Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Side 33
VIÐTAL 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR 33
M
ömmu kom það mikið á
óvart þegar ég tilkynnti
henni það sex ára gam-
all að ég hefði verið að
lumbra á kommunum.
Hún spurði mig hvers
vegna ég væri að því og
hver ég ætti eiginlega að vera og ég svaraði með
miklum þjósti að ég væri að sjálfsögðu sjálfstæð-
ismaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, alþing-
ismaður aðspurður hversu lengi hann hafi verið
sjálfstæðismaður.
Guðlaugur hefur verið í flokknum frá ung-
lingsaldri og var öflugur í ungliðahreyfingu hans.
Svo öflugur meira að segja að hann fékk við-
urnefnið farandformaðurinn. Guðlaugur segir
samt mikilvægt að stjórnmálamenn komi ekki
einungis úr flokksstarfinu heldur úr öllum áttum
til að viðhalda fjölbreytni á Alþingi. Hann segir
Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð á hruninu
en að ábyrgðin liggi hjá mun fleiri aðilum, flokk-
um og stofnunum.
Guðlaugur er stoltur af stjórnmálaferli sínum
en viðurkennir að styrkjamálið svokallaða hafi
reynst honum erfitt. Hann segist þó hafa fylgt öll-
um reglum sem þá voru í gildi og að hann hafi
aldrei gengið erinda neins nema almennings.
Það sýni störf hans sem stjórnmálamaður svart á
hvítu. Guðlaugur brenndist illa á baki fyrir nokkr-
um árum, eins og frægt er orðið. Stjúpsonur hans
misskildi kvalaóp hans og hélt að Guðlaugur væri
að horfa á fótbolta. Guðlaugur hefur jafnað sig að
fullu og segir slys sitt sem betur fer hafa reynst
öðrum víti til varnaðar.
FARANDFORMAÐUR
Guðlaugur er fæddur í Reykjavík 19. desember
1967 en ólst upp í Borgarnesi. „Þar bjó ég þangað
til ég var 15 ára, en þá fór ég norður í Menntaskól-
ann á Akureyri.“ Veran í MA var lífleg og Guðlaug-
ur steig þar sín fyrstu skref í pólitíkinni. „Margir
skólafélagar mínir úr MA fóru síðar út í pólitík,“
segir hann, „og við vorum kannski sérstaklega
pólitísk, af krökkum að vera, á meðan við vorum
þarna.“
Sumarið 1986, þegar Guðlaugur var 18 ára,
endurreistu hann og nokkrir aðrir Félag ungra
sjálfstæðismanna í Borgarnesi. Guðlaugur var
kosinn formaður félagsins en um haustið átti
hann eftir að taka að sér formennsku í öðru fé-
lagi. „Þegar ég kom norður um haustið var ég líka
kjörinn formaður Félags ungra sjálfstæðismanna
á Akureyri. Það fórst hins vegar eitthvað fyrir að
segja af sér formennskunni í Borgarnesi þannig
að þegar ég kom með félagaskýrslurnar í Valhöll
fékk ég viðurnefnið farandformaðurinn.“ Guð-
laugur hefur verið í stjórnmálum alla tíð síðan
og segist hafa gríðarlega gaman af flokksstarfinu.
„Bæði núna og þá. Ég var mjög virkur í unglinga-
hreyfingunni og við endurvöktum 13 félög um
land allt á meðan ég starfaði með SUS.“
Gagnrýni hefur komið upp á flokkapólitík hér
á landi sem og annars staðar og þá vinnu sem þarf
að leggja á sig til að vinna sig upp innan flokka.
Guðlaugur segist skilja að ekki séu allir hrifnir af
þessu fyrirkomulagi. Hann segist þó sannfærður
um að flokksstarfið undirbúi stjórnmálamenn
fyrir framtíðina og sé af hinu góða. „En þar eins
og annars staðar er um vissa sérhæfingu að ræða.
Þess vegna er líka mikilvægt að stjórnmálamenn
komi víðar að. Stjórnmálamenn eiga að koma úr
öllum áttum og endurspegla samfélagið eins og
hægt er. Því meiri fjölbreytni, því betra.“
SÖGULEGT HRUN
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í eldlínunni
síðan haustið 2008, þegar efnahagskerfi Íslands
hrundi til grunna á örskömmum tíma. Fylgi
flokksins hrundi í kjölfarið og flokkurinn hlaut
verstu kosningu sem hann hafði hlotið í manna
minnum vorið 2009. Tapaði hann níu þingsæt-
um, hlaut 22,9% atkvæða og missti stöðu sína
sem stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Margir
benda á Sjálfstæðisflokkinn og segja hann ábyrg-
an fyrir því hvernig fór en Guðlaugur segir fleiri
bera ábyrgð þótt hann segi að Sjálfstæðisflokk-
urinn skorist ekki undan sínum hluta ábyrgðar-
innar.
