Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 48
föstudagur 14. nóvember 200848 Helgarblað DV Banað vegna Bónorðs ricardo nav­arro setti sinn rómantíska þátt á sv­ið frammi fyrir milljónum sjónv­arpsáhorfenda. fyrrv­erandi kærasta hans, sem hann sagðist elska, hafði v­erið ginnt til að koma fram með honum í sjónv­arpsþætt- inum Patricia‘s Journal á stöð 3 í spænska sjónv­arpinu. Kærastan fyrrv­erandi, sv­etlana Orlov­a, skalf af ótta. Hún v­ar sú eina í myndv­eri sjónv­arpsstöðv­ar- innar sem v­issi um ofbeldishneigð ricardos. nav­arro kraup v­ið fætur sv­et- lönu og bað hennar í beinni útsendingu. skelfingu lostin gat sv­etlana aðeins stunið upp einu orði. Lesið um örlög sv­etlönu Orlov­a í næsta helgarblaði dv. Neyttu blóðs fórNarlambsiNs Stacey Mitchell var byrlað svefnlyf af morðingjum sínum og síðan barin ítrekað með steypuklumpi. Ástæð- an var afbrýðisemi samleigjanda hennar, Jessicu, sem hélt að Stacey væri hrifin af Valerie, kærustu Jess- icu. Kærusturnar nutu ásta á meðan líf Stacey fjaraði út og drukku síðan blóð hennar. Valerie og Jessica kysstust af ástríðu. Á gólfinu lá sextán ára bresk stúlka, Stacey Mitchell, sem nýlega hafði gerst samleigjandi þeirra í Perth í Ástralíu. Stacey lá fyrir dauðanum. Í tæpan klukkutíma mátti heyra í Stacey hryglurnar, en Valerie og Jessica voru á valdi lostans. Kannski hafði ofbeldið vak- ið lostann, kannski sú staðreynd að Valerie hafði framið hryllileg- an verknað til að sanna ást sína til Jessicu, eða sitt lítið af hvoru. Hvort heldur sem var elskuðuðust stúlk- urnar tvær á meðan líf Stacey fjar- aði út. Óþekkjanlegt andlit Herbergið var atað blóðslettum og andlit Stacey var óþekkjanlegt. Eftir barsmíðar Valerie var ásjóna Stac- ey orðin að óþekkjanlegum graut. Jessica hafði sett belti um háls hennar og hert að svo vinkonurn- ar yrðu aldrei framar „ónáðaðar“ af henni. Aldrei framar þyrftu þær að hlusta á stelpumasið í Stacey eða horfa á hana spranga um íbúðina í bikinítopp. Að endingu drógu Valerie og Jessica sig frá hvor annarri og tóku ljósmyndir af óhugnaðinum. Valerie Parashumti var hrifin af blóði, hún hafði reyndar drukkið eigið blóð frá tíu ára aldri. Henni líkaði tilhugsun- in um að hún væri blóðsuga. Þrátt fyrir að Jessica væri tveimur árum eldri var Valerie sterkari aðilinn og Jessica fylgdi henni. Mulið gler í viskíi Valerie hafði verið ónáðuð af syni eiganda hússins, David, þegar hún hafði verið að mylja gler í mortéli. Glersallann átti að setja í drykk Stacey síðar. David spurði hana hvað hún hygðist gera og Valer- ie sagði honum það. „Enginn ætti að eyðileggja hamingju þína og þú ættir að drepa hvern þann sem það reynir,“ sagði hún. Jessica var sannfærð um að Stacey væri að daðra við Valerie og Valerie vildi sýna svo ekki yrði um villst að hún kærði sig ekki um það. Hún vildi ekki Stacey, hún vildi Jessicu. Stacey hafði aðeins búið með vinkonunum í þrjá daga. Hún hafði sagt þeim að hún hefði hlaupist að heiman og að hún hefði flutt með foreldrum sínum til Ástralíu árið 2000, tíu ára