Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Side 13
mánudagur 1. desember 2008 13Fréttir
Jólaæðið vestan hafs hófst með ósköpum í stórverslun Wal-Mart:
Líf kvenna LítiLs virði
Ekkert lát virðist vera á svokölluðum
„sæmdardrápum“ í Basra í Írak. Þvert á
móti hefur þeim fjölgað um sjötíu prósent
á þessu ári miðað við 2007. Þrátt fyrir að í
flestum tilfellum liggi ljóst fyrir hver hafi
framið slíkt morð er ekki hægt að merkja
fjölgun sakfellinga. Fjölskyldufeður leita
í auknum mæli til leigumorðingja til að
myrða kvenfólk sem að þeirra mati hafa
fært skömm yfir fjölskylduna. Líf kvenna
í Basra er ekki mikils virði.
Svonefndum „sæmdardrápum“ hef-
ur fjölgað um sjötíu prósent í Basra í
Írak á þessu ári. Stjórnvöld hafa við-
urkennt að það sé þeim um megn að
stemma stigu við morðum af þessum
toga.
Sakfellingum vegna þessara
morða hefur ekki fjölgað og það sem
af er þessu ári hefur áttatíu og ein
kona verið myrt fyrir að hafa fært
meinta skömm yfir fjölskyldu sína.
Aðeins fimm hafa verið sakfelldir.
Árið 2007 reiknaðist öryggisnefnd
Basra til að fjörutíu og sjö „sæmdar-
dráp“ hefðu verið framin, og það ár
voru þrír sakfelldir fyrir slík morð.
Lögfræðingur einn í bænum heldur
því fram að lögreglan haldi hlífiskildi
yfir ódæðismönnunum og að leigu-
morðingjar tækju jafnvel ekki meira
en sem nemur um fimmtán þúsund
krónum fyrir að myrða konur í Basra.
Vinátta kostaði lífið
Morðið á hinni sautján ára Rand
Abdel-Qader í apríl vakti hörð við-
brögð víða um heim. Í ljósi þess
fjölda „sæmdardrápa“ sem framin
hafa verið í Basra virðist sem reiði
alþjóðasamfélagsins hljóti lítinn
hljómgrunn í Írak.
Rand Abdel-Qader var myrt af
föður sínum vegna þess að hún hafði
orðið ástfangin af breskum hermanni
í Basra, en þeir fjögur þúsund bresku
hermenn sem voru í Basra yfirgáfu
bæinn í september síðastliðnum.
Rand Abdel-Qader hafði myndað
vináttutengsl við hermann sem hún
þekkti undir nafninu Paul, og þegar
fjölskyldan komst að því kæfði faðir
hennar hana og stakk hana ítrekað
með hnífi. Faðir hennar, Abdel-Qad-
er Ali, var handtekinn en síðar sleppt
án ákæru. Eiginkona hans, og móð-
ir Rand Abdel-Qader, skildi við hann
og fór í felur. En það var skamm-
góður vermir því hún var skotin af
óþekktum manni nokkrum vikum
síðar. Í viðtali við breska blaðið Ob-
server sagði faðir Rand Abdel-Qader
að lögreglan hefði óskað honum til
hamingju með drápið á dóttur hans.
Lögreglan sleppir
ódæðismönnum
Síðan Rand Abdel-Qader var myrt
hefur ástandið í Basra aðeins versn-
að í þessu tilliti, að sögn lögfræðinga
í bænum. Ali Azize Raja’a, írakskur
lögfræðingur, hefur sótt mál vegna
þrjátíu og tveggja „sæmdardrápa“
síðan 2004. Hann sagði að þrátt fyr-
ir nægar sannanir fyrir því hver hefði
framið hvert þeirra þrjátíu og tveggja
morða, hefði hann aðeins unnið
eitt mál. Að mati Ali Azize Raja’a er
stærsta málið sú ákvörðun lögregl-
unnar að sleppa ódæðismönnum
úr haldi, og af hverjum tíu sem eru
grunaðir hafa sjö yfirgefið Basra, og
lítil eða engin tilraun gerð til að leita
þá uppi.