„Það er alveg réttlátt að segja að Sjálfstæðis-
flokkurinn beri ábyrgð. Sjálfstæðisflokkurinn og
forystumenn hans eru líka þeir einu sem hafa
beðið þjóðina afsökunar. Það eru gerðar meiri
kröfur til okkar en annarra og það gerum við sjálf-
stæðismenn einnig sjálfir. Sjálfstæðisflokkurinn
er líka eini flokkurinn sem fór í gegnum sérstakt,
opið og lýðræðislegt endurreisnarferli með end-
urreisnarnefndinni sem starfaði síðastliðinn vet-
ur. Það stenst samt enga skoðun að ætla Sjálfstæð-
isflokknum alla ábyrgð á því sem fór úrskeiðis. Hér
hrundi heilt fjármálakerfi, og ekki bara hér heldur
um allan hinn vestræna heim. Ef Sjálfstæðisflokk-
urinn ber ábyrgð á alþjóðlegu fjármálakreppunni,
sem er grunnurinn að þessu, þarf að setja Obama
Bandaríkjaforseta inn í þau mál og aðra þjóðar-
leiðtoga heimsins, því ég held að þeir hafi ekki
hugmynd um að þetta sé okkur að kenna.“
ALLIR BERA ÁBYRGÐ
Séu aðrir flokkar skoðaðir segir Guðlaugur það
fljótt koma í ljós að ábyrgðin liggi víða. „Sjálfstæð-
isflokkurinn var ekki með bankamálaráðuneytið
í eina einustu mínútu á þeim 18 árum sem hann
sat í stjórn. Undir það síðasta var þetta á forræði
Samfylkingarinnar og ábyrgðin liggur einfaldlega
hjá flokkum og einstaklingum sem fóru með við-
komandi ráðuneyti.“
Guðlaugur segir ábyrgðina einnig mikla hjá
stjórnarandstöðunni. „Ef vinstri grænir sáu þetta
fyrir, eins og manni hefur heyrst á málflutningi
þeirra frá því hrunið varð, bera þeir mesta ábyrgð.
Þeir höfðu í það minnsta ekki fyrir því að segja
öðrum frá þessari vitneskju sinni. Ögmundur
Jónasson var til dæmis í forsvari fyrir stærsta líf-
eyrissjóð landsins og það eru fréttir fyrir mig ef
sá sjóður tapaði eitthvað minna en aðrir. Ég vek
líka athygli á ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem
hann hélt þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálf-
stæðisflokks tók við. Þar kallaði hann Björgvin G.
Sigurðsson, sem þá varð viðskiptaráðherra, hálf-
drætting því hann væri með svo lítið og ómerki-
legt ráðuneyti.“
OFURTRÚ Á EFTIRLITSKERFIÐ
Guðlaugur telur að mistökin, sem leiddu til
hrunsins, hafi verið mörg. „Það voru mistök að
sjá ekki hversu mörg egg við vorum komin með í
þessa bankakörfu, því stjórn- og eftirlitskerfi okk-
ar gekk enn þá út á hagkerfi byggt á landbúnaði,
fiskveiði og iðnaði en ekki á stóru bankakerfi. Eft-
irlitskerfið sem við tókum upp er eftir evrópskri
fyrirmynd og við hefðum auðvitað átt að skoða
það nánar hvort eftirlitskerfi sem er hannað fyrir
áttatíu milljóna manna þjóð í Evrópu hentaði fyr-
ir þrjú hundruð þúsund manns.“
Guðlaugur segir að meiri gagnrýni hefði þurft
á löggjöf Evrópusambandsins sem Ísland hefur
þurft að taka upp vegna EES-samningsins, þar á
meðal tilskipunina sem skapaði umhverfið fyr-
ir Icesave-reikningana. „Við hefðum átt að vera
gagnrýnni á kerfið í heild í staðinn fyrir að taka
endalaust við tilskipunum frá Evrópusamband-
inu án þess að skoða þær neitt nánar. Þau viðhorf
að ekki sé hægt að breyta neinu í tengslum við
þessar tilskipanir eru ekki rétt. Svo höfðu menn
ofurtrú á eftirlitskerfinu sem komið var á, en eins
og ljóst er orðið var sú trú byggð á sandi.“
Að mati Guðlaugs var það þó ekki bara eft-
irlitskerfi hins opinbera sem stóð ekki vaktina.
