Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Blaðsíða 6
Róleg nótt
Aðfaranótt sunnudags var til-
tölulega róleg í flestum um-
dæmum lögreglunnar. Á höf-
uðborgarsvæðinu gistu þrír
fangageymslu en að sögn varð-
stjóra var nóttin með eindæm-
um róleg. Tveir voru teknir fyrir
ölvun við akstur á Selfossi og
einn fyrir grun um ölvunarakst-
ur. Á Akureyri var einn tekinn
fyrir ölvunarakstur. Að sögn
varðstjórans hjá lögreglunni í
Vestmannaeyjum var aðfaranótt
sunnudagsins „pollróleg eins
og alltaf“ og á Ísafirði var nóttin
sömuleiðis róleg.
mánudagur 1. desember 20086 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir nauðsynlegt að gleðja bæjarbúa í erfiðu efnahagsárferði:
Lækka leikskólagjöldin í kreppunni
„Með þessu móti bjóðum við upp á
einn ódýrasta leikskóla landsins. Það
þarf að gleðja fólk í kreppunni,“ seg-
ir Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri
Seyðisfjarðarkaupstaðar. Ákveðið
hefur verið að um næstu áramót verði
vistunargjald á leikskóla bæjarsins
lækkað úr 3.150 krónum á klukku-
stund í 1.575 krónur. Fyrir börn í for-
gangshópum þarf aðeins að greiða
970 krónur. Afsláttur fyrir annað barn
verður hækkaður úr 25 prósentum
og í 75 prósent. Eftir sem áður verður
gjaldfrjáls vistun fyrir þriðja barn.
Við breytingarnar fellur niður fjög-
urra tíma gjaldfrelsi mánaðarlega. Öll
börn frá 12 mánaða aldri komast að á
leikskólanum þar sem boðið er upp á
9,5 tíma vistun daglega.
„Við gerum okkar besta til að gera
vel við barnafjölskyldur,“ segir Ólafur.
Fleiri breytingar hafa þegar verið
gerðar á gjaldskrám bæjarins. Allir fá
frítt í sund og líkamsrækt til áramóta,
hvort sem um er að ræða Seyðfirðinga
eða aðkomufólk. Ólafur vekur sér-
staka athygli á þessu með hliðsjón af
því að námsmenn af landsbyggðinni
fá ekki frítt í strætó á höfuðborgar-
svæðinu, öfugt við heimafólk. „Mæt-
ingin hefur verið virkilega góð,“ segir
hann.
Frá áramótum verður síðan frítt í
sund fyrir 16 ára og yngri.
Undanfarna mánuði hefur útlán af
bókasafni bæjarins verið gjaldfrjálst.
„Aukningin hefur verið gífurleg. Fólk
virðist í þessu efnahagsástandi nýta
sér afþreyingu sem kostar ekki neitt,“
segir Ólafur en áður voru það helst
börn og ellilífeyrisþegar sem heim-
sóttu bókasafnið. erla@dv.is
Aukin aðsókn Ólafur Hr. sigurðsson
segir seyðfirðinga hafa sótt mikið í
sund og líkamsrækt eftir að hætt var
að taka gjald fyrir þjónustuna.
EKKI AFSKRIFAÐ HJÁ
MÉR SEGIR STYRMIR
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir skuldir sínar hjá
Landsbanka Íslands ekki hafa verið afskrifaðar. Hann skuldaði að minnsta kosti 80
milljónir um miðjan síðasta áratug. Áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins reyndu
að fá lán hans gjaldfellt þegar bankinn var í ríkiseigu.
Orðrómur hefur verið uppi um að
skuldir Styrmis Gunnarssonar, fyrr-
verandi ritstjóra Morgunblaðsins,
hjá Landsbankanum hafi verið af-
skrifaðar á þeim tíma sem Björgólfur
Guðmundsson var eigandi bankans
og Árvakurs. Styrmir segir skuldir
sínar hjá Landsbankanum ekki hafa
verið afskrifaðar.
Styrmir skuldaði að minnsta kosti
80 milljónir króna um miðjan síðasta
áratug á sama tíma og hann var rit-
stjóri Moggans. Þær skuldir fóru síðar
inn í Landsbankann en sem kunnugt
er eignaðist Björgólfur Guðmundsson
bankann þegar hann var einkavædd-
ur. Björgólfur eignaðist síðar Árvakur
á meðan Styrmir var ennþá ritstjóri.
80 milljónir
Styrmir sagði blaðamanni fyrir
tveimur árum að skuldirnar væru
raunverulegar en hann áskildi sér
rétt til að glíma við þær eins og
hver annar maður og án íhlutunar
eða hótana. Ekki er vitað til þess að
skuldir Styrmis hafi verið fluttar úr
Landsbankanum, en sem kunnugt
er hefur Björgólfur Guðmundsson,
aðaleigandi Landsbankans, jafn-
framt verið aðaleigandi Árvakurs
undanfarin ár. Samkvæmt heimild-
um DV áttu skuldir Styrmis að hafa
numið að minnsta kosti 80 millj-
ónum króna um miðjan síðasta
áratug. Orðrómur hefur verið uppi
undanfarið um að skuldir Styrmis
hjá Landsbankanum hafi verið af-
skrifaðar á þeim tíma sem Björgólf-
ur Guðmundsson var eigandi bank-
ans og Árvakurs.
