Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 14
Ef Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing hefðu verið bandarískir bankar hefðu gjaldþrot þeirra komist á spjöld sög- unnar sem allra mestu gjaldþrotin í sögu Bandaríkjanna. Gjaldþrot Kaup- þings var töluvert stærra en hið fræga gjaldþrot stórfyrirtækisins Enron sem vakti heimsathygli. Á þessu hefur Jared Bibler, rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins, vakið athygli. Áður en bankarnir Lehman Broth- ers og Washington Mutual og iðnris- inn General Motors féllu hafði að- eins eitt bandarískt gjaldþrot verið stærra en fall Kaupþings, en það var gjaldþrot bandaríska fjarskiptarisans WorldCom árið 2002. Lítið verið rætt Jared Bibler benti á það í grein í Morgunblaðinu á dögunum að ís- lenska efnahagshrunið og fall bank- anna hefði jafngilt 140 Northern Rock-áföllum í Bretlandi og ef 300 bankar á stærð við Lehman Brothers hefðu hrunið samtímis. Sigurður G. Valgeirsson, fjöl- miðlafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, segir að Jared Bibler hafi tekið eftir því að fall íslensku bankanna hafði lítið verið sett í alþjóðlegt samhengi í íslenskri umræðu þrátt fyrir að nokk- ur tími sé nú liðinn frá falli þeirra. „Eins og Jared bendir á er fall bank- anna þriggja alþjóðlega sögulegur viðburður og því þykir honum mik- ilvægt að Íslendingar geti sett það í alþjóðlegt samhengi,“ segir Sigurður. Franski ráðherrann hló Þór Saari, hagfræðingur og þingmað- ur Hreyfingarinnar, segir að mik- ill munur sé á eftirmála hrunsins í Bandaríkjunum og á Íslandi. „Við höf- um ekki getað rannsakað gjaldþrot- in mikið. Bandaríkjamenn eru miklu stífari, handtaka fólk alveg um leið og kyrrsetja eigur þess. Ég mun lengi muna eftir heimsókn Pierre Lello- uche, Evrópumálaráðherra Frakka, sem kom hingað til lands í fyrra. Hann var alveg forviða yfir hruninu okkar og spurði fyrst: „Hvað er búið að handtaka marga?“ „Engan,“ var svarið. „Hvað er búið að frysta eigur margra?“ „Engra,“ sögðum við. „Af hverju ekki?“, spurði Lellouche stein- hissa. „Því við búum í réttarríki,“ svör- uðu Íslendingar. Þá fór hann bara að hlæja karlinn og hló og hló,“ segir Þór. „Umhverfið var eins og í villta vestr- inu, lögin náðu ekki utan um menn.“ Hefðum átt að biðja um aðstoð „Heildarkostnaðurinn við hrunið er ekki nærri því kominn fram. Maður veit ekkert hvað menn eru að spá í tilraunum til að endurheimta eitt- hvað af verðmætum bankanna. Það verður mikið um afskriftir og allt fer eftir því hversu duglegir kröfuhaf- arnir eru,“ segir Þór Saari. Hann tel- ur að stjórnvöld á Íslandi hefðu átt að beita allt öðrum ráðum frá byrjun. „Það fyrsta sem ríkisstjórn Íslands hefði átt að gera eftir hrun, var að fara til nágrannalandanna og segja: „Hér var algjört hrun, miklu stærra en við ráðum nokkurn tímann við að rann- saka eða leysa úr. Getið þið hjálpað okkur að ná í alla þessa peninga aft- ur - eða eins mikið og hægt er - til að láta renna til kröfuhafa beint?““ seg- ir Þór Saari. „Menn hefðu átt að við- urkenna vanmátt sinn í þessu máli, sem er algjör. Tölurnar um gjaldþrot bankanna eru ótrúlegar.“ Gereyðingarvopn eru bönnuð Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ, segir hrunið á Ís- landi alveg sér á báti í samanburði við önnur lönd sem glímt hafa við fjármálakrísur. „Lærdómurinn sem við hljótum að draga af þessu hlýt- ur að vera á eftirlitssviðinu. Við leyf- um fólki að kaupa fuglabyssur og eitthvað þess háttar en við leyfum fólki ekki að kaupa gereyðingarvopn. Ástæðan er að við erum að takmarka þann skaða sem einstaklingur getur valdið öðrum. Almannavaldið verð- ur að taka í taumana, sem greinilega brást á Íslandi,“ segir Þórólfur og seg- ir að bandaríska fjármálakerfið sé mjög ólíkt því sem hér var. „Í Banda- ríkjunum eru sveitir sem rannsaka efnahagsbrot mjög hratt og örugg- lega. Það er búið að stinga Madoff í steininn. Enda ráða þeir yfir góðu eftirlitskerfi, en við kunnum ekki neitt á þessu sviði,“ segir Þórólfur. 14 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 FRÉTTIR 2001 2002 2 3 6 101 Lehman Brothers Holdings Inc Eignir: 691 milljarður dollara Washington Mutual Inc Eignir: 328 milljarðar dollara Íslensku bankarnir þrír Eignir: 182 milljarðar dollara Kaupþing Banki hf. Eignir: 83 millj- arðar dollara 8 Enron Corp Eignir: 66 milljarðar dollara 9 Conseco Inc Eignir: 61 milljarður dollara Lands- banki Íslands hf. Eignir: 50 milljarðar dollara Glitnir Banki hf. Eignir: 49 millj- arðar dollara 11 2008 GJALDÞROT Stærstu gjaldþrot í Bandaríkjunum til samanburðar við Ísland. 4 Worldcom Inc Eignir: 104 milljarðar dollara HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Menn hefðu átt að viðurkenna vanmátt sinn í þessu máli, sem er algjör. Tölurnar um gjaldþrot bankanna eru ótrúlegar. Vanmátturinn algjör Þór Saari segir að Íslendingar hafi ekki haft bolmagn til þess að takast á við bankahrunið. Eftirlitið brást Þórólfur Matthíasson segir að Íslendingar hafi ekkert kunnað fyrir sér í eftirliti með fjármálakerfinu. MESTU ÁFÖLLIN Gjaldþrot bandaríska Lehman Brothers- bankans er það mesta í sögunni. Samt hefðu þrjú hundruð slíkir bankar þurft að fara á hausinn til að áfallið vestan hafs jafnaðist á við hrun íslenska bankakerfisins. Fall North ern Rock-bankans í Bretlandi var mik- ið áfall fyrir þarlend stjórnvöld og almenn- ing en hverfur í samanburði við Ísland. M Y N D K A R L P ETER SSO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.