að aldri. Valerie og Jessicu gat ekki staðið meira á sama. Þær kærðu sig ekki um að kynnast Stacey. Þær vildu einfaldlega losna við hana. Glersallinn víkur fyrir svefnlyfi David reyndi að telja lesbíunum tveimur hughvarf en án árangurs. „Farðu inn til þín og hækkaðu tón- listina,“ sagði Valerie við hann. Í sömu andrá og hún ætlaði að setja glersallann í viskí Stacey skipti hún um skoðun og ákvað að setja svefn- töflur í staðinn, en enginn skyldi koma í veg fyrir áform hennar. David hafði gert eins og Valerie hafði sagt honum, en heyrði hlát- urinn í stúlkunum þar sem þær sötruðu viskí í eldhúsinu. Skömmu síðar heyrði hann endurtekna dynki; Valerie var að slá Stacey í höfuðið með steypuklumpi. Dav- id hækkaði enn frekar í tónlistinni í tilraun til að yfirgnæfa hróp Stacey á hjálp. Síðan kom þögn. David gægðist fram á ganginn og hrópaði að hann vildi komast út úr húsinu. Jessica henti til hans svört- um bol og honum var gert að binda fyrir augu sín. Hún sagðist myndu hringja í hann þegar allt væri um garð gengið og þær hefðu losnað við lík Stacey. David ráfaði um göt- ur í nokkra stund, en hringdi síðan til að athuga hvort hann gæti farið heim. „Þetta er enn dálítið subbu- legt, en komdu bara,“ sagði Jessica. Hent í ruslagám Þegar David kom heim sýndu Jess- ica og Valerie honum myndband sem þær höfðu tekið af sér þar sem þær kysstust yfir blóðugu og hálf- nöktu líki Stacey. Þær sögðu hon- um að þær hefðu hent líki hennar í ruslagám í garðinum. Næstu fjóra daga ræddu þær hvernig best væri að losna við líkið. 24. desember 2006 kom lög- reglan að húsinu. Foreldrar Stacey höfðu saknað hennar og haft sam- band við lögregluna 17. desem- ber. Þrátt fyrir að þremenningarnir neituðu að vita nokkuð um strok- ustúlkuna fann lögreglan fljótlega lík hennar í ruslagámnum. David Haynes fékk eigin réttar- höld og hlaut tveggja ára dóm fyr- ir samsekt í ágúst 2007. Jessica Sta- sinowsky og Valerie Parashumti játuðu sekt í nóvember 2007. Rétt- arsálfræðingur sagði að Valerie þjáðist af persónuleikaröskun á háu stigi og væri heltekin af blóð- sugum og pyntingar og ofbeldi veittu henni kynferðislega örvun. Hvorug stúlknanna sýndi iðrun við réttarhöldin og flissuðu þeg- ar dómarinn bar nafn Parashumti vitlaust fram. Jessica Stasinowsky sagði nokkrum vikum eftir hand- tökuna að henni fyndist verst að dauðastríð Stacey hefði ekki varað lengur. Eina skiptið sem Jessica og Valer- ie sýndu tilfinningar var þegar þeim var tilkynnt að þær fengju ekki að hittast í fangelsinu. Þær hlutu báðar tuttugu og fjögurra ára dóm. Skömmu síðar heyrði hann endurtekna dynki; Valerie var að slá Stacey í höfuðið með steypuklumpi. Fórnarlamb afbrýðisemi morðið á henni átti að staðfesta ást valerie til Jessicu. Jessica Stasinowsky (t.v.) og Valerie Parashumpti sýndu enga iðrun v­egna hins óhugnanlega v­erknaðar síns. Stacey Mitchell Hafði aðeins búið með lesbíunum í þrjá daga þegar örlög hennar réðust. umsJón: KOLbeinn þOrsteinssOn, kolbeinn@dv­.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.