Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Síða 4
ÁLFHEIÐUR RÉÐ VINKONU SÍNA 4 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 FRÉTTIR ÖGMUNDUR ENN ORÐAÐUR VIÐ RÁÐHERRASTÓL n Ekki er allt sem sýnist þótt Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hafi slegið nokkuð á orðróm um breytingar á ríkisstjórninni í nálægri framtíð. Heimildir herma að Ögmundur Jónasson taki á ný sæti í ríkisstjórninni einhvern tíma milli páska og sveitarstjórn- arkosninganna sem verða síðasta laugardag í maí. Ekkert er vitað um það hver látinn yrði standa upp úr ráðherrastól fyrir Ögmund. Það sem tyllir þó undir þá skoðun Steingríms, að ekki liggi lífið á, er að svo virðist sem mesti vindurinn sé nú úr villta vinstrinu innan VG eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna um Icesave. Þar með yrði órólega deildin innan VG að finna sér ný ágreiningsmál til að halda ríkisstjórninni áfram í herkví. ERFIÐIR TÍMAR n Ekkert er ofsagt um hremmingar fréttamiðla á liðlega 300 þúsund manna málsvæði. Þetta á ekki síst við um dagblöðin sem halda úti dýrum einingum til öflunar og úrvinnslu frétta. Fréttir þeirra fara, eins og fréttir annarra miðla, inn á netið og verða þar næring annarra vefmiðla án þess að tekjur komi á móti. Fregnir berast af því að hallarekstur Morgunblaðsins sé engu minni en áður og sé í þann veginn að gera Óskar Magnússon útgáfustjóra grá- hærðan. DV er til sölu og samdráttur auglýsingatekna, einu tekjulindar Fréttablaðsins, er sagður mun meiri hjá blaðinu en öðrum miðlum 365. SÓLARHRINGURINN ÞEGAR ALLT SKALF n Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblðasins segir frá því í hrunbók sinni „Umsátrið“ að Geir H. Haarde og Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra hafi heyrt fyrst í nóvember 2005 af því að mögulega gæti íslenska bankakerfið hrunið. Gengu þeir á fund seðla- bankamanna. „Á fundinum sagði Davíð Oddsson, sem þá hafði verið formaður bankastjórnar Seðlabankans í tæpa tvo mánuði, að íslenzka bankakerfið gæti hrun- ið.“ Þegar litla kreppan reið yfir árið 2006 hélt Davíð leynifund heima hjá sér í Fáfnisnesinu. Heimildir herma að þá hafi bankakerfið verið sólar- hing frá hruni að mati viðstaddra. Það fékk enginn að vita, ekki einu sinni eftir á. SÉRHAGSMUNIR OG SMEKKLEG SPURNING n Ásbjörn Óttarsson, útgerðar- maður og þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sór og sárt við lagði í umræðum um sjávaráutvegs- mál á Alþingi í vikunni að hann talaði ekki fyrir sérhagsmunum. Björn Valur Gíslason, VG, hafði spurt hann formálalaust hvort frumvarp sjávarútvegsráð- herra hefði áhrif á rekstur útgerðar hans, hvort hann hefði hagsmuna að gæta og hverjir þeir væru. „Þetta var smekkleg spurning... Ég upplýsi að ég er ekki að gæta eigin hagsmuna og mun ekki gera... Ég árétta að ég mun hér eftir sem hingað til passa mig á því að vera ekki að tala fyrir einhverjum sérhagsmunum.“ SANDKORN Álfheiður Ingadóttir, heilbrigð- isráðherra og þingmaður vinstri grænna, réð í síðustu viku Guð- rúnu Ágústsdóttur til að fara fyrir dómnefnd í samkeppni um bygg- ingu nýs Landspítala. Guðrún er eiginkona Svavars Gestssonar, fyrr- verandi ráðherra og sendiherra og fyrrverandi aðalasamningamanns Íslands í Icesave-deilunni, og jafn- framt góð vinkona Álfheiðar sam- kvæmt heimildum DV. Skipun dómnefndarinnar var til- kynnt 12. mars síðastliðinn. Um er að ræða 9 manna dómnefnd sem valin var af Arkitektafélagi Íslands, Land- spítalanum, Háskóla Íslands, Verk- fræðingafélagi Íslands og heilbrigð- isráðherra. Ráðherra skipaði tvo af nefndarmönnunum níu og voru það áðurnefnd Guðrún og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, sem valin voru í nefndina. Pólitísk tengsl Dómnefndin hefur það hlutverk að fara yfir tillögur frá fimm hönnunar- teymum um hvernig 66 þúsund fer- metra nýbygging Landspítalans eigi að líta út og hvernig skipulagið eigi að vera á lóð hans við Hringbraut. Tillögurnar fimm