Talið er að faðir Rand Abdel-Qad-
er sé einn þeirra sem yfirgefið hafa
Basra. Hann var í haldi lögreglunn-
ar í aðeins tvær klukkustundir. Ekki
er loku fyrir það skotið að viðskipta-
maður einn, sem hafði lýst föðurn-
um sem „hugrökkum“ manni hafi
látið fé af hendi rakna til föðurins og
tveggja sona, sem afneituðu móður
sinni þegar hún mótmælti morðinu
á Rand Abdel-Qader.
Líf kvenna lítils virði
Annar írakskur lögfræðingur, sem
ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í
viðtali við breska blaðið Guardian að
feður væru í auknum mæli farnir að
leita til leigumorðingja til að fram-
kvæma „sæmdardrápin“, sem síðan
væru stimpluð sem morð af trúar-
legum toga. „Líf þessara kvenna er
ekki meira virði en sem nemur eitt
hundrað bandaríkjadölum. Þú getur
fundið drápsmann á hverri kaffistofu
í Basra sem ræðir virði hvers lífs líkt
og hann væri að kaupa kjötstykki,“
sagði fyrrnefndur lögfræðingur.
Mariam Ayub Sattar, sem berst
fyrir réttindum kvenna í Basra, sagði
að hver sú kona sem staðin væri að
því að ræða við karlmann, sem ekki
væri eiginmaður hennar eða ættingi,
væri álitin vændisköna og henni
refsað. Fyrir tveimur vikum var sýru
skvett í andlit þriggja kvenna sem
voru staddar á markaði í Basra, eftir
að þær höfðu gefið sig á tal við karl-
kyns vin, sagði Sattar.
Við ramman reip að draga
Níu af tólf sjálfboðaliðssamtökum
hafa lagst af síðan innrásin var gerð í
Írak. Samband kvenréttindasamtaka
í Basra neyddist til að hætta starf-
semi í kjölfar líflátshótana vegna eft-
irmála morðsins á móður Rand Ab-
del-Qader í maí. Tvær þeirra kvenna
sem höfðu hjálpað móður Rand að
dyljast særðust.
Mannréttindaráðuneyti Íraks
vinnur að nýjum verkefnum sem
miða að því að binda enda á kynja-
misrétti í landinu, að sögn Hameed
Walled. En þar er við ramman reip að
draga, sagði Walled, því þó að lögð sé
áhersla á jafnrétti kynjanna í skólum
landsins hafi það lítið að segja ef for-
eldrar kenna hið gagnstæða innan
veggja heimilisins.
Jólasveinaskortur í Þýskalandi
Starfsmaður verslunar Wal-Mart á
Long Island var traðkaður til bana eft-
ir að dregist hafði að opna verslunina
nákvæmlega klukkan fimm að morgni
föstudags.
Starfsmaðurinn, Jdimytai Damour,
af havaískum uppruna, opnaði versl-
unina þrjár mínútur yfir fimm og eftir
það varð ekki við neitt ráðið. Hundr-
uð manna sem höfðu beðið fyrir utan
ruddust inn í búðina líkt og gripahjörð,
yfir Damour, í kapphlaupi um ryksug-
ur og mynddiska á niðursettu verði.
Lögreglan hefur farið yfir upptök-
ur úr eftirlitsmyndavélum í von um
að hægt verði að bera kennsl á þá sem
höfðu sig mest í frammi við barsmíðar
á hurðir verslunarinnar þegar klukk-
an hafði slegið fimm. Wal-Mart, líkt
og fjöldi annarra verslana í Bandaríkj-
unum, opnaði fyrr en ella á degi sem
gengur undir nafninu „Svarti föstudag-
ur“, dagurinn eftir þakkargjörðar-há-
tíðina, sem markar upphaf jólaversl-
unar í landinu.
Að sögn lögreglu höfðu um tvö þús-
und manns safnast saman fyrir utan
verslunina, og sagði Michael Fleming
hjá lögreglunni í Nassau-sýslu að fjöld-
inn hefði breyst í óðan múg áður en
búðin var opnuð, og verið „stjórnlaus“.
Aðrir starfsmenn verslunarinnar
reyndu að koma Damour til hjálpar, en
máttu sín lítils gegn óðum mannfjöld-
anum sem hafði ruðst inn með þeim
afleiðingum að hurðirnar fóru af löm-
unum og Damour tróðst undir.
