Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Síða 24
GJALDÞROTA Á BMW n Sævar Jónsson er ekki af baki dottinn. Sævar var nýlega úrskurðaður gjaldþrota og flutti rekstur skartgripa- verslunar sinnar, Leonard, yfir á nýja kennitölu. Auk þess missti hann hús sitt við Súlunes í Garða- bæ á nauðung- aruppboði. Eins og DV greindi frá er hann hins vegar að reisa 500 fermetra glæsihús í Garðabænum. Séð og heyrt greinir svo frá því í nýjasta tölublaðinu að hann aki um á BMW X5-jeppabifreið sem metin er á 10 milljónir króna. Jeppinn mun hafa fylgt með rekstri Leonard við flutning á aðra kennitölu. MISSTI VINNUNA n Lára Björg Björnsdóttir, fyrrverandi blaðakona, er þekkt fyrir að hafa fundið upp frasann „Takk, útrásarvík- ingar!“ sem nota má við ýmis tilefni á Íslandi í dag. Á fimmtudag fékk Lára enn eitt tilefnið til að nota frasann, sem hún og gerði á Facebook-síðu sinni: „Missti vinnuna í dag. Takk útrásarvík- ingar.“ Lára þarf þó litlu að kvíða því hún fékk nokkur óbein atvinnutilboð á sömu síðu, meðal annars frá bókaútgáfu- gúrúinu Kristjáni B. Jónassyni. ATLI VEKUR ATHYGLI n Auglýsingabálkur gegn fyrn- ingarleið ríkisstjórnarinnar í Viðskiptablaðinu vakti verðskuldaða athygli. Atli Gíslason, þingmaður VG, skrifaði harða grein um málið í DV á miðvikudaginn og gagnrýndi útvegsmenn og Atla Rúnar Halldórsson, starfsmann al- mannatengslafyr- irtækisins Athygli. Atli Rúnar ber hins vegar af sér aðkomu að málinu í yfirlýsingu og svarar nafna sínum: „Þarna kusu frjáls félög og fyrirtæki að koma boðskap á framfæri á auglýsingasíðum blaðs og borga fyrir.“ Af þessu ber að skilja að hin frjálsu fyrirtæki hafi fullt frelsi til að nýta sameign þjóðarinnar til að fjármagna boðskap um að þau eigi að mega nota auðlind þjóðarinnar til hvers þess sem þau vilja. SKÓLAÐUR HJÁ BECHTEL n Eyjubloggarinn Björn S. Lárusson fer fyrir óánægjuframboði til stjórnar VR. Björn hefur komið víða við. Hann var áður yfirmaður samskiptamála hjá hinu umdeilda verktakafyrirtæki Bechtel sem byggði álverið á Reyðar- firði. Björn er viðskiptafræðimennt- aður og hafði verið virkur í starfi Framsóknarflokksins áður en hann hlaut starfið við álversframkvæmd- irnar fyrir austan. Vakti hann athygli Austfirðinga fyrir vasklega framgöngu gegn samtökum verkafólks í deilum um starfsemi starfsmannaleiga. Hann virðist orðinn afhuga kynn- ingarstörfum fyrir erlenda auðhringi og vill sæti í stjórn stærsta verkalýðs- félags landsins. Sannarlega jákvæð sinnaskipti þar. JESÚS OG JÓN ÁSGEIR Svarthöfði varð eitt sinn fyrir því óláni að fá einkastæði. Upp frá því stóð hann í eilífu stríði við hið tor- kennilegasta fólk sem álpaðist til að leggja í bílastæði hans, viljandi eða óviljandi. Hann breyttist úr óbreytta borgaranum Svarthöfða í verndara stæðisins. Í nýju stöð- unni fólst viðamikið eftirlitshlut- verk og að taka að sér ítrekaðar refsingar á borgurum sem van- virtu eignarrétt hans. Í fyrstu fékk Svarthöfði réttlætiskennd sinni fullnægt með því að siga dráttarbíl á óvini eignarréttarins. En eftir að einstæða móðirin gaf sig á tal við hann og grét útgjöld sín og afleitt hungur barnsins síns sneri hann baki við réttlætingu refsingarinnar. Með tíð og tíma lærðist Svarthöfða að sameign-arformið á bílastæðum væri hentugra en að hafa bílastæði í einkaeign, þar sem það olli honum meira hugarangri og umstangi að vernda einkastæð- ið sitt en að finna sameignarstæði. Þessi reynsla kenndi honum um leið að þegar einhver eignast takmark- aða auðlind sviptir hann samborg- ara sína auðlindinni. Þessi hugsjón hefur litað sýn hans á sólbekki, fiski- stofna og hálendið, svo eitthvað sé nefnt. Aðrir horfa öðruvísi á þetta. Fregnir hafa borist af því að Jón Ásgeir Jóhannes-son stórfjárfestir hafi lagt Range Rover sínum uppi á gang- stétt nærri hóteli sínu á dögunum. Það segir ákveðna sögu um mann- gerðir að þær skuli leggja undir sig almannaeign. Siðalögmál gegn því að gera slíkt komu fram