Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Qupperneq 52
föstudagur 14. nóvember 200852 Tækni Facebook-sími verður til símafyrirtækið 3 hefur hannað sérstakan facebook-síma. síminn inniheldur aðgang að netinu og þar af leiðandi facebook og hefur alla eiginleika eins og venjulegur sími. vill fyrirtækið stíla inn á að hann verði ódýrari en iPhone, blackberry og g1-símar svo fólk kjósi hann fremur en annað sem jólagjöfina í ár. síminn var kynntur í bret- landi, Hong Kong og Ástralíu á dögunum og fáanlegur frá og með næsta mánuði, í tæka tíð fyrir jólin. Þrátt fyrir að aðrir miðlar hafi á und- anförnum árum gengið til liðs við stafrænu byltinguna byggist bókaút- gáfa um heim allan enn á pappír og prentlit. Það kann þó að breytast nú og bókin, sem hefur verið í nær óbreyttu formi frá dögum Gutenbergs, taka á sig nýja mynd. Síðustu ár hafa nokkrar bókaútgáf- ur brugðið á það ráð að gefa út nýjar bækur í stafrænu formi við hlið hinn- ar hefðbundnu pappírsútgáfu en á næstu misserum má búast við hálf- gerðri byltingu í þessum geira. Undir lok síðasta mánaðar náðu bandarískir rithöfundar og útgefendur samkomu- lagi við vefrisann Google, en nokkur ár eru síðan fyrirtækið kom upp gríð- armiklum banka stafrænna bóka, lif- andi og látinna höfunda. Hægt hefur verið að lesa heilu bækurnar í þeim tilfellum þar sem höfundarréttur er genginn úr gildi og útdrátt eða valinn kafla þeirra bóka sem enn eru háð- ar höfundarrétti. Samkomulag síð- asta mánaðar felur hins vegar í sér að Google megi selja þær bækur sem enn eru háðar höfundarrétti en orðn- ar ófáanlegar hjá útgefanda. Sam- komulagið gildir aðeins innan Banda- ríkjanna en ljóst er að þetta er stærsti bóksölusamningur sem nokkru sinni hefur verið gerður og um leið hefur stærsta bókabúð heimsins litið dags- ins ljós. Töluverðar framfarir hafa orð- ið á þeim vélbúnaði sem í boði er til lesturs stafrænna bóka. Má þar sem dæmi nefna Amazon Kindle en auk þess að vera léttari en hefðbundin bók skartar Kindle þráðlausum bún- aði og er hægt að lesa netútgáfur dag- blaða gegnum búnaðinn, leita á Wi- kipedia eða skoða myndir og skjöl sem notandinn hefur sjálfur fært yfir á búnaðinn. palli@dv.is Viðamesti og stærsti bóksölusamningur heims var gerður milli Google og útgefenda: stærsta bókabúð veraldar GáFuðu GlerauGun Það kannast eflaust allir við það að týna bíllyklunum eða gleraugunum og geta ómögulega munað hvar þú lagðir það frá þér síðast. nú hefur hópur japanskra vísindamanna fundið lausn á þessum vanda með því sem þeir kalla smart goggle eða gáfuðu gleraugun. Þú einfaldlega segir gleraugunum hverju þú ert að leita að og þau leika fyrir þig vídeóupptöku af því þegar þú varst síðast með tiltekinn hlut. Innbyggð í gleraugun er pínulítil myndbands- upptökuvél og háþróaður tölvubúnaður sem leggur á minnið nafnið á hlutnum. HiminHátt tap á XboX allt frá því sala Xbox-leikjatölvunnar hófst fyrir þremur árum hafa stórfelldir vélbúnaðargallar í tölvunni valdið microsoft miklum búsifjum þrátt fyrir að fyrirtækið hafi aldrei viðurkennt opinberlega að um nokkurn galla sé að ræða. sam- keppnin við sony Playstation virðist hafa valdið því að hönnun og þróun vélbúnaðarins hafi verið hraðað allt of mikið og lítið sem ekkert gæðaeftirlit verið viðhaft. Kostnaður við framleiðslu varð hærri en söluverð og tap vegna gallaðra eintaka gífurlegt. talið er að microsoft hafi í heildina tapað sem nemur um 236 milljörðum íslenskra króna á ævintýrinu. Gmail með myndspjall google kynnti í vikunni nýjan möguleika fyrir notendur gmail- póstþjónustunnar en það er innbyggt myndspjall með hjálp viðbótar sem innsett er fyrir vafrana firefox 2.0+, safari 3.0, Ie7 og google Chrome. Hægt verður að nýta þennan möguleika innan gmail- viðmótsins, í sérstökum gluggum eða stækka þannig að myndin fylli skjáinn. Í fréttatilkynningu frá google segir að myndspjallið styðji eins og er stýrikerfin OsX, Windows XP og Windows vista . umsjón: PÁll svanssOn, palli@dv.is Annar viðbótarpakkinn við netleikinn World of Warcraft er kominn í búð- ir. Viðbótin ber nafnið World of War- craft: Wrath of the Lich King og hafa aðdáendur leiksins beðið hennar í of- væni. Á undan kom viðbótarpakkinn The Burning Crusade en hann seldist í 2,4 milljónum eintaka á fyrsta degi í Evrópu og Norður-Ameríku. Í Wrath of the Lich King er að finna fjöldann allan af viðbótum og gefst spilendum meðal annars tækifæri til þess að berjast við nákónginn sjálfan. Þá bætist við nýr karakter eða „class“ sem heitir Death Knight. Dauði ridd- arinn er partur af svokölluðu „Hero class“ sem er nýjung í WOW. Þá bæt- ist einnig við landsvæðið Northrend. Þetta er aðeins brot af þeim viðbótum sem er að finna í pakkanum en ýmis vopn og hluti er einnig að finna þar. Það má vissulega búast við því að Wrath of the Lich King muni seljast í milljónum eintaka en fyrir stuttu náði Blizzard nýjum hæðum í áskrifenda- fjölda að leiknum. Áskrifendur WOW eru núna orðnir 11 milljónir talsins um allan heim. Það gerir WOW lang- stærsta MMORPG-leik sem til er. Þar með eru um 62% sem spila slíka leiki á snærum WOW. Myndbrot úr leiknum hafa vakið mikla athygli á netinu en þar er ná- kóngurinn eða The Lich King kynnt- ur til leiks. Þar eru hans myrkraplön gerð ljós. Margir hafa haft á orði að nákóngurinn sé fulllíkur Sauron úr myndunum The Lord of the Rings en það dregur ekki úr spennu WOW- spilara. asgeir@dv.is Wrath of the Lich King er kominn í verslanir hér heima. WOW 11 milljónir manna eru nú áskrifendur. Önnur viðbótin við World of Warcraft er komin í búðir: storkaðu nákónGinum Amazon Kindle með þráðlausum búnaði er hægt að lesa netútgáfur dagblaða gegnum búnaðinn og ná í nýjar bækur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.