og æðsta heiðursmerki KSÍ, heiðurs- krossi, sem veitt er undir sérstökum kringumstæðum þeim mönnum sem unnið hafa knattspyrnuíþrótt- inni ómetanlegt gagn. Bræður Óla voru Sigurjón Jóns- son, f. 26.4. 1909, d. 15.5. 2005, járn- smíðameistari í Reykjavík; Hákon I. Jónsson, f. 1.11. 1912, d. 19.11. 2002, málarameistari í Reykjavík, og Guð- björn Jónsson, f. 19.3. 1921, d. 2.1. 2007, klæðskerameistari í Reykjavík. Foreldrar Óla voru Jón Jónsson afgreiðslumaður, og k.h., Þórunn H. Eyjólfsdóttir húsmóðir. Jón var son- ur Jóns, í Hólakoti, bróður Guðrún- ar í Hlíðarhúsum, langömmu Jóns Zoega lögmanns sem lengi var for- maður Vals. Jón var sonur Jóns, smiðs í Hólakoti Ingimundarsonar, í Norð- urkoti Jónssonar. Móðir Ingimundar var Guðrún Snorradóttir. Móðir Guð- rúnar var Þóra, systir Ingimundar á Hólum, langafa Magnúsar á Hrauni í Ölfusi, langafa Aldísar, móður Ell- erts Schram, KR-ings og fyrrv. forseta ÍSÍ. Annar bróðir Þóru var Ari, langafi Sigurðar, langafa Gunnars, Harðar og Bjarna Felixsona sem gerðu garðinn frægan, ásamt Ellert, með gullaldar- liði KR um og eftir 1960. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is merkir íslendingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.