Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Síða 10
mánudagur 1. desember 200810 Neytendur Dísilolía el d sn ey t i Gullinbrú verð á lítra 149,5 kr. verð á lítra 179,6 kr. Hafnarfjarðarhöfn verð á lítra 141,9 kr. verð á lítra 169,8 kr. Skógarhlíð verð á lítra 148,2 kr. verð á lítra 177,9 kr. bensín við Kænuna verð á lítra 141,5 kr. verð á lítra 169,5 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 141,8 kr. verð á lítra 169,7 kr. Fellsmúla verð á lítra 148,2 kr. verð á lítra 175,9 kr. Gagnavegi verð á lítra 148,0 kr. verð á lítra 178,1 kr. umsjón: baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is Sá sem leggur eina milljón inn á verðtryggðan reikning mun eftir þrjú ár eiga 1,4 milljón- ir, gangi verðbólguspá Seðlabanka Íslands eftir. Hagnaðurinn nemur 222 þúsund krónum, ef verðbólgan er dregin frá. Miðað við verðbólguspá Seðlabankans munu innistæður á hefðbundnum, óverðtryggðum, bankareikningum rýrna töluvert á næstu mánuðum. Milljón hækkar uM 400 þúsund Einstaklingur sem leggur eina millj- ón króna inn á verðtryggðan reikn- ing, með þriggja ára binditíma mun, að honum loknum, eiga rúmlega 1,4 milljónir, gangi verðbólguspá Seðla- banka Íslands eftir. Beinn hagnaður, með teknu tilliti til verðbólgu, verður 22,2 prósent eða 222 þúsund krón- ur. Ef þú ert einn af þeim sem áttu innistæður á hefðbundnum banka- bókum ættir þú að forða þeim það- an strax. Verðbólgan étur peningana Óverðtryggðir sparireikningar og kjörbækur gefa á bilinu 14 til 18 pró- senta vexti. Verðbólga þriggja síð- ustu mánaða jafngildir 21 prósenti á ársgrundvelli. Það þýðir að pen- ingar, sem fólk kann að eiga inni á óverðtryggðum reikningum rýrna sem nemur neikvæðum mismun á innlánsvöxtum og verðbólgu. Verð- bólgan étur upp peningana. Verð- tryggðir reikningar eru því einu áhættulausu staðirnir sem fólk get- ur geymt spariféð sitt. Það er þó að þeirri forsendu gefinni að loforð Geirs H. Haarde og ríkisstjórnarinn- ar, um að innistæður fólks í bönkum séu tryggar, haldi. Landsbankinn býður lægstu vextina Í Nýja Kaupþingi, Spron, Byr og Nýja Glitni eru innvextir á verðtryggð- um reikningum, sem bundnir eru til þriggja ára, 6,90 prósent. Í Nýja Landsbankanum eru vextirnir held- ur lægri, eða 6,70 prósent. Sá sem leggur um næsta áramóti 1.000.000 krónur inn á verðtryggð- an reikning, sem hefur 6,90 prósent vexti á eftir eitt ár 1.069.000 krónur. Ef miðað er við verðbólguspá Seðla- banka Íslands mun talan þó vera 1.210.000, en bankinn gerir ráð fyr- ir 14,1 prósenta verðbólgu að jafnaði á næsta ári. Það þýð- ir að allar vörur og þjónusta mun að jafnaði hækka um 14,1 prósent á næsta ári. Hagnaðurinn er 22% Eftir þrjú ár, þegar binditíman- um lýkur, stendur verðtryggði reikningurinn í 1.442.880 krón- um ef tekið er mið af verðbólgu- spá Seðlabankans til næstu þriggja ára. Hann gerir ráð fyrir að árið 2010 verði verðbólga 2,4 prósent og að hún verði 2,2 prósent árið 2011. Þó verður að gefa því gaum að verð- bólgumarkmið Seðlabankans, sem er 2,2 prósent, hefur ekki náðst frá því á vormánuðum 2004. Þegar búið er að draga verð- bólguna frá standa 222 þúsund krón- ur eftir, sem er beinn hagnaður af því að leggja eina milljón króna inn á verð- tryggðan reikning um næstu áramót. Upp- hæðin hefur þá hækkað um 22,2 pró- sent. Sá