strax fyrir tvö þúsund árum. Þá sagði Jesús Kristur að menn ættu að gera það sem þeir vildu að aðrir gerðu þeim. Tæpum 1.800 árum síðar útskýrði heimspekingurinn Immanúel Kant þetta í óþarflega ítarlegu máli. Hann lagði til skilyrðislaust skylduboð um að það hefði tilgang í sjálfu sér að breyta aðeins með þeim hætti að það gæti fylgt almennu lögmáli. Með öðrum orðum yrðu afleiðing- ar þess ef allir myndu leggja uppi á gangstétt geigvænlegar fyrir alla. Nema kannski þá sem ganga aldrei á stéttum, heldur keyra aðeins um aðskildir frá almúganum í rándýru lúxushylki. Í því felst afstæði skilyrð- islausa skylduboðsins að sumum væri sama þótt allir aðrir legðu uppi á gangstétt og sumir eiga ekkert einkastæði til að vernda. Með þessu vill Svarthöfði hins vegar útlista skil-yrðislausu flokkunar-kenninguna sína um manngerðir: Maður er eins og maður leggur. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „...hann væri þrjú fet á hæðina, með flatan haus þar sem ég gæti geymt bjórinn minn á meðan hann færi niður á mig.“ n Tónlistarkonan Peaches um hvernig hún lýsti draumamanninum sínum í viðtali við tímaritið Hustler. Hún segist hafa verið að reyna að vera eins mikil remba og hugsast gat. - Morgunblaðið „400 störf í heildina.“ n Hilmar Sigurðsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra kvikmyndagerðarmanna, um störf sem tapast vegna niðurskurðar í íslenskri kvikmyndagerð. - Morgunblaðið „Þetta er stökkbreytt lán sem við urðum að díla við.“ n Freyr Einarsson, ritstjóri Íslands í dag og unnusti Ellýjar Ármannsdóttur, um húsnæðislán þeirra sem rauk upp úr öllu valdi. Parinu tókst þó að semja um lánið og afstýra nauðungarsölu. - DV „Það er mjög viðráðanlegt.“ n Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra um bílalán sitt en hann undirbýr nú frumvarp sem tekur á bílalánum sem hafa hækkað upp úr öllu valdi. - DV „Hver sál sem líður illa er einni sál of mikið“ n Þorlákur H. Helgason, sérfræðingur í eineltis- málum og umsjónarmaður Olweusar-áætlunar gegn einelti. Hann hefur barist gegn einelti um áratugaskeið. - DV Handan kreppunnar Stóra verkefnið í hagstjórn Íslands í kreppunni er tilfærsla starfa úr óarð-bærum atvinnuvegum til atvinnu-vega sem eru arðbærir. Ísland verð- ur að verða fjárhagslega sjálfbært og leiðin til þess er að störfum fækki í byggingariðnaði og innflutningsgeiranum, en fjölgi í útflutn- ingsgeiranum. Það tekur tíma, en nú er ákall um að ríkisstjórnin grípi inn í þróunina og stofni til ýmissa útgjalda til að færa fólk af at- vinnuleysisskrá yfir á launaskrá ríkisins með beinum eða óbeinum hætti. Ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagn- rýnd fyrir flestar niðurskurðartillögur sínar. Það er eðlilegt, þar sem hún gaf færi á slíkri gagnrýni þegar hún kaus að berjast gegn atvinnuleysi með því að snarfjölga fólki á listamannalaunum síðasta vor. Rökstuðn- ingurinn var sá að betra væri að hafa fólk á listamannalaunum en atvinnuleysisbótum, en þau rök er hægt að nota til að réttlæta alla styrki og nánast öll útgjöld. Óháð gagnsemi listamanna, rithöfunda og annarra var þessi afstaða stjórnarinnar til marks um skilnings- leysi á þeirri erfiðu þróun sem verður að eiga sér stað á Íslandi til þess að landið verði fjárhagslega sjálfbært. Leið okkar til fjárhagslegr- ar sjálfbærni er þyrnum stráð. Hún liggur hraðast í gegnum lágt gengi krónunnar. Fjölmargar af- leiðingar þess eru skaðlegar fyr- ir almenning og fyrirtæki. Bensín verður dýrara, utanlandsferðir verða ómögulegar fyrir marga og allar inn- fluttar vörur hækka í verði. Ef þær hefðu ekki gert það, ef við hefðum til dæmis haft evru, hefðum við frekar haldið áfram að eyða um efni fram. Lág króna í kreppunni knýr okkur til þess að velja íslenskt og íslenskur útflutn- ingur blómstrar. Kannski þess vegna hefur umræðan um nauðsyn þess að taka upp evru nánast þagnað. Krónan hefur hins vegar skuggahlið. Hún kallar á háa vexti, miklar