Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Page 15
mánudagur 1. desember 2008 15Ættfræði
80 ára í dag
30 ára
n Zanna Zuja Jöklaseli 25, Reykjavík
n Henry Fischer Hverfisgötu 35, Hafnarfjörður
n Robert Kazidróg Bugðufljóti 21, Mosfellsbær
n Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir Helgugötu 9,
Borgarnes
n Birgir Hilmarsson Seiðakvísl 26, Reykjavík
n Sólveig Margrét Sigurðardóttir Holtsflöt 6,
Akranes
n Laufey Lind Sturludóttir Vættaborgum 1,
Reykjavík
n Erla Björk Jónsdóttir Eggertsgötu 8, Reykjavík
n Axel Þór Kolbeinsson Breiðumörk 23, Hveragerði
n Hildur Björk Pálsdóttir Miðtúni 14, Selfoss
n Guðmundur Magni Ásgeirsson Heiðarbrún 23,
Hveragerði
n Finnbogi Óskarsson Lækjarhvammi 11,
Hafnarfjörður
40 ára
n Esther Safoah Neshaga 5, Reykjavík
n Natalia Molina Marchadesch Engjahlíð 1,
Hafnarfjörður
n Veselin Turinski Hvammseyri, Egilsstaðir
n Kristján Þórður Hrafnsson Brávallagötu 24,
Reykjavík
n Sigríður Heiða Ragnarsdóttir Möðrufelli 1,
Reykjavík
n Sigríður Vigdís Ólafsdóttir Smáragötu 4,
Vestmannaeyjar
n Anna Sigrún Jónsdóttir Auðbrekku 6, Húsavík
n Margrét Bergmann Tómasdóttir Norðurbyggð
25, Akureyri
n Þorkell Ingi Úlfarsson Vallarási 3, Reykjavík
n Erla Friðriksdóttir Ásklifi 4a, Stykkishólmur
n Bjarni Þórarinsson Stekkjarhvammi 46,
Hafnarfjörður
50 ára
n Alda Þorsteinsdóttir Vesturbergi 50, Reykjavík
n Svanhvít Ásmundsdóttir Lóranstöð Gufuskálum,
Hellissandur
n Hilmar R Konráðsson Kögunarhæð 2, Garðabær
n Sverrir Árnason Stigahlíð 88, Reykjavík
n Páll Heimir Ingólfsson Eyjum 1, Mosfellsbær
n Hlöðver Lúðvíksson Hrísholti 20, Selfoss
n Kristín Sigurðardóttir Kirkjuholti, Selfoss
n Eva Sigurðardóttir Eskihlíð 9, Sauðárkrókur
n Arnbjörn Arason Njörvasundi 24, Reykjavík
n Margrét Sigtryggsdóttir Háteigi, Vopnafjörður
n Ásrún Traustadóttir Kjarrhólum 11, Selfoss
n Manuel Da C Miranda De Oliveira Torfufelli 48,
Reykjavík
n Marianna Baldyga Eyravegi 48, Selfoss
n Ingibjörg Ólafsdóttir Lækjamótum, Borgarnes
n Júlíus Þ Steinarsson Meistaravöllum 9, Reykjavík
n Hákon Már Oddsson Bakkastöðum 115, Reykjavík
n Hallsteinn S Gestsson Sporðagrunni 4, Reykjavík
n Steinunn Ásbjörg Magnúsdóttir Leiðhömrum
9, Reykjavík
60 ára
n Helgi Benediktsson Austvaðsholti 1c, Hella
n Kristinn Björnsson Einholti 10c, Akureyri
n Haraldur Rafnar Laxalind 17, Kópavogur
n Björg Edda Friðþjófsdóttir Hofgerði 7a, Vogar
70 ára
n Guðrún Elísabet Friðriksdóttir Grundargötu 6,
Siglufjörður
n Halldór Helgason Túngötu 18, Ísafjörður
n Ólafur Þór Haraldsson Hlíðarvegi 33, Siglufjörður
