Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 FRÉTTIR „ÉG ÓSKAÐI ÞESS AÐ ÞEIR MYNDU DREPA MIG“ Sigurður Hólm Gunnarsson, áður uppnefndur Siggi slef, á hræðilegar minningar úr grunnskóla þar sem hann varð fyrir langvarandi einelti, bæði líkamlegu og duldu einelti. Barsmíðar, móðganir og niðurlægingar voru nánast daglegt brauð hjá Sigurði sem lofaði sjálfum sér því að þegar hann yrði stór ætl- aði hann að berjast gegn einelti. „Ég óskaði þess að þeir myndu drepa mig. Það er ljótt að segja það en þetta hugsaði ég stundum. Það andlega ofbeldi sem ég upplifði í grunnskóla var margfalt verra og áhrifameira en það líkamlega. Sérstaklega þegar til lengri tíma er litið,“ segir Sigurð- ur Hólm Gunnarsson, baráttumað- ur gegn einelti, sem upplifði sjálfur langvarandi einelti í æsku. Sigurður Hólm var uppnefnd- ur Siggi slef í skólanum. Barsmíð- ar, móðganir og niðurlægingar voru nánast daglegt brauð. Sigurður Hólm var með minnstu strákunum í bekknum og fékk sannarlega að líða fyrir það. Hann var reglulegu píndur, honum hótað, girt niður um hann eða hann niðurlægður með ýms- um öðrum hætti. Á unga aldri lofaði hann sjálfum sér því að hann ætlaði að segja sögu sína og berjast gegn einelti þegar hann yrði stór. Einelti allan grunnskólann „Ég var kallaður Siggi slef af bekkjar- félögum mínum allt þar til ég útskrif- aðist úr grunnskóla. Ég lenti í einelti nær alla mína grunnskólatíð og það eru ekki ýkjur að sú reynsla hafi haft mikil áhrif á líf mitt og tilfinningar,“ segir Sigurður Hólm. Ásamt félaga sínum hefur Sig- urður Hólm gert heimildarmynd um einelti, sem heitir Einelti: Helvíti á jörðu. Nafn myndarinnar segir hann að lýsi vandamálinu mjög vel því á stundum hafi hann hreinlega óskað sér þess að skólafélagarnir gengju frá honum fyrir fullt og allt. „Ég vonað- ist stundum til þess að ég yrði bar- inn það alvarlega að ég myndi lenda uppi á sjúkrahúsi. Á slæmum dög- um vonaðist ég jafnvel til að ég yrði drepinn. Þá loksins myndi fólk gera sér grein fyrir líðan minni, þá fyrst fengju ofbeldisseggirnir kannski makleg málagjöld,“ segir Sigurður Hólm. Eilífur ótti Aðspurður segir Sigurður Hólm erf- itt að segja til um hvort hafi verið verra, andlega eða líkamlega ofbeld- ið sem hann varð fyrir. „Það var ekki endilega líkamlega ofbeldið sem var verst heldur óttinn sem fylgdi því. Hræðslan við að verða laminn, nið- urlægður og gerður að fífli. Það var þessi ótti sem gerði það að verkum að það þurfti stundum nokkrar til- raunir til að komast heim úr skólan- um. Nokkrar tilraunir til að finna út- gönguleið sem ekkert hrekkjusvínið vaktaði. Nokkrar tilraunir til að kom- ast heim án þess að sjást,“ segir hann „Sumir virðast halda að það versta við einelti sé þær líkamlegu bar- smíðar sem fórnarlömb verða fyrir. Ég get sagt út frá minni reynslu að ég er þessu algerlega ósammála. Kjafts- högg, spörk og hrindingar meiða vissulega og geta verið stórhættuleg en líkamleg sár virðast gróa hrað- ar en andleg. Þau börn sem lenda í slæmu einelti upplifa hræðslu nán- ast hvern einasta dag. Þau óttast skólann, hræðast bekkjarfélagana og kvíða því á degi hverjum að vera tekin fyrir og sum óska þess eins að verða ósýnileg, að vera ekki til.