„Víðar var pottur brotinn. Viðskiptalífið og vinnu-
brögðin þar voru alls ekki í lagi, hugarfar og af-
staða manna til hlutanna. Endurskoðendur, hlut-
hafafundir og stjórnir stóðu sig ekki í stykkinu.
Það var eitthvað ekki eins og það átti að vera. Það
er margt óskiljanlegt í tengslum við lánastarfsemi
bankanna og hvernig staðið var til dæmis að arð-
greiðslum og kaupréttarsamningum. Það er erfitt
að átta sig á því hvernig það gengur upp að banki
láni einstaklingi fyrir kaupum á sjálfum sér ein-
ungis með veði í bréfunum. Það þarf ekkert eft-
irlitskerfi til að sjá að þetta gengur ekki upp. Það
þarf einungis heilbrigða skynsemi. Ég held að
þetta sé það sem hefur komið mér hvað mest á
óvart að menn skuli hafa komist upp með og það
er eiginlega alveg óskiljanlegt hvernig það gat
gerst.“
Guðlaugur segir að sennilega hafi allir sofið á
verðinum. „Staðreyndin er sú að öll eftirlitskerf-
in, opinber sem og önnur, fjölmiðlar, akademían
og fleiri, sváfu einfaldlega á vaktinni. Þetta minn-
ir okkur líka á nokkuð sem við vorum kannski
búin að gleyma: Að gagnrýnin hugsun er allt-
af nauðsynleg. Einnig, og það tengist gagnrýnni
hugsun, verðum við að ræða hlutina án þess að
persónugera þá sífellt. Við verðum að aðgreina
málefni frá persónum. Umræðuhefðin hér geng-
ur of mikið út á að vera í „liði“ með eða á móti
einhverjum í stað þess að ræða viðkomandi mál-
efni. Þetta var rándýr en nauðsynleg áminning.“
GÖLLUÐ PENINGAMÁLASTEFNA
Það virðist hafa verið þróunin hér á landi að eft-
ir að skortur varð á erlendu lánsfé var reynt að
halda fyrirtækjum og bönkum uppi á innlendu
lánsfé í staðinn. Fjöldinn allur af óeðlilegum
lánveitingum átti sér því stað á skömmum tíma.
Hefðu viðvörunarbjöllur okkar hér heima ekki
átt að hringja þá? „Ég var ekki í ráðuneyti sem
þessi mál heyrðu undir og ekki í þeim nefnd-
um sem fjölluðu um þessi mál á þessum tíma
þannig að ég get í raun ekki svarað því nægilega
vel,“ segir Guðlaugur, en hann gegndi embætti
heilbrigðisráðherra þann tíma sem hann sat í
ríkisstjórn.
„Ég var með minn málaflokk og ég er mjög
stoltur af þeim árangri sem ég náði þar. Hins
vegar er ég eins og flestir aðrir stöðugt að læra
og komast að því hvað gerðist hérna í rauninni.
Auðvitað hefði þurft að ræða þessa hluti mik-
ið betur, miklu fyrr. Eins og til dæmis peninga-
málastefnuna sem gekk greinilega ekki upp. Að
hækka vextina til þess að halda þenslunni niðri,
sem aftur varð til þess að menn leituðu eftir láns-
fé á betri kjörum erlendis. Það skapaði undirliggj-
andi vanda eins og of hátt gengi jöklabréfa og til-
hneigingu til að gera út á gengi krónunnar í stað
reksturs.“
Guðlaugur bendir á að það sem hafi gerst og
sé að gerast hér á Íslandi sé ekki einsdæmi. „Ég
hvet til dæmis fólk til þess að lesa skrif Más Guð-
mundssonar seðlabankastjóra um einmitt þessi
mál, en öll lönd sem við berum okkur saman við
eru að ganga í gegnum nákvæmlega það sama.
Menn spyrja sig í raun hvernig þetta geti hafa
gerst, þrátt fyrir öll eftirlitskerfin. Elísabet Eng-
landsdrottning kom til dæmis í heimsókn í Lond-
on School of Economics og sagði, svo ég þýði það
lauslega: „Við höf-
um alla þessa sér-
Lumbraði
á kommum sex ára
Ég stoppaði það líka að Orkuveitan byggði
allt að 500 sumarbústaði
við Úlfljótsvatn. Ég hvet
menn til að skoða hvernig
staða Orkuveitunnar væri
ef orðið hefði af þessu.
ALMENNINGUR NÚMER EITT
Guðlaugur segir að hann dragi ekki
taum neins annars en almennings.
MYND SIGTRYGGUR ARI