eiga að liggja fyr- ir 10. júní í ár og á dómnefndin að kynna niðurstöðu sína 9. júlí. Bæði Guðrún og Svavar hafa því fengið tímabundnar stöður frá hinu opinbera eftir að vinstri grænir komust í ríkisstjórn í fyrra. Svavar var valinn til að fara fyr- ir Ice save-samninganefndinni og Guðrún fer nú fyrir Landspítala- dómnefndinni. Þess skal einn- ig getið að Svan dís Svavarsdóttir, þingmaður vinstri grænna og um- hverfisráðherra, er dóttir Svavars Gestssonar. Álfheiður og Guðrún eru sömu- leiðis fyrrverandi samflokksmenn úr Alþýðubandalaginu sáluga en sú fyrrnefnda var varaþingmað- ur flokksins á sínum og Guðrún var borgarfulltrúi flokksins um áralangt skeið. Reynsla og þekking réð valinu segir ráðherra DV leitaði eftir svörum frá heilbrigð- isráðuneytinu og Álfheiði Ingadótt- ur heilbrigðisráðherra um á hvaða forsendum Guðrún hefði verið valin til að fara fyrir nefndinni. Álfheiður tók það fram að það væri mat hennar að vel hafi tek- ist til við tilnefningar og skipanir í dómnefnd í samkeppni um nýjan Landspítala. Hún sagði að í nefnd- ina hefði valist fólk sem búi að yf- irgripsmikilli þekkingu og reynslu sem muni nýtast vel við mat á hönn- unartillögum vegna nýbyggingar Landspítalans. Af svari ráðherrans að dæma voru það því ekki þau vina- og flokkspólitísku tengsl sem réðu því að Guðrún var valin til að fara fyrir nefndinni heldur voru það faglegar ástæður sem þar lágu að baki. Reynsla af borgarmálunum Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn DV um ráðningu Guðrúnar kemur fram að reynsla og þekking Guðrún- ar sé meðal annars sú að hún hafi þrisvar sinnum áður setið í dóm- nefnd vegna samkeppni um bygg- ingarhönnun eða skipulagsþætti og öðru sinni sem formaður slíkrar dómnefndar. Jafnframt segir í svarinu að Guð- rún hafi setið í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar í 13 ár, frá 1986 til 1999. Þar af hafi Guðrún verið for- maður skipulagsnefndar í 5 ár – frá 1994 til 1999 og verið forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur frá 1994-1999. Þá hafi Guðrún ýmist verið aðal- eða varaborgarfulltrúi í Reykjavík í 21 ár. Af svari ráðuneytisins að dæma var Guðrún því valin í nefndina vegna þess að hún hafi mikla þekk- ingu af skipulagsmálum í borgar- samfélaginu frá þeim árum sem hún var í borgarstjórn. Ráðherra ákveður launin DV leitaði sömuleiðis svara hjá heil- brigðisráðuneytinu um hversu há laun Guðrún fengi fyrir að sitja í dómnefndinni. Í svari ráðuneytis- ins kemur að Guðrún muni fá greitt samkvæmt ákvörðun ráðherra og að launin muni taka mið af ákvörðun- um þóknunarnefndar fjármálaráðu- neytisins, meðal annars með tilliti til vinnuframlags dómnefndarmanna í slíkum nefndum. Í svari ráðuneytisins kemur fram að búast megi við því að dómnefndin um byggingu nýs Landspítala muni skila á milli 80 og 100 klukkustunda vinnuframlagi. Guðrún mun því fá greitt samkvæmt þessu. Álfheiður Inga-dóttir heilbrigð- isráðherra vill taka fram að það sé mat hennar að vel hafi tekist til við tilnefningar og skipanir í dómnefnd í samkeppni um nýjan Landspítala. Álfheiður Ingadóttir réð vinkonu sína, Guðrúnu Ág- ústsdóttur, til að fara fyrir dómnefnd um byggingu nýs Landspítala. Guðrún er eig- inkona Svavars Gestssonar. Álfheiður segir að reynsla og þekking Guðrúnar hafi ráðið vali hennar í nefndina. Laun Guðrúnar verða ákveðin af ráðherra og miðast við vinnu- framlag Guðrúnar í nefndinni. Vinkonan fékk stöðuna Álfheiður Ingadóttir skipaði vinkonu sína Guðrúnu Ágústs- dóttur yfir dómnefnd sem velja á tillögu um byggingu nýs Landsspítala. Hjónin Guðrún og eiginmaður hennar, Svavar Gestsson, hafa bæði fengið tíma- bundnar stöður hjá hinu opinbera í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar: Svavar var valinn sem aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave-deilunni og Guðrún er yfir dómnefndinni um byggingu nýs Landsspítala. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.