“ Faldi sig víða Sigurður bendir á að í skólanum hafi hann átt marga felustaði til að komast undan skólafélögum sín- um. Honum finnst leiðinlegt hversu áberandi neikvæðar minningar eru í huga hans frá grunnskólaárunum. „Í frímínútum átti ég það til að fela mig undir stigum. Stundum eyddi ég óvenjulega miklum tíma inni á klósetti, fór heim allar þær frímínút- ur sem ég gat og líklegast sló ég met í því að vera veikur. Fyrir mér voru barsmíðarnar sem slíkar ekki ver- star. Það sem var verst var hvernig ég upplifði sjálfan mig allt þar til ég var að verða tvítugur. Ég upplifði mig sem aumingja, óæskilegan, ljótan og almennt óaðlaðandi,“ segir Sigurður Hólm. „Það er undarlegt að eiga nán- ast bara leiðinlegar minningar frá grunnskóla. Þannig er það nú samt. Varla vegna þess að slæmu stund- irnar voru svona mikið fleiri en þær góðu, heldur líklegast frekar vegna þess að þær voru eftirminnilegri og höfðu dýpri áhrif á persónu mína og þroska. Það var ekki fyrr en eftir tví- tugt sem mér hætti að líða eins og al- gjörum lúða. Fyrst þá leið mér ekki lengur eins og Sigga slef.“ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Uppnefndur Siggi slef Það var fyrst eftir tvítugt sem Sigurði Hólm leið ekki lengur eins og Sigga slef, ömurlegum lúða sem upplifði barsmíðar og niðurlægingu alla skólagöngu sína. Óttaðist um líf sitt „Ég var alltaf lítill og ræfilsleg- ur og dauðhræddur við allt of- beldi. Þó að ég teljist ágætlega há- vaxinn í dag þá var ég þriðji eða fjórði minnsti strákurinn í bekkn- um þegar ég fermdist. Líkamlegur styrkur barna og getan til að berja frá sér hefur gríðarlega mikil áhrif á það hvort viðkomandi lend- ir í einelti eða ekki. Líkamlegt of- beldi átti sér oft stað og var mjög misjafnt. Stundum voru þetta bara einfaldar píningar þar sem nokkr- ir héldu mér og kitluðu eða tróðu einhverju óþægilegu ofan í háls- málið á mér. Stundum fékk ég að finna fyrir kýlingum og spörkum. Það kom fyrir að mér var hrint nið- ur stiga og einnig fékk ég af og til högg á viðkvæma staði. Ofbeldið var auðvitað í flest- um tilfellum ekki lífshættulegt en ég óttaðist samt reglulega um líf mitt, og stundum hafði ég ágætar ástæður til þess. Á tímabili var til dæmis vinsælt að hóta okkur lúð- unum að okkur skyldi hent niður af um tveggja metra háum vegg ef við hlýddum ekki í einu og öllu. Veggur af þessari hæð var sér- staklega skelfilegur þegar maður var krakki og augljóst er að ýmis- legt hefði getað gerst ef hótanirn- ar hefðu orðið að veruleika. Ég átti það því til að vera hræddur um líf mitt, sem hlýtur að teljast fáránleg upplifun fyrir barn í grunnskóla.“ Fullkomin niðurlæging „Ég man vel eftir einu atviki þeg- ar nokkrir strákarnir ákváðu að pína mig í frímínútum á einum af göngum skólans. Ég var líklega 10 ára gamall en man ekki hvert til- efni þessarar árásar var né heldur hverjir það voru nákvæmlega sem réðust á mig. Það sem ég hins veg- ar man er að þeir voru nokkrir og þeir réðust á mig fyrir framan aðra krakka, aðallega stelpur. Í þetta sinn létu þeir sér ekki nægja að halda mér niðri og pína mig með einhverjum hætti heldur datt ein- hverjum í hug að það væri sniðugt að girða niður um mig. Vel var tekið í þessa hugmynd, enda óvenjuleg og nokkuð frum- leg. Það var því ekki að spyrja að því. Nokkrum mínútum síðar stóð ég þarna nakinn að neðan fyrir framan allar stelpurnar og ef ég man rétt fannst öllum þetta mjög fyndið. Öllum nema mér. Um leið og mér var sleppt girti ég upp um mig og hljóp eins hratt og ég gat út úr skólanum og heim til mín. Ég man að ég grét mikið og mér leið mjög illa. Ég lofaði sjálfum mér að ég skyldi aldrei fara í skól- ann aftur. Aldrei. Ekki nóg með það að ég var Siggi slef heldur var búið að niðurlægja mig fullkom- lega með því að láta mig standa SÖGUR SIGURÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.