Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Page 9
mánudagur 1. desember 2008 9Fréttir Jólaljósin kviknuðu hvert á fætur öðru um helgina þegar kveikt var á ljósum jólatrjáa víðs vegar um landið. Dorrit Moussaieff forsetafrú tendraði jólaljósin í Kringlunni og Hallgrímur Helgason rithöfundur frumflutti kvæði sitt um hana Grýlu þegar kveikt var á Óslóartrénu á Austurvelli í Reykjavík. Safnað fyrir málstaðinn Fjöldi fólks var samankominn hvar þar sem kveikt var á ljósum jólatrjáa um helgina. Margir notuðu tækifærið til að hefja safnanir til styrktar þeim sem minna mega sín. Þannig hófst jólapakkasöfnun Kringlunnar sem unnin er í samvinnu við Fjölskyldu- hjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd og sömu sögu er að segja af jólasöfn- un Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þá kynnti Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra árlega jólaóróasölu sína þegar kveikt var á jólatrénu á Austurvelli. Matthías Matthíasson, fimm ára gamall, kveikti ljósin á jólatrénu á Austurvelli. Þar voru Grýla og jóla- sveinarnir mætt til að skemmta yngstu kynslóðinni í kuldanum sem setti mark sitt á hátíðahöldin víðast hvar. Von um betri framtíð Karl Sigurbjörnsson biskup fjall- aði um efnahagsmálin og áhrifin á landsmenn í predikun sinni í gær. „Látum aðventuljósin verða vonar- ljós um betri framtíð á Íslandi! Betra samfélag, með styrkari stoðum und- ir efnahag og atvinnu, betra við- skiptasiðferði, og enn traustara ör- yggisnet velferðarinnar. Það munum við áorka með þeim mannkostum sem íslensk þjóð hefur jafnan metið mest: heiðarleika, iðjusemi, réttsýni og umhyggju fyrir náunganum.“ Biskup minntist einnig á jóla- söfnun Hjálparstofnunar kirkjunn- ar í predikun sinni. „Frá öndverðu hefur það verið órofa tengt jóla- haldi kristinna manna að tjá þann þakkarhuga með því að auðsýna örlæti og umhyggju, góðvild og gjafmildi öðrum, og það ekki bara sínum nánustu. Jólasöfnun Hjálp- arstarfs kirkjunnar, sem hefst í dag, gefur tækifæri til þess. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu sem leggja fram fjármuni og aðstoð með marg- víslegu móti á þessari jólaföstu eins og þeim fyrri.“ JólalJós og kuldaboli Brynjólfur Þór GuðmundSSon fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is „Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu sem leggja fram fjármuni og aðstoð með marg- víslegu móti á þessari jólaföstu eins og þeim fyrri.“ Börnin syngja barnakór hóf upp raust sína og söng jólalög þegar kveikt var á jólatrénu í Kringlunni. mynd SiGtryGGur Ari fjör í Kópavogi margir mættu þegar kveikt var á ljósum jólatrésins í Kópavogi þar sem einn jólasveinninn brá upp sólgleraugum í birtu jólaljósanna. Ljósin voru kveikt á jólatrjám víðs vegar um landið um helgina. Á sama tíma var farið af stað með margvísleg- ar fjársafnanir til styrktar þeim sem minna mega sín. dorrit moussaieff forsetafrú kveikti á jólatré í Kringlunni en fimm ára piltur tendraði jólaljósin á Austurvelli. Safna pökkum Fjölmargar safnanir hófust í gær. Í Kringlunni hóf forsetafrúin jólapakkasöfnun Kringlunn- ar, Hjálparstarf kirkjunnar hóf jólasöfnun sína og styrktarfélag lamaðra og fatlaðra selur jólaóróa. mynd SiGtryGGur Ari jólin koma mörgum finnst ómissandi við upphaf aðventu að fylgjast með þegar ljósin eru tendruð á jólatrénu á austurvelli. mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.