sveiflur, mikinn gjaldeyrisforða. Vaxtakostnaður og gjaldeyr- isforði eru án nokkurs vafa óþarfari og óarð- bærari útgjöld en listamannalaun og allir styrkir til samans. Og einhvern veginn tekst ekki að við- halda krónunni án þess að hella nánast allri áhættu yfir á húsnæðiseigend- ur og launþega. Sveigjan- leiki krónunnar er getan til þess að lækka laun al- mennings hratt og um leið hækka verðtryggðu skuldirn- ar. Krónan virðist vera heppilegri fyrir fjármagnseigendur en launþega. Helstu rök andstæðinga evrunnar hafa verið að evran fóstri atvinnuleysi. Ef at- vinnnuleysi er skuggahlið evrunnar er það heppilegt, því Íslendingar eru í betri að- stöðu en aðrar þjóðir til að takast á við það vegna mannfæðar, tungumálakunnáttu og hás menntunarstigs. Landflótti er sterkasta vopnið gegn atvinnuleysi. Það er skárra að atvinnulausir geti farið úr landi, heldur en að þeim og öðrum sé haldið í gíslingu hækk- andi bíla- og húsnæðislána með veði í ein- staklingum á sama tíma og tekjur hrapa. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Krónan virðist vera heppilegri fyrir fjármagnseigendur en launþega. Vitleysingaveldið Um daginn frétti ég af Kana sem var víst dæmdur til dauða í henni Amer- íku. Hann var ábyggilega dæmdur fyr- ir alvarlegri glæpi en þá sem íslenska þjóðin vill klína á: Davíð Oddsson fyrrverandi bankamann, Finn Ing- ólfsson í Gift, Sigurð Einarsson og Hreiðar Má í Kaupþingi, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson í Landsbankanum, Bakkavararbræður, Lárus Welding í Glitni og aðra gráð- uga Íslendingar. En Kaninn sá arna reyndi að stytta sér aldur skömmu áður en yfirvöld hugðust taka hann af lífi. Þessi ágæti glæpamaður dó og lá örendur í klefa sínum um stund, eða allt þar til læknar komu á staðinn og náðu að blása í hann lífi. Eftir legu á gjörgæslu, veru í öndunarvél og alla þá yndislegu umönnun sem í borði er, var hinn dæmdi útskrifaður og talinn nógu frískur fyrir aftöku. Réttvísin er það fullkomnasta sem menn hafa fundið upp. Og hérna á Íslandi ætlar réttvís- in örugglega að narta í eigið skott og naga vel og lengi. Því við búum svo vel að við getum stöðugt treyst því að hér verði glæpamenn lífgaðir við, þeir munu fá endurnýjað umboð til öfl- ugrar iðju, dyggilega studdir af skila- nefndum og slitastjórnum. Hér er sá háttur hafður á að ekki þykir við hæfi að ákæra hvítflibbakrimma, jafn- vel þótt auðvelt sé að sanna að þeir hafi stundað skipulagða glæpastarf- semi, svikist um að greiða skatta, tek- ið stöðu gegn krónunni, lánað sér og sínum peninga almennings og yfir- leitt stolið öllu sem hægt hefur verið að stela. Mér er tjáð að íslenskum vitleys- ingum hafi fjölgað á meðan hér var góðæri. Og ég hef fyrir satt að þeir hafi jafnvel sumir komist á þing. Núna eig- um við slatta af mönnum sem ganga lausir, menn sem hafa gert þjóðinni svo marga skráveifu að þeim ætti í raun að refsa grimmilega. Að vísu er stöðugt verið að fresta því að birta þá svörtu skýrslu sem sýna mun hverjir krimmarnir eru. Ég er á móti dauðarefsingu og vil síst að farið verði út í rándýrar að- gerðir til að halda mönnum lifandi til þess eins að dæma þá til dauða í fyllingu tímans. Ætli forsjónin og hrunið sjái ekki um það að birta okkur öllum líflátsdóm, fyrr eða síðar? Við getum allavega þakk- að kreppunni fyrir það að glæpa- mönnum mun fækka hér á landi, því íbúum Íslands fækkar óðum. Hér fækkaði fólki um hálft prósent á síðasta ári. Og ef okkur fækkar áfram, um hálft prósent á ári, þá mun það taka þjóðina 200 ár að yf- irgefa landið. Ég skil, mín þjóð, að skapraun senn úr skálum vel þú ausir, því skýrslan geymir glæpamenn sem ganga allir lausir. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Réttvísin er það fullkomnasta sem menn hafa fundið upp.“ 24 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 UMRÆÐA SANDKORN BÓKSTAFLEGA SVARTHÖFÐI LEIÐARI SKÁLDIÐ SKRIFAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.