Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Qupperneq 46
„Þetta var allt annað en maður hafði nokkurn tímann séð áður,“ segir Sól- veig Sigurðardóttir en hún fór ásamt vinahjónum sínum, Auði Ólafsdótt- ur og Guðmundi T. Sigurðssyni, og börnum þeirra til Afríku og varði jól- um og áramótum þar. Hún segir ferð- ina án efa eina mestu upplifun lífs síns og hollt fyrir hvern mann að sjá hvernig lífið getur verið öðruvísi en maður hefur vanist. „Við flugum út 20. desember og að kvöldi 21. desember vorum við komin á áfangastað, Mabuto í Mósambík, en þangað vorum við komin til að heim- sækja vin okkar Jóhann Ragnar Páls- son og fjölskyldu en hann er kvæntur innfæddri konu. Hann hefur í mörg ár unnið fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands og það hefur lengi staðið til að heimsækja hann og við létum verða af því í fyrra,“ segir Sólveig Heimsótti Barnaþorp SOS Mesta upplifun Sólveigar í Afríku- ferðinni var þegar hún heimsótti Barnaþorp SOS á aðfangadag en þar fékk hún hinn raunverulega jólaanda beint í æð. „Við byrjuðum aðfanga- dag á því að fara í þorpið með gjafir frá fólki hér á Íslandi. Þar fengum við að hitta nokkra krakka og það var æð- islegt. Maður hefur svo oft heyrt fólk tala um að allar þessar gjafir og pen- ingar sem maður er að láta í hjálpar- starfið komist ekki til skila en þarna sá maður það svart á hvítu að svo er.“ Þorpið er þannig uppbyggt að börnin búa nokkur saman í húsi og í hverju húsi er svokölluð mamma sem sér um þau. Þar er líka ræktað græn- meti og ávextir og er umhorfs eins og í Edengarði miðað við umhverfi þorps- ins. „Maður var bara með tárin í aug- unum yfir þessu ölllu saman. Seinni part dagsins ókum við ásamt Afífu, konu Jóa, út fyrir borgina en þar eiga þau landspildu þar sem hún ræktar ávexti og grænmeti og þar býr móð- urbróðir hennar í kofa og gætir eign- arinnar en við vorum að koma með vatn og mat fyrir hann. Það sem mér þótti eftirtektarvert þegar ekið var um götur og vegi var fólksmergðin og hvað var hægt að troða mörgum í bíl- ana enda skildist manni að oft dytti fólk af pallbílum á ferð og þá þyrfti það ekki að kemba hærurnar.“ Óvenjulegt jólahald „Við borðuðum jólamatinn með fjöl- skyldunni,“ segir Sólveig. „Kona vin- ar okkar á tvo uppkomna syni sem eru giftir og eiga börn svo þarna var margt um manninn og pakkaflóð- ið á sínum stað. Hér heima eiga all- ir sínar jólahefðir til dæmis að borða hangikjöt á jóladag og það gerðum við líka í Mósambík. Jóladagur er eini dagurinn sem fólk fær frí en hann er ekki eins heilagur og hérna heima því mér skilst að meirihluti þjóðar- innar sé múhameðstrúar. Þá er fólk bara að slappa af í garðinum, fá sér í glas og skemmta sér,“ segir hún. Sól- veig hafði mjög gaman af þessu þótt hún hafi saknað tveggja uppkom- inna dætra sinna sem voru heima á Íslandi. „Þetta var skrýtið en um leið sérstakt.“ Á austurströndinni yfir áramótin Milli jóla og nýárs var ekið í Krug- er-Park, safarígarð á landamærum Mósambík og Suður-Afríku. „Mér hefur venjulega ekki fundist spenn- andi að fara í dýragarða og var ekkert sértaklega spennt. En svo ók maður í gegnum garðinn og sá stóran hluta þeirra villtu dýra sem finnast í Afríku ganga við hliðina á sér, það var alveg meirháttar. Má meðal annars nefna fíla og gíraffa og ég veit ekki hvað,“ segir hún glöð í bragði. Næst var förinni heitið á aust- urströnd Suður- Afríku, flogið til Georgetown og keyrt þaðan til Plett- enburg þar sem þau hittu frændfólk Guðmundar, aðalskipuleggjanda ferðarinnar. Þar var stórfjölskyldan saman komin til að verja áramótun- um. „Í Plettenburg og nágrenni er hægt að hafa ýmislegt fyrir stafni og að sjálfsögðu nutum við þess að vera með fólki sem þekkti til. Til dæmis fór Óttar, yngri sonur Auðar og Guð- mundar, í hæsta teygjustökk í heimi fram af 216 metra hárri brú, við fór- um á stað þar sem við renndum okk- ur á vírum á ógnarhraða að manni fannst yfir árgil svo ekki sé minnst á skemmtilega gönguferð um skógi vaxin gil en svæðið er allt skorið djúpum giljum.