Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Page 2
mánudagur 1. desember 20082 Fréttir „Þetta er versti dagur sem ég hef átt í vinnunni, og þó var mér ekki sagt upp,“ segir Þóra Tómasdóttir, dag- skrárgerðarkona í Kastljósi, þegar hún lýsir andrúmsloftinu sem var á RÚV þegar rúmlega fjörutíu manns var sagt upp á föstudaginn. Í ljósi þess að frekari uppsagnir séu yfirvofandi, segir Þóra að það sé erfitt fyrir starfsfólkið að hafa slíkt hangandi yfir sér. Flestir, sem var sagt upp, störfuðu á fréttasviði RÚV. Að sögn Þóru koma uppsagnirnar illa við fréttastofuna því á sama tíma og fjölmiðlar mæta sívaxandi gagn- rýni þurfi þeir fréttamenn sem nú eru að störfum að framleiða mun fleiri fréttir á hverjum degi. Pressan sé gríðarleg. „En þetta er bara nokkuð sem öll stórfyrirtæki þurfa að takast á við í dag. Það er ekkert öðruvísi með RÚV þrátt fyrir að við séum í ríkis- eigu,“ segir Þóra. Dramatískur fundur Fundurinn sem var haldinn reynd- ist átakafundur en fyrr um daginn hafði fólki verið tilkynnt um upp- sagnirnar. Sumt starfsfólk var reitt vegna launa Páls og vegna þess að hann fengi til umráða lúxusjeppa. Meðal þeirra sem spurðu Pál út í þessi kjör var Þóra Tómasdóttir samkvæmt heimildum DV en sjálf vildi hún ekki tjá sig um fundinn. Svar Páls var að þetta væri hluti af hans launakjörum og þetta væri hans einkamál, hvernig hann verði sínum launum. Þóru svaraði hann með þeim hætti að hann væri ekki að spyrja hana út í hennar einka- hagi. Þá bentu nokkrir starfsmenn á kostnaðinn í Kastljósinu. Starfsmenn fréttu á fundinum að svæðisútsendingum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi verð- ur hætt, en þær hafa verið megin- þáttur í starfi svæð- isstöðvanna undanfarna tvo áratugi. Fyrir vikið hefur ver- ið stofnuð Facebook- síða en til- gangur henn- ar er að verja svæðisstöðvarnar. Í gærkvöldi voru andstæðingar þess að svæðis- bundnum útsendingum verði hætt orðnir 600 talsins. Einnig var gagnrýnt á fundinum að einstæðri móður hefði verið sagt upp. Þá segja heimildir að fundur- inn hafi verið dramatískur, margir starfsmenn virtust vera með kökk- inn í hálsinum. Fleiri reknir Starfsmenn Ríkisútvarpsins ohf. ótt- ast frekari uppsagnir fyrir áramót, en 44 var sagt upp um mánaðamót- in, föstum starfsmönnum sem og verktökum. Eigið fé félagsins er nánast upp- urið og óvissa ríkir þótt þegar hafi verið gripið til 700 milljóna króna niðurskurðar. Hann er sá mesti í sögu RÚV um langt árabil og nemur samanlögðum kostnaði við alla dag- skrárgerð Rásar 1 og Rásar 2 í heilt ár og gott betur svo dæmi sé tekið. Að- gerðirnar leggjast illa í starfsmenn RÚV sem fela bæði í sér uppsagn- ir og 7 til 11 prósenta tímabundna launalækkun, sem skila á 150 millj- óna króna sparnaði á einu ári. Um áramótin á nefskattur að leysa afnotagjöldin af hólmi sem helsti tekjustofn Ríkisútvarpsins. Í lögum um RÚV ohf., sem tóku gildi 1. febrúar 2007, er kveðið á um að nefskatturinn verði 14.580 krónur á hvern skattgreiðanda og lögaðila eða 1.215 krónur á mánuði. Ekki er ljóst enn hversu miklar grunntekj- ur RÚV af nefskattinum verða. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að miðað hafi verið við að nefskattur- inn stæði undir sambærilegum tekj- um og afnotagjaldið gerði að raun- virði árið 2006. „Með verðbótum yrði því 14.580 króna nefskatturinn liðlega 20.000 krónur í dag.