Damour var með lífsmarki þeg-
ar sjúkraliðar komu á staðinn en lést
skömmu síðar á sjúkrahúsi.
Kimberly Cripps, sem varð vitni að
atburðinum, sagði að fólkið hefði hag-
að sér „eins og villidýr“. Þegar starfsfólk
verslunarinn tilkynnti að versluninni
yrði lokað vegna dauða starfsmanns-
ins hrópaði fólk: „Ég er búinn að bíða
í biðröð“. „Það hélt áfram að versla,“
sagði Cripps.
Traðkaður niður
Wal-Mart Þessi verslun tengist
fréttinni ekki beint.
Í viðtali við breska
blaðið Observer sagði
faðir Rand Abdel-
Qader að lögreglan
hefði óskað honum til
hamingju með drápið
á dóttur hans.
Konur í Írak Líf
þeirra er ekki hátt
metið í krónum talið.
Þórarinn Arnar Sævarsson lögg. fasteignasali, tas@kontakt.is
Heildverslun með neytendavörur fyrir konur. Ársvelta 100 mkr. Góður
hagnaður. Gæti hentað til flutnings út á land.
Útgáfufyrirtæki óskar eftir sameiningu.
Fyrirtæki í matvælaframleiðslu óskar eftir sameiningu.
Heildverslun með auglýsinga- og gjafavörur óskar eftir sameiningu.
Innflutningsfyrirtæki með bílavarahluti óskar eftir sameiningu.
Iðnfyrirtæki með innréttingar óskar eftir sameiningu.
Heildverslun með álprófíla óskar eftir sameiningu.
Þekkt bílasala á besta stað. Ársvelta 65 mkr.
Rótgróin heildverslun með tæki og rekstrarvörur fyrir heilbrigðisgeirann.
Ársvelta 120 mkr. EBITDA 15 mkr.
Meðalstór prentsmiðja óskar eftir sameiningu við traust fyrirtæki með
hagræðingu í huga. Ársvelta 170 mkr. EBITDA 30 mkr.
Þekkt, lítið hellulagninga- og jarðvinnufyrirtæki með 6 ára góða rekstrar-
sögu. Ársvelta 50 mkr. Tilvalið til sameiningar eða fyrir duglegan
mann sem vill fara í eigin rekstur.
Markaðsstjóri-meðeigandi óskast að bílaumboði.
Leiðandi hestavöruverslun með mjög góða staðsetningu. Ársvelta 100 mkr.
Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 600 mkr. •
Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Á • Vitum af fjölda fyrirtækja í öllum
atvinnugreinum sem vilja skoða sameiningar með hagræðingu í huga.
Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 600 mkr. •
Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 90 mkr. •
Engar skuldir. Mjög hagstætt dæmi fyrir fjárfesta.
Framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem þjónar fiskvinnslu og •
matvælafyrirtækjum. Ársvelta 50 mkr. EBITDA 6 mkr. Stöðugur vöxtur.
Rótgróið bílaþjónustufyrirtæki. Ársvelta 100 mkr. Auðveld kaup fyrir •
duglegan mann.
Heildverslun með neytendavörur fyrir konur. Ársvelta 100 mkr. Góður •
na ur. Gæti hentað til flutnings út á land.
Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 620 mkr. Skuldsett með •
hagstæðu erlendu láni.
Rótgróin heildverslun með tæki og rekstrarvörur fyrir heilbrigðisgeirann. •
Ársvelta 120 mkr. EBITDA 15 mkr.
Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með rekstrarvörur. Ársvelta 180 mkr. •
EBITDA 40 mkr.
Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is
Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhhildur@kontakt.is
Þórarinn rn r S v rsson lö g. fasteignasali, tas@kontakt.is
Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur, hoskuldur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson hdl. lögg. fasteignasali, sigurdur@kontakt.is
* Töffari á Akureyri
* Skítafýlubombur í Borgarbíói
* Mætti með saltfiskinn á ballið
* Rakvélablöðin borðuð með bestu lyst
* Lás opnaður með augnaráðinu
* Náði úrum, veskjum og brjósthaldara
* Uppskurður með berum höndum
* Morðhótun
* Löggubíl ekið undir áhrifum
* Hjartastopp í sjónvarpsviðtali
holar@simnet.is – www.holabok.is
Einlæg,
áhugaverð, fyndin,
átakanleg!