n Guðrún Jónsdóttir Hlíðarvegi 75, Ólafsfjörður
n Jón Kjartansson Garðsenda 5, Reykjavík
n Reynir S Gústafsson Hrannarstíg 40, Grundar-
fjörður
n Edda Jóhanna Sigurðardóttir Langagerði 32,
Reykjavík
n Árni Hróbjartsson Stekkjargötu 71, Njarðvík
75 ára
n Bjarni Helgason Undralandi 2, Reykjavík
n Steinar Guðjónsson Neðstaleiti 5, Reykjavík
80 ára
n Kristín Nikulásdóttir Bólstaðarhlíð 60, Reykjavík
n Sigrún María Bjarnadóttir Bleiksárhlíð 14,
Eskifjörður
n Gunnar J Björnson Garðatorgi 17, Garðabær
n Sigríður Jónsdóttir Reynihvammi 36, Kópavogur
n Rólant Christiansen Fljótaseli 26, Reykjavík
85 ára
n Jóhann F Guðmundsson Sléttuvegi 11, Reykjavík
n Helga Ebenezersdóttir Búagrund 17, Reykjavík
n Friðdóra Jóhannesdóttir Hraunvangi 7,
Hafnarfjörður
Þorsteinn Gíslason
fyrrv.fiskimálastjóri
Þorsteinn fæddist í Kothúsum í Garði
og ólst upp á Krókvelli í Garði. Hann
tók kennarapróf frá KÍ 1952, próf
frá Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík 1953, stundaði framhaldsnám í
stjórnun og tæknigreinum sjávarút-
vegs í Danmörku og Noregi 1975-’76
og í Bandaríkjunum 1978 og hefur
sótt fjölda námskeiða í stjórnun og á
tæknisviði, hér á landi og erlendis.
Eftir að Þorsteinn hætti sem fiski-
málastjóri hóf hann nám við KHÍ og
lauk þaðan prófi frá smíðakennara-
deild. Þá kenndi hann við skólann í
tvö ár.
Þorsteinn var kennari í Gerða-
skóla í Garði 1953-’54 og skólastjóri
þar 1954-1960. Hann var stýrimað-
ur og skipstjóri á sumrin á tímabil-
inu 1953-’80 og landsþekkt aflakló,
kennari í Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1960-’82, varafiskimála-
stjóri 1969-’83 og fiskimálastjóri
1983-’93.
Þorsteinn var vþm. Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík 1967-’71, sat í
stjórn Fiskifélags Íslands 1969-’82,
í stjórn Síldarverksmiðju ríkisins
1971’93 og stjórnarformaður þar
1977-’93, í stjórn BÚR 1976-’82, í
stjórn Aflatryggingasjóðs og stjórn-
arformaður hans 1983-’86, í stjórn
Bjargráðasjóðs 1983-’93, í stjórn
Hafrannsóknastofnunar 1983-’93
og hefur setið í fjölda stjórnskipaðra
nefnda er fjalla um fræðslumál og
önnur málefni sjávarútvegsins.
Þorsteinn hefur skrifað fjölda
greina í innlend og erlend tíma-
rit um sjávarútveg og sjávarútvegs-
fræðslu.
Fjölskylda
Þorsteinn kvæntist 1.1. 1954 Vil-
borgu Vilmundardóttur, f. 31.7. 1931,
handavinnukennara. Foreldrar
hennar: Vilmundur Gíslason, bóndi
í Króki í Garðabæ, og k.h., Þorbjörg
Stefanía Guðjónsdóttir húsfreyja.
Börn Þorsteins og Vilborgar eru
Vilmundur Þorsteinsson, f. 8.10.