“ Margoft ekki fengið útborgað Egill Helgason, sem sér um Silfur Egils og Kiljuna, tekur ástandinu með stóískri ró. „Það er náttúrlega dapurlegt hvernig er komið fyrir fjölmiðlum á Íslandi,“ segir Eg- ill en bætir við að hann hafi ekki tölu á því sjálfur hversu oft hann hafi misst vinnuna, ekki fengið útborgað, eða hreinlega hversu margar fjölmiðlakreppur hann hafi gengið í gegnum. „Þetta kemur þannig séð ekkert á óvart, menn virtust halda að það væri hægt að halda hér úti gríðarlega mörgum fjölmiðlum,“ segir Eg- ill en bendir jafnframt á að þetta sé dá- lítil hringrás. Áður hefur verið mik- ill uppgangur í fjölmiðlum og nefnir Egill árin 1985 til 1986 í því samhengi. Svo hafi aftur orðið upp- gangur rétt fyrir aldamótin síðustu. Hann segir að nú sé í raun tími fyrir fólk til þess að fara í nám, hafi það tök á því. Hann segir að það sé þó vont fyrir fólk að missa vinnuna í þessu árferði. Sjálfur býst hann við að taka á sig launalækkun líkt og aðrir starfsmenn. Hann viti þó ekki til þess að Silfur Egils muni verða með einhverju breyttu sniði. Starfsmenn sem fallbyssufóður Í miðri efnahagskreppunni er ljóst að auglýsingatekjur RÚV ohf. rýrna verulega jafnvel þótt ekki kæmi til skerðingar þeirra með nýrri laga- setningu. Verðlítil króna, verð- bólga og hækkandi kostnaður gerir ástandið enn verra varðandi inn- kaup á efni. Niðurskurðurinn, sem gripið var til fyrir helgi, kemur harðast niður á íþróttasviði RÚV, svæðisstöðvunum og texta- og vefsíðuþjónustu RÚV. Alls var 15 manns sagt upp störfum á fréttasviðinu. Kastljós missir 2 til 3 stöðugildi af 13 og verður að draga úr fréttaskýringum í vetur. Heildar- kostnaður Kastljóssins á ári nem- ur um 170 milljónum króna, en þar eru einnig taldar stefgreiðslur vegna tónlistarflutnings. Þá er gert ráð fyr- ir uppsögn samninga við þjónustu- fyrirtæki í einkaeign sem séð hafa um ýmsa dagskrárgerð fyrir RÚV. Þetta á til dæmis við um Gettu betur sem eftirleiðis verður framleitt inn- an veggja RÚV. Þannig missa einn- ig verktakar á almennum markaði spón úr aski sínum með niðurskurði hjá Ríkisútvarpinu. Helgi Seljan, dagskrárgerðar- maður í Kastljósi, er lítið hrif- inn af þróun mála og finnst sem starfsmenn RÚV séu notaðir sem fallbyssufóð- ur í átökum stjórnenda RÚV við ríkisvaldið. „Eins og niðurskurðurinn er kynntur hangir áfram yfir okkur að uppsagnarbréf kunni að vera í vændum. Það sjá allir hvernig það er að vinna undir slíkum að- stæðum, ekki síst á fjöl- miðlum. Hafi eitt- hvað dregið úr sjálfsritskoðun og meðvirkni fréttamiðla að undanförnu var þetta ekki besta send- ingin fyrir okkur.“ Páll Magnússon útvarps- stjóri seg- ir að 700 milljóna króna niður- skurð- urinn hafi miðast við tilteknar tekjufor- sendur yfir heilt ár. „Nú ríkir hins vegar óvissa um báðar þess- ar tekjuforsendur, nefskattinn og auglýsingatekjurnar. Mennta- málaráðherra lagði fram til- lögur síðastliðinn föstudag sem takmarka tekju- möguleika RÚV ohf. af auglýs- ingum. Á sama tíma vitum við ekki hvort okk- ur Margir starfsmenn RÚV ohf. telja að stjórnendur félagsins not- færi sér niðurskurð til þess að segja upp starfsmönnum sem hafa afskipti af réttinda- og kjarabaráttu starfsmanna. Þeir óttast frek- ari uppsagnir um næstu mánaðamót en gagnrýna ofurlaun ein- stakra starfsmanna, vaxandi launaójöfnuð og brotthvarf frá grundvallarreglum almannaútvarps. Útvarpsstjóri segir tekju- forsendur enn í uppnámi og framtíðin sé í höndum stjórnvalda. Niðurskurður og kraumaNdi óáNægja Helgi Seljan, dagskrár- gerðarmaður í Kast- ljósi, er lítið hrifinn af þróun mála og finnst sem starfsmenn RÚV séu notaðir sem fall- byssufóður í átökum stjórnenda RÚV ohf. við ríkisvaldið. jóhann haukSSon og valur grettiSSon blaðamenn skrifa: johannh@dv.is og valur@dv.is Þórhallur gunnarsson, dagskrár- stjóri Sjónvarpsins margir starfsmanna rÚV telja sig ekki eiga neitt sameiginlegt með starfsfólki Kastljóss sem hafi tvisvar sinnum hærri laun en aðrir. Páll Magnússon útvarpsstjóri „með verðbótum yrði því 14.580 króna nefskatturinn liðlega 20.000 krónur í dag.“ egill helgason segist hafa verið rekinn svo oft, ekki fengið útborgað næstum oftar og upplifað fjölmargar fjölmiðlakreppur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.