Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Side 26
Elva Sara Ingvarsdóttir er leiðsögumaður
hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu.
Elva segir að stundum verði henni kalt í
vetrarkuldanum en hún eigi góða húfu og frábæra vettlinga. Elva
er lærð í kvikmyndaupptöku frá Danmörku og Ástralíu og er að
setja saman myndbandaklippu úr öllum þeim myndböndum sem
til eru hjá Eldingu.
ENGAR TVÆR
FERÐIR EINS
Fyrir ekki svo löngu las ég í pistli að pistlahöf-undar væru sjálfhverfir. Ég hef hvorki hugsað mér að andmæla þessu né sýna fram á hið gagnstæða. Það er enda eðlilegt að pistl-
ar sem fæðast í hugarfylgsnum þess sem mundar
griffilinn skírskoti til hans og hans nánasta umhverf-
is.
Ég er þess einnig fullviss að lesend-
ur DV hafi lengi beðið nýrra frásagna
af kettinum Bjarti, ævintýrum hans
og afrekum, að ekki sé minnst á
það tangarhald sem hann virðist
hafa á „húsbónda“ sínum.
Frá sjónarhóli mannsins er
kannski ekki margt sem telja
má Bjarti til tekna. Hann tekur
ekki til, þvær hvorki þvott né
leirtau, en hann fylgist aftur
á móti grannt með þegar hjú
hans tekur til hendinni.
Bjartur gerir sér réttilega
grein fyrir því að það er ekki
í hans verkahring að taka til
hendinni, því hann var settur
á þessa jörð til að njóta. Ekki til að hafa áhyggjur af daglegu amstri,
enda snýst ein erfiðasta ákvörðunin sem hann þarf að taka eingöngu
um hvort hann eigi að kúra á bakinu eða kviðnum.
Því var Bleik brugðið, eða öllu heldur Bjarti, um daginn. Dagurinn hófst með eðlilegum
hætti. Bjartur kvaddi mig í
morgunsárið með áminn-
ingu um að það vantaði gel
– helst laxa- og túnfisksgel.
Það var ekki fyrr en í lok
vinnudags, þegar ég kom
heim að atburðarásin tók
óvenjulega stefnu.
Venju samkvæmt tók
hann mig á teppið um leið
og ég gekk inn um útidyrn-
ar. „Að taka á teppið“ hefur
þá þýðingu hjá honum að
seinka för minni inn í íbúð-
ina og fá greiddan „toll“ sem felst í strokum um bak og kvið á sama
tíma og hann dregur sig einn hring á forstofumottunni og malar eins
og nautnabelg einum er lagið.
Yfirleitt met ég þessar strokur þannig að þær séu ekki verðskuldað-
ar og umræddan dag voru þær óverðskuldaðri en ella því inn kominn
sá ég að hann hafði leikið sér með eitt tveggja stofublóma minna. Pott-
urinn var á hliðinni og mold út allt gólf. Eðlilega fyrtist ég við, var enda
til þess að gera nýlega búinn að biðja hann kurteislega að láta blómin í
friði. Næst lá fyrir mér að sækja Bjart þar sem hann gúffaði í sig túnfisk
og lax í geli, ánægður með vel heppnaða tollheimtu.
Þar sem ég hélt á Bjarti yfir illa leiknu stofublóminu, sem ég kann ekki að nefna á nafn, las ég honum pistilinn um mikilvægi þess að hann legði við eyrun þegar eitthvað væri brýnt fyrir honum. Vart hafði ég sleppt bæði honum og síðasta orðinu þegar hann
skaust inn í svefnherbergi og sást ekki næstu tvo klukkutímana.
Þegar hann loks rölti inn í stofu var ekki að sjá að hann hefði
svarta samvisku heldur þvert á móti. Hann nuddaði sér lævíslega
upp við leggina á mér í von um strokur en fór bónleiður til búðar því
enn eymdi eftir af ergelsi mínu. Í um klukkustund hélt þrátefli okkar
áfram; hann vildi gælur sem ég vildi ekki veita og að lokum sá hann
sitt óvænna og stökk út um eldhúsgluggann.
Þegar þar var komið sögu tyllti ég mér inn í stofu og sinnti mínu
og ekki laust við að ég fyndi til hreykni. Ég hafði staðist allar atlögur
Bjarts, skellt skollaeyrum við ungbarnamjálmi hans, sem hann beitir í
tíma og ótíma, og unnið áfangasigur í það minnsta.
Segir ekki meira af okk-ar samskiptum fyrr en skömmu síðar þegar ég heyrði í honum þar sem
hann hékk á stormjárninu á leið
sinni inn. Síðan birtist á honum
snoppan, augun stór og eyrun
sperrt. Bjartur tyllti sér á gólfið,
horfði á mig dágóða stund og
snerist síðan á hæli. En vart
hafði hann tekið tvö skref þegar
hann stansaði og leit um öxl,
en það á hann til að gera þegar
hann vill að ég elti sig eitthvað.
Ég var nú ekki alveg á því að eltast við dillurnar í honum en hann gafst
ekki upp og hafði á endanum sitt í gegn.
Bjartur gekk inn í eldhús og leit reglulega aftur til að fullvissa sig
um að ég kæmi í kjölfarið. Og „Voila!“ Á gólfinu var þessi líka feiti og
pattaralegi ánamaðkur og engu líkara en Bjartur segði: „Sjá, ég kem
færandi gjafir,“ þar sem hann sat við feng sinn sem hann færði mér í
sáttargjöf.
Eðlilega rann mér reiðin með það sama og ég jós Bjart lofi og prís,
og hann, held ég, lofaði að láta pottblómin í friði framvegis.
