Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Síða 42
RAÐMORÐINGINN REG John Reginald „Reg“ Halliday Christie
var breskur raðmorðingi sem á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar myrti að
minnsta kosti sex konur. Hann ólst upp í slæmu sambandi við strangan og fá-
skiptinn föður sem sýndi börnum sínum litla ástúð.
Fimm systur Christies voru ráðríkar og því naut hann ofverndar móður sinnar í
bernsku. Allt þetta gróf undan sjálfsöryggi Christies og var hans minnst sem und-
arlegs og einræns drengs, sem ekki naut mikilla vinsælda.
Lesið um raðmorðingjann Reg í næsta helgarblaði DV.
MORÐIÐ Í GÖMLU
Gamla Tranche-myllan líkist mest einmana könguló þar sem hún stendur yfir Loire-dalnum í Montsoreau í
Frakklandi. Áður fyrr hugsuðu íbúar svæðisins til myllunnar með hlýhug en morð á unglingsstúlku breytti
hlýhugnum í hrylling.
Gamla Tranche-myllan í Loire-dal
í Frakklandi hafði löngum skipað
sérstakan sess í hugum íbúa svæð-
isins. Löngu yfirgefin og búin að
ljúka verki sínu minnti myllan á
eldri tíð og gnæfði líkt og könguló
yfir dalnum. En ímynd myllunnar í
hugum íbúanna átti eftir að breyt-
ast.
Sagan hófst fimmtudaginn 23.
október 2008 þegar Véronique,
einstæð móðir sem starfaði í verk-
smiðju sem frysti matvörur, þurfti
fyrirvaralítið að fara á tveggja daga
námskeið.
Til að þrettán ára dóttir henn-
ar, Pricillia, þyrfti ekki að vera ein
heima fékk Véronique Lionel, átj-
án ára bróður Pricilliu, til að vera
hjá henni.
En margt fer öðruvísi en ætl-
að er og Lionel ákvað að eyða
fyrri nóttinni af tveimur hjá kær-
ustu sinni. Þegar Lionel kom heim
morguninn eftir var Pricilliu hvergi
að finna og eftir að hafa leitað af sér
allan grun hafði Lionel samband
við móður þeirra.
Lögreglan kölluð til
Véronique brást skjótt við og haft
var samband við alla nágranna en
enginn hafði séð Pricilliu og að
lokum var haft samband við lög-
regluna. Fyrsta spurningin sem
lögreglan velti upp var að sjálf-
sögðu hvort Pricillia hefði strokið
að heiman. Þeim vangaveltum var
strax vísað á bug því Pricillia var
þekkt fyrir að vera með eindæm-
um heimakær.
Lögreglan fór þá yfir blogfærslur
Pricilliu og reyndi að henda reiður
á hvað gerðist síðustu kukkutím-
ana áður en hún hvarf. Í ljós kom
að Pricillia hafði ekki verið í tölvu-
sambandi við neinn og enginn
hafði haft samband við hana, en
undanfarnar vikur hafði hún feng-
ið yfir tvö hundruð heimsóknir á
vefsvæði sitt og gert þau mistök að
gefa upp fullt heimilisfang.
Hringt um miðja nótt
Pricillia hafði ekki verið í skólan-
um á fimmtudeginum, en farið yfir
námsefnið heima við. Árla kvölds
hafði hún hitt nokkra krakka úr ná-
grenninu og drukkið eitt bjórglas
áður en hver fór til síns heima.
Um tíuleytið hringdi vinkona
hennar og spurði hvort hún ætl-
aði í skólann daginn eftir en Pric-
illia hafði ákveðið að nota tækifær-
ið þegar mamma hennar var að
heiman og næla sér í einn frídag
frá skóla í viðbót.
Enginn getur með fullri vissu
sagt til um hvað gerðist síðar, en
samkvæmt símtalaskrá var hringt
í hana klukkan tvö um nóttina. En
hver hringdi? Var símtalið nógu
áhugavert til að Pricillia færi á fæt-
ur, klæddi sig og hyrfi að lokum út
í nóttina?
Pricillia fundin
Michael, frændi Pricilliu, hafði á
sunnudegi ekkert fengið að vita
um hvarf frænku sinnar. Hann
hafði reyndar undrast að hún hefði
ekki komið um morguninn eins og
hennar var vandi til að hjálpa hon-
um með grænmetisbásinn sem
hann var með við bæjartorgið. Það
var ekki fyrr en bareigandi handan
torgsins kom til Michaels að hann
fékk að vita að frænku hans væri
saknað.
Um hádegisbil þegar Michael
var að taka saman föggur sínar var
fjölda lögreglubíla ekið hjá með
blikkandi ljós og vælandi sírenur.
Lögreglubílunum var ekið í átt að
gömlu myllunni og orðrómur þess
efnis að Pricillia væri fundin barst
með hraði um torgið.
Myrt við mylluna
Pricillia fannst látin á steingólfi
myllunnar, hálfnakin og nærfata-
laus. Andlit hennar var þakið skrá-
mum og hafði líkið verið þakið
rusli. Pricilliu hafði verið nauðgað,
hún lamin og síðan kyrkt.
Við fyrstu sýn virtist sem morð-
inginn hefði lokkað Pricilliu eitt-
hvert annað og myrt hana, en síð-
an flutt líkið að gömlu myllunni og
fleygt því á meðal tómra bjórdósa,
vindlingastubba og annars rusls
sem unglingar höfðu skilið þar eft-
ir.
Við nánari athugun kom í ljós
að Pricillia hafði verið dregin beint
til myllunnar um miðja nótt og að
lokum myrt.
Þennan sunnudag var þröngt
á þingi við mylluna. Lögreglan og
forvitnir bæjarbúar stóðu sorg-
bitnir undir gömlu myllunni sem
var þögul um síðustu stundir Pric-
illiu. Fólkið var, líkt og myllan, þög-
ult og furðu lostið yfir grimmileg-
um örlögum unglingsstúlkunnar.
Af ráðnum hug
Næstu daga kannaði lögreglan alla
þá sem heimsótt höfði bloggsíðu
Pricilliu, en allir reyndust hafa fjar-
vistarsönnun. En að lokun komst
lögreglan, með aðstoð frá rann-
sóknarblaðamanni, á spor mögu-
legs morðingja.
Michel var tuttugu og eins árs
vinur Lionels, bróður Pricilliu, og
var á sakaskrá. Michel hafði vitað
að bæði móðir Pricilliu og bróðir
yrðu að heiman þessa örlagaríku
nótt. Árásin á Pricilliu var skipu-
lögð; Michel hafði bankað upp á
hjá Pricilliu staðráðinn í að koma
fram vilja sínum. Michel mun hafa
farið með Pricilliu nauðuga viljuga
upp að gömlu myllunni og nauðg-
að henni og kyrkt og síðan fleygt
henni líkt og skarni á kalt gólfið.
Gamla myllan vekur ekki leng-
ur upp sömu tilfinningar og áður
hjá íbúum svæðisins. Í stað þess
að ylja þeim um hjartarætur vekur
hún upp hroll og eru margir þeirr-
ar skoðunar að best færi á því að
hún hyrfi af yfirborði jarðar.
UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is
42 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 SAKAMÁL
MYLLUNNI
Þegar Lionel kom heim morg-
uninn eftir var Pricilliu
hvergi að finna og eftir
að hafa leitað af sér
allan grun hafði Lio nel
samband við móður
þeirra.
Tranche-myllan og Pricillia
Morðingi unglingsstúlkunnar
huldi líkið rusli í gömlu myllunni.