1954, stýrimaður, byggingameistari
og kennari, kvæntur Bjarneyju Sig-
urleifsdóttur og eru börn þeirra fjög-
ur; Gísli Þorsteinsson, f. 16.5. 1957,
lektor við KHÍ, búsettur í Kópavogi
en fyrri kona hans var Guðný Guð-
mundsdóttir og eignuðust þau tvö
börn. Seinni kona Gísla er Jolanta
Þorsteinsson; Hrefna Björg Þor-
steinsdóttir, f. 18.2. 1967, arkitekt í
Reykjavík en maður hennar er Guð-
mundur Löve; Þorbjörg Stefanía
Þorsteinsdóttir, f. 22.11. 1969, kenn-
ari við KHÍ, en maður hennar er Að-
albjörn Þórólfsson og eiga þau þrjú
börn.
Bræður Þorsteins: Eggert, f. 12.5.
1927, skipstjóri og aflakóngur, bú-
settur í Reykjavík; Árni, f. 25.2. 1942,
fórst í flugslysi í Mexíkó 1997, skip-
stjóri í Reykjavík, lengi starfsmaður
Sameinuðu þjóðanna við kennslu í
fiskveiðum og starfrækti eigið fyrir-
tæki, Isco og Ismar, ásamt öðrum.
Foreldrar Þorsteins voru Gísli
Árni Eggertsson, skipstjóri í Kot-
húsum í Garði, og k.h., Hrefna Þor-
steinsdóttir.
Ætt
Föðursystkini Þorsteins voru Þor-
steinn, faðir Eggerts, fyrrv. ráðherra,
og Guðmunda, amma Gunnars Arn-
ar Gunnarssonar listmálara. Gísli
Árni var sonur Eggerts, b. í Kothús-
um í Garði Gíslasonar, b. í Steinskoti
á Eyrarbakka Gíslasonar, b. í Bjólu-
hjáleigu í Holtum Gíslasonar, bróð-
ur Margrétar, langömmu Þorgríms,
föður Sigurgeirs heitins, ættfræðings
og blaðamanns á DV. Móðir Eggerts
var Gróa Eggertsdóttir, b. í Haga í
Holtum Eggertssonar og Þorbjargar
Brandsdóttur, skipasmiðs og skálds
í Kirkjuvogi í Höfnum Guðmunds-
sonar, b. í Kirkjuvogi Brandssonar,
b. í Rimhúsum undir Eyjafjöllum
Bjarnasonar, ættföður Víkingslækj-
arættar Halldórssonar. Móðir Þor-
bjargar var Gróa Hafliðadóttir, b.
í Kirkjuvogi Árnasonar, b. í Hábæ
Þórðarsonar, bróður Hafliða, afa
Þorleifs ríka á Háeyri, langafa Jóns
Sveinbjörnssonar prófessors. Haf-
liði var einnig langafi Einars, langafa
Ingvars Vilhjálmssonar útgerðar-
manns. Móðir Gísla Árna var Guð-
ríður Árnadóttir, b. í Lunansholti á
Landi Jónssonar og Helgu Gísladótt-
ur, b. í Flagveltu, bróður Guðmund-
ar á Keldum, langafa Jóns Helga-
sonar, prófessors og skálds. Gísli var
sonur Brynjólfs, b. í Vestur-Kirkjubæ
Stefánssonar, b. í Árbæ Bjarnasonar,
bróður Brands í Rimhúsum.
Hrefna er dóttir Þorsteins, sjó-
manns í Lambhúsum í Garði Ívars-
sonar, b. í Lambhúsum Þorsteins-
sonar. Móðir Þorsteins var Ólöf,
systir Sigríðar, ömmu Jóhannesar
Zoëga, fyrrv. hitaveitustjóra, föður
Benedikts stærðfræðings. Ólöf var
dóttir Davíðs, b. í Miðsandi á Hval-
fjarðarströnd Björnssonar, bróður
Björns á Breiðabólstað, langafa Sig-
urðar Jóhannssonar vegamálastjóra
og Signýjar Sen, fyrrv. fulltrúa lög-
reglustjóra.