sem er reiðubúinn að geyma milljónina sína inn á verðtryggð- um reikning í fimm ár, getur feng- ið 7,30 prósent vexti hjá SPRON. Að þeim tíma loknum hefur upphæðin að raunvirði hækkað um 422 þúsund krónur, eða 42,2 prósent. Væntingavísitalan hefur aldrei verið lægri: NeiKvæðir NeyteNdur Íslendingar hafa ekki verið svartsýnni frá því mælingar hófust árið 2001. Gallup hefur í sjö ár reiknað út svokall- aða Væntingavísitölu. Hún mælistn ú 23,2 stig sem er langlægsta gildi vísi- tölunnar frá upphafi, að því er segir í greiningu Glitnis. Hæst var vísitalan í maí 2007 þegar hún var 154,9 stig. Væntingavísitala Gallup er byggð á fimm spurningum; mati á núver- andi efnahagsaðstæðum, vænting- um til efnahagslífsins eftir 6 mánuði, mati á núverandi ástandi í atvinnu- málum, væntingum til ástands í at- vinnumálum eftir 6 mánuði og vænt- ingum til heildartekna heimilisins eftir 6 mánuði. Það að Væntingavísitala Gallup sé á tilteknum tíma 100 merkir það að jafnmargir eru jákvæðir og neikvæðir í svörum sínum. Sé hún hærri en 100 þá eru fleiri jákvæðir og öfugt. Eins og áður sagði hefur Vænt- ingavísitalan aldrei mælst lægri. Í síðasta mánuði var vísitalan 59,2 stig en hún var fyrir ári 116 stig. Niður- staðan nú ætti ekki að koma á óvart í ljósi þeirra hamfara sem orðið hafa í efnahagsmálum þjóðarinnar. Á vef Glitnis segir enn fremur að Vænt- ingavísitalan hafi allsterka fylgni við einkaneyslu, sem mikið hafi dregist saman undanfarið. baldur@dv.is FryStu SteiKt GræNmeti Það er blóðugt að þurfa að henda mat vegna þess að hann hefur ekki verið nýttur. Eins og DV sagði frá í síðustu viku henda neytendur stórum hluta af því sem þeir kaupa beint í ruslið. Grænmeti skemmist oft á nokkr- um dögum, þrátt fyrir að vera geymt í kæli. Ef þú sérð fram á að þú munir ekki nota grænmetið sem til er í ísskápnum er þjóð- ráð að skera það niður, steikja á pönnu og frysta. Næst þegar þú eldar þarftu bara að kippa græn- metinu út og hita. FroSiN víNber í blaNdaraNN Fleira má frysta en steikt græn- meti. Vínber eru ávöxtur sem skemmist á fáeinum dögum, sé hans ekki neytt innan fárra daga eftir innkaup. Gott húsráð er að frysta vínberin og nota síðar í ferska drykki eða annað góðgæti sem sett er í blandara. Hið sama má gera með aðra ávexti. Ef þeir eru stórir er hins vegar ráðlegt að skera þá niður í hæfilega litla bita, svo ávöxturinn þiðni fyrr og blandarinn skemmist ekki. „Í Nýja Kaupþingi, Spron, Byr og Nýja Glitni eru innvextir á verðtryggðum reikn- ingum, sem bundnir eru til þriggja ára, 6,90 prósent.“ Telja verðbólgu munu minnka bankinn spáir að verðbólgan muni rýrna hratt á næsta ári og þarnæsta. n Lastið fær Hressing- arskálinn. Fyrir fáeinum dögum fór þangað ung kona ásamt vinum sínum og pantaði sér kökusneið. Sneiðin kom 50 mínútum síðar. Þegar hún lét óánægju sína í ljós brást þjónninn hinn versti við, að hennar sögn, en bauð þó gosið frítt. n Lofið að þessu sinni fær Hátækni. Viðskiptavinur fór með ónýtan síma til fyrirtæk- isins til þess að freista þess að bjarga símanúmerum. Viðvikið gerðu þeir bæði á styttri tíma og fyrir lægra verð en ráð hafði verið fyrir gert. sendIð loF eða lasT á neYTendur@dV.Is Peningarnir hlaðast upp ef þú leggur spariféð á verðtryggðan reikning. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.