Vildu gjaldfella lánin
Áður en bankinn var einkavæddur
var Styrmir í afar óþægilegri stöðu
gagnvart stjórn Árvakurs og forystu
Sjálfstæðisflokksins. Davíð Odds-
son hafði horn í síðu hans og tor-
tryggði hann vegna vinfengis við
Jón Baldvin Hannibalsson. Auk þess
hafði Morgunblaðið talað ákaft fyr-
ir auðlindagjaldi í sjávarútvegi sem
var þyrnir í augum LÍÚ og flokksins.
Sverrir Hermannsson, sem þá var
bankastjóri Landsbankans, segir
að svo langt hafi aðförin að Styrmi
gengið að Kjartan Gunnarsson, þá
bankaráðsmaður í Landsbankan-
um, hafi komið á hans fund og beðið
hann sem flokksbróður – ekki sem
bankastjóra – að gjaldfella skuldir
Styrmis í bankanum. Sverrir neitaði
en þó er ljóst að menn reyndu að
hafa áhrif á ritstjórastefnu Styrmis
með ýmsum brögðum, þar á með-
al með því að ógna því að lán hans
yrði gjaldfelt.
Óvissa
Ritstjórinn fyrrverandi skuldaði
Landsbankanum 80 milljónir á
sama tíma og Björgólfur var bæði
eigandi bankans og Morgunblaðs-
ins. Þannig var bankastjórinn
Björgólfur kominn í sömu stöðu
og Sverrir var í áður en bankinn
var einkavæddur. Skuldir Styrm-
is voru hins vegar aldrei gjaldfelld-
ar. En óvissa ríkir um það hvort
orðrómurinn sé sannur og að eig-
andi blaðsins hafi seinna afskrifað
skuldir Styrmis. Þegar blaðamaður
DV reyndi að spyrja Styrmi um það
hvort skuldir hans í Lansbanka Ís-
lands hefðu verið afskrifaðar keyrði
hann í burtu. „Nei, þær hafa ekki
verið afskrifaðar,“ sagði Styrmir við
blaðamann áður en hann var horf-
inn á bak og burt.
davíð Oddsson hafði
horn í síðu hans og
tortryggði hann vegna
vinfengis við Jón Bald-
vin Hannibalsson.
Ekki verið afskrifuð
styrmir gunnarsson vildi lítið
segja við blaðamann en
neitaði því þó að lán hans
hjá Landsbankanum hefðu
verið afskrifuð.
DV-mynD SiGtryGGur Ari
JÓn bJArki mAGnúSSon
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
Spölur tapar
Spölur ehf., rekstraraðili Hval-
fjarðarganganna, tapaði 336
milljónum króna á síðustu
12 mánuðum. Þetta eru mikil
umskipti því á sama tímabili í
fyrra nam hagnaður af rekstri
félagsins 282 milljónum króna.
Veggjald síðustu 12 mánaða
nemur 979 milljónum króna,
en til samanburðar nam gjaldið
1.040 milljónum króna á tólf
mánaða tímabili þar á undan.
Þessi lækkun nemur 5,8 pró-
sentum. Frá 1. júlí til 30. sept-
ember á þessu ári tapaði félagið
47 milljónum króna samanborið
við 112 milljóna króna hagnað
árið á undan.
Lítið um kaup og
sölu fasteigna
Þrjátíu og einum kaupsamningi
var þinglýst á höfuðborgarsvæð-
inu í síðustu viku samkvæmt
upplýsingum frá Fasteignamati
ríkisins. Í sömu viku á síðasta
ári var samtals 173 kaupsamn-
ingum þinglýst. Heildarvelta
með fasteignir í vikunni var 984
milljónir króna sem er tæplega
sex sinnum minna en það var á
sama tímabili í fyrra. Á Akur-
eyri var aðeins 6 kaupsamning-
um þinglýst í síðustu viku en
þeir voru 15 á sama tíma í fyrra.
Heildarveltan á Akureyri var 142
milljónir króna.
Kallaðir út til
aðstoðar
Björgunarsveitarmenn voru
kallaðir út til að aðstoða fólk
á ferð um Vatnsskarð í gær-
kvöldi. Þar var útsýni orðið
mjög slæmt vegna snjófjúks
og viðbúið að fólk kynni að
lenda í vandræðum. Þegar
DV fór í prentun í gærkvöldi
höfðu engin óhöpp eða slys
orðið en nokkur umferð var
um skarðið eins og gjarnt er
á sunnudögum þegar fólk er
á heimleið úr helgarferða-
lögum.