“ Þaðan var haldið til Höfðaborg- ar þar sem þau vörðu nokkrum dög- um. „Við keyrðum meðal annars út á Góðrarvonarhöfða og fórum með kláf upp á Tablemountain sem gnæf- ir yfir borgina en þaðan er ægifagurt útsýni til allra átta.“ Vel skipulögð ferð Sólveig er mjög hrifin af Afríku og getur vel hugsað sér að fara þang- að aftur. „Ég hefði viljað vera leng- ur í Mósambík og sjá jafnvel meira af landsbyggðinni. Suður-Afríka er líka rosalega fallegt land og grósku- mikið.“ Síðustu daga ferðarinnar dvöldu þau í góðu yfirlæti hjá Kristínu Þórðardóttur, frænku Guðmund- ar, og manni hennar en hún býr skammt fyrir utan Jóhannesarborg. „Hún býr úti í buskanum svo ég noti hennar orð. Það var sérstakt að líta út um gluggann og sjá antilópur, gnýi og önnur dýr á vappi. Það var Gummi sem sá alfarið um skipulagninguna á ferðinni og þurfti ég ekki að hugsa fyrir neinu. Það var bara eins og að panta far með ferðaskrifstofu. Það er ekki spurning að ég fer aftur í svona ferð, sérstaklega ef Gummi skipuleggur hana, því auðvitað skipta ferðafé- lagarnir öllu máli í svona ferðum,“ segir Sólveig að lokum. föstudagur 14. nóvember 200846 Á ferðinni Staðreyndir um móSambík mósambík er í suðausturhluta afríku og liggur að Indlandshafi. Þar búa 19,5 milljónir manns og eru lífslíkur fólks ekki meiri en 42 ár. Höfuðborgin heitir maputo og er portúgalska opinbert tungumál. Langflestir íbúar landsins byggja afkomu sína á akuryrkju, svo sem maís og hrísgrjónum og eru helstu útflutningsvörurnar ál, jarðgas og skelfiskur en mósambík hefur yfir verðmætum humar- og rækjumiðum að ráða. umsjón: ásgeIr jónsson, asgeir@dv.is Sólveig og bryndíS skrifa frá ástralíu dýrt að vera íSlendingur fyrstu kynni okkar af ástralíu voru frekar kuldaleg. Það var töluvert kaldara og dýrara en í asíu. við héldum strax til erlu guðrúnar og ástralska kærastans hennar, Luke. erla er í mastersnámi í sydney en þar sem leigan þar er himinhá búa þau í bænum gosford sem er í klukku- stundar fjarlægð fra sydney. okkur til mikillar skelfingar komumst við að því að lestir, rútur og hostel eru mun dýrari en buddan okkar ræður við. Því var tekin einróma ákvörðun um það að fjárfesta skyldi í bíl sem hægt væri að sofa í. næstu dagar fóru í það að leita að góðum kagga. Luke var svo rosalega heppinn að vera bifvélavirki og fékk hann því að koma með okkur að skoða bíla. eftir mikla leit fundum við bíl i eigu miðaldra konu í sydney sem lofaði góðu. Luke var rifinn úr rekkju árla morguns og stefnan tekin til sydney. við fyrstu sýn leit bíllinn ágætlega út en eigandinn var ekki eins og hann lýsti sjálfum sér i auglýsingunni heldur ungur indverskur karlmaður. Illa lyktandi bíllinn var prufukeyrður og olli hann miklum vonbrigðum. Það setti svo punktinn yfir i-ið þegar Indverjinn bannaði okkur að bakka bílnum. Luke tók það ekki í mál og lét vaða. Þá ískraði og vældi bíllinn af sársauka. Þar sem við vorum jú komnar til sydney ákváðum við að nýta daginn í að rölta um borgina. Hún reyndist vera eins og hver önnur stórborg nema hvað við fengum að skoða hana a heitasta degi október i nokkur ár. 36 gráður, takk fyrir. Það bjargaði annars mislukkuðum degi að við náðum ad prútta hin fínustu surfbretti úr 300 dollurum í 80 dollara sem voru þá um 6.000 krónur. á 8. degi var svo keypt 88’ árgerð af nissan skyliner. Hann var nú reyndar ekki station-bíll en þolinmæði okkar var á þrotum. Þar sem Luke var okkar stoð og stytta í bílakaupunum var kagginn skýrður i höfuðið á honum – Luke skyliner. næst á dagskrá er svo „roadtrip“ upp austurströnd ástralíu. Sólveig Sigurðardóttir varði síðustu jólum á óvenjulegri hátt en Íslendingar eiga að venj- ast. Hún fór ásamt vinahjónum og börnum þeirra til Suður-Afríku og upplifði jólin að hætti innfæddra í Mósambík. Hún heimsótti einnig Barnaþorp SOS á sjálfan aðfangadag. „Maður var bara með tárin í augunum yfir þessu öllu saman.“ Á Tablemountain sólveig ásamt vinkonu sinni á tablemounta- in. Höfðaborg er í baksýn. Útsýnið úr glugganum sólveig segir það afar sérstakt að þetta sé útsýnið út um gluggann hjá sumum. í móSambík um jólin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.