Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Qupperneq 44
föstudagur 14. nóvember 200844 Matur & vín Fylgist vel með verði nú þegar verð á matvöru hefur hækkað upp úr öllu valdi er mikilvægt að vera vel vakandi yfir hvers kyns krepputilboðum. slátur, skrokkar, nauta- hakk og kjúklingabringur eru dæmi um matvörur sem hægt er að nálgast á krepputilboðum af og til en einnig hafa verið tilboð á hvers kyns kexi og öðru. notið krepputilboðin vel og safnið í kistuna því oft getur munað gífurlega á verði. umsjón: kolbrún pálína helgadóttir, kolbrun@dv.is Hnetusteik Villibráðin hefur ráðið hér ríkjum undanfarnar vikur og því eflaust kominn tími fyrir breytingar. Fyrir þá sem vilja halda sig við grænmeti býður Gestgjafinn lesendum DV upp á uppskrift að öðruvísi hnetusteik þessa vikuna. Uppi- staðan í steikinni er ætiþistlar. Sannkallaður veislumatur! umsjón: sigríður björk bragadóttir mynd: karl petersson Hnetusteik Fyrir 4-6 n 1 laukur, saxaður n 2 msk. olía n 1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir n 150 g sellerírót, rifin n 150 g sveppir, saxaðir n 1 msk. tómat-tapenade n 1 msk. kryddmauk frá geo, fæst í hagkaup n 1 tsk. salt n 50 g dagsgamalt brauð n 100 g heslihnetur n 100 g kasjúhnetur n 2 egg n 2 krukkur (2x400g) ætiþistlar, safi sigtaður frá og saxaðir hitið ofninn í 200°C. steikið lauk í olíu þar til hann fer að verða glær. bætið hvítlauk, sellerírót og sveppum út í og steikið áfram þar til allt er farið að mýkjast. setjið í stóra skál eða hrærivélarskál og leyfið hitanum að rjúka aðeins úr. bætið tapenade, kryddmauki og salti í. rífið eða saxið brauð smátt niður og malið í mat- vinnsluvél ásamt báðum tegundum af hnetum þar til blandan er orðin fínmöluð, blandið henni þá saman við laukblönduna. setjið egg og ætiþistla út í og hrærið allt vel saman. klæðið botn og hliðar á litlu jólakökuformi með smjörpappír. hellið deiginu í formið og sléttið yfirborðið. bakið hnetusteikina í 40 mín. berið fram með ofnbökuðu grænmeti, villisveppasósu og gjarnan einhverri sætri sultu. góð byrjun á góðu kvöldi nú er tími jólahlaðborðanna að ganga í garð sem og annarra mannamóta. mikið er um að vinahópar ætli að hittast fyrir jólin og njóta saman matar og drykkjar bæði á veitingahúsum sem og í heimahúsum. algengt er að fólk byrji kvöldið á áfengum fordrykk en það hentar ekki öllum. ef þú neytir ekki áfengis eða ert á bíl eru samt sem áður ótal leiðir til að búa til flottan fordrykk. dv tók saman uppskriftir að skemmtilegum óáfengum kokkteilum. öskubuska n 3 cl limesafi n 3 cl appelsínusafi n 3 cl ananassafi n mulinn ís n hristið fullkomin sítróna n 6 cl sítrónusafi n 1 msk. flórsykur n mulinn ís n hrært n glasið fyllt með sódavatni traustvekjandi n 4 cl appelsínusafi n 4 cl sítrónusafi n 1 cl grenadine n appelsína n kreistið safann úr hálfri appelsínu n hristið ástfangin n 8 cl eplasafi n 18 cl ananassafi n 3 cl grenadine n 3 cl sítrónusafi n klaki n hristið allt saman, drykkurinn passar í tvö glös. bjarnablús n 6 cl eplasafi n 3 cl ananassafi n 3 cl appelsínusafi n 1,5 cl grenadine n klaki n hristið villisveppasósa: fyrir 4-6 n 150-200 g villisveppir n 1 skalotlaukur, saxaður n 2-3 msk. smjör n 3 dl vatn n 1 grænmetisteningur n 1 dl portvín n 2 dl rjómi n sósujafnari n salt og nýmalaður pipar steikið sveppi og lauk í smjöri. bætið vatni, grænmetisteningi og portvíni út í og látið sjóða 10-15 mín. hellið rjóma saman við, þykkið með sósujafnara og smakkið til með salti og pipar. allt hráefni fæst í verslunum hagkaupa. fylgihlutir eru frá versluninni heimili og hugmyndir Pabbakjúklingur Erlingur Hannesson „Ég ætla að bjóða upp á tvo skemmtilega rétti , annars vegar ódýran og einfaldan kjúklingarétt og hins vegar ljúffengan humar- forrétt.“ pabbakjúklingur: n 2 kjúklingar n krydd n smjör aðferð: 2 heilir kjúklingar hlutaðir niður og kryddaðir með season all og kjúklingakryddi. raðið bitunum í ofnskúffu, stingið skúffunni inn í 180°C heitan ofn og eldið í 1 klst. eftir 45 mínútur í ofninum er sett smjörklípa á bitana. borið fram með hrásalati, paprikusnakki og frönskum kartöflum. jólaHumar: n 1 kg skelflettur humar n 2 hvítlauksostar n 2-3 hvítlauksgeirar n 2 pelar af rjóma n hvítlauksduft og steinselja (þurrkuð) n salt og pipar aðferð: humarinn er steiktur í smjöri og kryddaður með hvítlauksdufti og svolitlu af steinselju. eftir u.þ.b. 3-4 mínútur er humarinn tekinn af pönnunni og settur í skál. Þá er rjóma og niðurskornum hvítlauks- osti skellt á pönnuna, ásamt pressuðum hvítlauk. látið ostinn bráðna í rjómanum við vægan hita. svo er humrinum bætt út í og hann látinn malla í ostasósunni í u.þ.b. 10 mínútur. bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. borið fram með ristuðu brauði og hvítvíni. Ég skora á Friðrik Ragnarsson, þjálfara meistaraflokks Grindavíkur í körfubolta. Friðrik er sagður vera nokkuð laginn í eldhúsinu og hann minna helst til á Jóa Fel. í eldamennsku og líkamsburðum. Matgæðingurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.