Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Side 15
FRÉTTIR 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR 15
Benetton Barnafataverslun
opnar í Kringlunni.
20% afsláttur af öllum vörum til sunnudags
í öllum Benetton búðunum.
Glæsileg opnunartilboð.
Benetton Kringlunni • Benetton Smáralind • Benetton Glerártorgi
40% afsláttur af völdum logo bolum
40% afsláttur röndóttum leggings
TILBOÐ Í BENETTON FRÁ
FÖSTUDEGI – MÁNUDAGS
Benetton Kringlunni • Benetton Smáralind • Benetton Glerártorgi
2009
7
CIT
Group
Inc
Eignir: 80
milljarðar
dollara
5
General
Motors
Eignir: 91
milljarður
dollara
G
R
A
FÍK
PA
LLI SVA
N
S
Sigríður Marta Harðardóttir vann 15 þúsund króna matarkörfu í netleik DV:
Gaf fátækum matarkörfuna
„Ég er í fullu laganámi, er að kenna
líka með náminu og hef engin lán til
að greiða af. Mér fannst réttara að
einhver sem er ekki með vinnu og
þarf meira á þessu að halda, myndi
fá þessa ávísun,“ segir Sigríður Marta
Harðardóttir, kennari í Valhúsaskóla
og laganemi. Sigríður var dregin út
sem vikulegur sigurvegari í netleik
DV og vann matarkörfu frá Bónus að
andvirði 15 þúsund krónur.
Jafnvel þótt matarkarfan hefði
vafalaust komið henni vel, ákvað
hún að ánafna vinningnum frekar til
Mæðrastyrksnefndar, en hún segist
þekkja vel til starfs nefndarinnar. „Ég
er með vinnu og ég bý í foreldrahús-
um. Til Mæðrastyrksnefndar koma
einstæðar mæður og það er bæði
krefjandi og erfitt að vera einstæð
móðir sem stendur illa fjárhagslega,“
segir Sigríður um ástæður þess að
hún valdi Mæðrastyrksnefnd.
Aðspurð hvort hún hafi verið búin
að ákveða að gefa vinninginn þegar
hún skráði sig í netleikinn á DV.is, segir
hún: „Nei, ég sá þetta bara poppa upp
á vefnum og skráði mig.“
Sem fyrr segir er dreginn út viku-
legur sigurvegari í netklúbbnum, sem
auðvelt er að skrá sig í á forsíðu DV.is.
Sigurvegarinn hlýtur 15 þúsund króna
matarkörfu frá Bónus. Sigríður Marta
var fyrsti meðlimur netklúbbsins sem
var dregin út í leik. Í þessari viku var
það Guðjón Guðjónsson sem datt í
lukkupottinn og hlaut matarkörfuna.
Enn er hægt að skrá sig og freista þess
að vinna matarkörfu. valgeir@dv.is
Sigríður Marta Harðardóttir Kenn-
arinn og laganeminn Sigríður ákvað að
gefa Mæðrastyrksnefnd matarkörfuna
þar sem hún er sjálf með vinnu og ekki í
miklum skuldum.
MESTU ÁFÖLLIN
Eftirlitið brást illilega
„Það er náttúrlega hlutverk eftirlits-
kerfa, fjármálaeftirlits, seðlabanka,
sem á að fylgjast með fjármálastöð-
ugleika, og ríkisstjórnar, sem fer með
peningamál og fjármál ríkisins, að
sjá til þess að einstaklingarnir í hag-
kerfinu geti ekki valdið hver öðrum
svona miklum skaða og það brást
illilega,“ segir Þórólfur Matthíasson.
En hvers vegna lánuðu útlending-
ar íslensku bönkunum svona mik-
ið? „Erlendu lánveitendurnir treystu
eftirlitskerfinu hér, héldu að FME og
Seðlabankinn ynnu jafn vel og sam-
svarandi stofnanir erlendis. En um
síðir voru heljarmiklar efasemdir um
íslenska bankakerfið víða, norska
fjármálaeftirlitið kom í veg fyrir
hlutabréfakaup Kaupþings á trygg-
ingarfélaginu Storebrand í Noregi,“
segir Þórólfur að lokum.
Bankahrunið Íslenska
bankahrunið var eitt það
stærsta í mannkynssögunni.
MYND HEIÐA HELGADÓTTIR