Ég leyfi mér að álykta að maðkurinn hafi verið sáttargjöf því ekkert
í fasi Bjarts hingað til ber þess vitni að hann telji sig þurfa að vinna til
gælanna. Ég hef heyrt og lesið að varast beri Grikki sem koma færandi
gjafir, en aldrei hef ég heyrt þá kenningu heimfærða upp á ketti.
KETTIR SEM
FÆRA GJAFIR
„Þetta er svakalega skemmtilegt
starf. Ég datt eiginlega bara inn
í þetta. Áhuginn á hvölum hefur
vaxið því hér er fólk með mikinn
áhuga á hvölum og vill dýrunum
vel,“ segir Elva Sara Ingvarsdótt-
ir, leiðsögumaður hjá hvalaskoð-
unarfyrirtækinu Eldingu, en hún
hefur starfað hjá fyrirtækinu með
hléum frá 2004. Elva lærði marg-
miðlunarhönnun og markaðs-
fræði í Danmörk og kvikmynd-
un í Ástralíu. Eyddi vetrunum
erlendis en kom heim á sumrin
og vann hjá Eldingu. Byrjaði sem
háseti um borð og á skrifstofunni
en byrjaði svo í vetur sem leið-
sögumaður
50 mínútur í hvali
Elva segir að leiðsögustarfið sé
fjölbreytt og skemmtilegt. Í upp-
hafi hverrar ferðar fer hún yfir ör-
yggisatriði og segir frá við hverju
megi búast. „Ef það sést til lands
útskýrir maður oft landamerki og
svo auðvitað hverju maður á að
vera að leita eftir. Svo segir maður
frá hvölunum, hvernig þeir hegða
sér og svo framvegis.
Það er rosalega mikið af Þjóð-
verjum sem koma í ferðirnar en
ég tala bara ensku í túrnum,“ segir
Elva en hún talar ensku reiprenn-
andi. Hún segir að þetta sé fyrsti
veturinn sem hún sé leiðsögu-
maður en þetta er annað árið sem
Elding býður upp á hvalaskoðun
yfir vetrartímann. „Týpískur túr
hefst þannig að öryggisreglurn-
ar eru kynntar fyrir ferðalöngum,
svo tekur okkur 50 mínútur að
koma okkur út til hvalanna núna
yfir vetrartímann. Þeir eru aðeins
lengra úti núna en á sumrin, þá
erum við bara hálftíma. Við leit-
um öll að hvölum til að sjá, ég er
úti og tala við farþegana, útskýri
umhverfið og um hvalina, en
skipstjórinn og vélstjóri eru niðrí
í stýrishúsi og leita þar. Ég reyni
að láta einhverjar skemmtileg-
ar upplýsingar fylgja,“segir Elva
en Elding er með mjög hátt pró-
sentuhlutfall í því að sjá hvali i
sínum ferðum.
Á góða húfu og vettlinga
„Við vorum að sjá okkar fyrstu hrefnu núna í þessum mán-
uði. Höfum ekki séð slíka síðan í nóvember. Síðasta helgi
var náttúrlega frábær veðurlega og við sáum marga höfr-
unga og að auki tvo hnúfubaka og eina hrefnu ,“ segir Elva
en hún stendur úti nánast alla ferðina og þarf því að klæða
sig ansi vel til að verjast kulda-
bolanum. „Maður fer bara í
snjógallann og er með góða
húfu og vettlinga. Erfiðast er
þegar það kemur blindbilur í
augun á manni. Þá þarf maður
að setja upp góð gleraugu.“
Fáir Íslendingar
Elva vinnur einnig á skrifstof-
unni hjá Eldingu þar sem hún
tekur við bókunum, svarar fyr-
irspurnum og fólki sem er með
spurningum. „Við erum núna
að setja saman myndbands-
klippu úr öllum þeim videoum
sem við eigum til að sýna í setr-
inu okkar þegar fólk er að bíða.
Það er því nóg um að vera,“ seg-
ir Elva og bætir við að íslending-
ar séu ekki stór hluti af farþega-
listanum þeirra. „Það er yfirleitt
þá þannig að þá eru útlendingar
með þeim.“
Jákvætt að geta verið inni
Elding hefur yfir fjórum bátum
að ráða. Elding 1 sem er 130
tonna skemmtisiglingaskip og
getur tekið allt að 150 manns
í styttri ferðir, Hafsúlan er 25
metra löng tvíbytna sem eru
settar saman úr tveimur skips-
skrokkum, Elding II sem er
nánast lúxussnekkja og Gest-
ur sem er 20 tonna bátur sem
hentar vel fyrir minni hópa.
Elva segir að mest sé ferðast á
Hafsúlunni yfir vetrartímann.
„Hér er stærsta inniplássið
sem er jákvætt í vetrarkuldan-
um.“
Stefnt á sömu staðina
Upplifunin af hvalaskoðun
er mögnuð. Að sjá háhyrning
eða hnúfubak leika listir sínar
nokkra metra frá skipi er mögn-
uð upplifun. „Það er engin ferð
eins. Þeir koma stundum og
stökkva upp nokkrum metr-
um frá og stundum eru hvalirn-
ir langt frá. Það er aldrei að vita
fyrir ferð í hverju maður lendir.“
Nú um stundir er búið að vera
mikið af loðnu í Faxaflóa og segir
Elva að fiskibátar hjálpi sínu fyr-
irtæki við að finna hvalina. „Það
eru líka vinsælir staðir sem þeir eru oft á. Við stefnum yfir-
leitt á sömu staðina. Við förum oft á svipaðar slóðir þó svo
við förum ekki endilega alltaf á sömu staðina,“ segir Elva
um leið og hópur kemur inn um dyrnar og vill fara í hvala-
skoðun. benni@dv.is
26 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 UMRÆÐA
KOLBEINN ÞORSTEINSSON skrifar
HELGARPISTILL