Þorsteinn heldur upp á daginn
með afkomendum sínum.
Til
hamingju
með
afmælið!
Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp. Hann var í Miðbæjarskólan-
um, Austurbæjarskólanum, stundaði
nám við Kvöldskóla KFUM, stund-
aði nám við Iðnskólann í Reykjavík,
lærði rafveituvirkjun hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur og lauk prófi í þeirri
grein 1949, stundaði framhaldsnám í
straumvinnu, vinnu á háspennulögn-
um undir spennu, í Bandaríkjun-
um 1954-55 og stundaði síðan fram-
haldsnám í stórlínubyggingum 1958,
lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1975, öðl-
aðist meistararéttindi í þeirri grein
sama ár og öðlaðist meistararéttindi
í rafveituvirkjun 1992.
Jón var línumaður hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur og vann jafnframt
við jarðtengingar til 1965, starfaði
sjálfstætt við uppsetningar á sjón-
varpsloftnetum 1965-68, hóf störf hjá
Landsvirkjun 1969 og starfaði þar til
1999. Hann var þar fyrst eftirlitsmað-
ur við línubyggingu á Búrfellslínu I,
síðar við Búrfellslínu II, 1973, við Sig-
öldulínu og Hrauneyjarfosslínu en
starfaði sem rafvirki við spennistöðv-
ar frá 1983.
Jón varð þrisvar sinnum Íslands-
meistari í hnefaleikum.
Jón er félagi í Kiwanisklúbbnum
Esju og hefur setið í stjórn hans.
Fjölskylda
Jón kvæntist 1956 Svövu Gunnars-
dóttur, f. 11.6. 1934, húsmóður. Hún
er dóttir Gunnars Eyjólfssonar, f. 24.4.
1894, d. 10.10. 1969, bónda í Þykkva-
bæ, og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur, f.
5.2. 1898, d. 23.12. 1960, húsfreyju.
Börn Jóns og Svövu eru Ásthild-
ur Jónsdóttir, f. 7.9. 1954, húsmóðir í
Reykjavík en maður hennar er Ásgeir
Guðmundsson og eiga þau tvö börn;
Helena Dagbjört Jónsdóttir, f. 9.9.
1956, húsmóðir í Kaupmannahöfn
en maður hennar er Jónas Ingi Ott-
ósson, og á hún fjögur börn; Íris Hera
Norðfjörð Jónsdóttir, f. 16.7. 1958, rek-
ur veitingahúsið Kryddlegin hjörtu í
Reykjavík en maður hennar er Hafþór
Rúnar Gestsson og á hún tvær dætur;
Reynir Jónsson, f. 13.5. 1960, línumað-
ur, búsettur í Reykjavík en kona hans
er Yonne Vive Madsen og á hann eina
dóttur auk þess sem hún á tvö börn;
Guðrún Norðfjörð Jónsdóttir, f. 5.2.
1962, sölumaður í Reykjavík og á hún
einn son; Gunnar Jónsson, f. 27.12.
1963, verslunarmaður í Mosfellsbæ;
Þorleifur Jónsson, f. 3.10. 1965, veit-
ingamaður í Reykjavík en kona hans
er Katrín Elísa Bernhöft og eiga þau
tvo syni auk þess sem hann á tvö börn
frá því áður.
Jón er sonur Vilhjálms Björg-
vins Guðmundssonar, (Vilhjálms frá
Skáholti), f. 29.12. 1907, d. 4.8. 1963,
skálds og verslunarmanns í Reykja-
vík, og Guðmundu Dagbjartar Guð-
mundsdóttur, f. 20.2. 1908, húsmóður
í Garðabæ
Jón norðfjörð Vilhjálmsson
rafveituvirkjunarmeistari og rafvirkjameistari
80 ára í dag
Þorsteinn við springinn á jóni
kjartanssyni (áður jörundi) en Þorsteinn
og alli ríki áttu það skip saman í sjö ár.