Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Síða 46
VINÁTTAN MIKILVÆGUST Samkvæmt ástralskri rannsókn skiptir vinátta mestu máli varðandi langlífi og jafnvel meira máli en fjölskyldubönd. Rannsóknin var byggð á gögnum eldra fólks og má lesa út úr henni að góð vinátta geti komið í veg fyrir offitu, þunglyndi og vandamál tengd hjartanu. „Þegar konur verða stressaðar tala þær við vinkonur sínar,“ segir sálfræðingur- inn Joan Borysenko. „Snerting og spjall við vin leysir úr læðingi hormón sem hefur róandi áhrif á líkama og sál.“ Samkvæmt viðamikilli rannsókn þarf ástarsamband ekki að breytast í vináttu með árunum. Sálfræðing- urinn Bianca P. Acevedo segir hjón geta viðhaldið rómantík í hjóna- bandi sínu fyrir lífstíð og þannig átt í hamingjuríku og heilbrigðu sam- bandi. „Margir ruglast á rómant- ísku ástarsambandi og ástríðufullu sambandi,“ segir Acevedo. „Róman- tísk ást hefur í rauninni allt það sem ástríðan býður upp á, eins og nánd, kynlíf og tilfinningahita, en án þrá- hyggju. Pör sem eru í ástríðufull- um samböndum upplifa oft óöryggi og álag. Slíkt gæti hjálpað til í styttri samböndum en ekki þeim lengri.“ Í rannsókninni, sem birtist í tíma- ritinu General Psychology, voru sam- bönd rúmlega 6 þúsund einstaklinga skoðuð auk þess sem vísindamenn- irnir skoðuðu gögn 17 annarra rann- sókna um ástarsambönd. Í ljós kom að þeir sem flokkuðust í róman tísk sambönd voru hamingjusamari, hvort sem lengri eða styttri sambönd voru skoðuð. Ástríðufullu pörin mældust hamingjusöm ef um styttri sambönd var að ræða. Einnig kom í ljós að þeir sem sögðust hamingju- samir í sambandi sínu við makann mældust ánægðari með lífið og með meira sjálfstraust en hinir. „Sú tilfinning sem vissan um að makinn sé til staðar vekur upp veit- ir vellíðan. Hins vegar á ástríðufullt samband með sitt óöryggi og áhyggj- ur ekki mikla möguleika á langlífi,“ segir Acevedo sem telur líklegt að niðurstaðan breyti væntingum fólks til langtímasambanda. „Pör ættu alltaf að reyna halda í tilfinninga- hita og nánd. Nú vitum við að það er mögulegt.“ UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is Sofðu í sjö tíma Átta tímar á hverri nóttu væri enn betra. Sam- kvæmt prófess- or í háskólanum í Chicago getur minni svefn valdið breytingum í efna- skiptum sem gætu aukið líkur á offitu og sykursýki. Þekktu blóðþrýst- inginn Aflaðu þér upplýsinga um eðli- legan blóðþrýsting miðað við þinn aldur. Með því að lækka blóðþrýstinginn með æfingum og þjálfun yngirðu líkama þinn um mörg ár. Forðastu reykingar Ekki leyfa fólki að reykja í kring- um þig. Sumir halda því fram að klukkutími af óbeinum reykingum jafnist á við að reykja tvær til fjórar sígarettur. Hreyfðu þig Samkvæmt rannsókn Harvard-há- skólans lengirðu lífi þitt um tvær klukkustundir fyrir hverja klukku- stund sem þú æfir. Láttu hjartað vinna vinnuna sína á hverjum degi. Borðaðu fisk Ómega-3 fitusýrur og prótein úr fiski halda hjartanu og æðakerf- inu gangandi. Borðaðu fisk þrisvar í viku. Eyddu ekki um efni fram Þú losnar við stress og áhyggjur og sefur því mun betur ef þú þarft ekki að hafa áhyggjur af fjármálum. Mundu eftir tannþræðinum Samkvæmt fjölda rannsókna lifa þeir lengur sem nota tannþráð reglulega. Hressa spjallþáttaskvísan Rachel Ray sem hefur hingað til skartað flottum ávölum línum, hefur nú tekið sig á í ræktinni. Þáttur Rachel er sýndur daglega um allan heim svo það er nóg að gera hjá stjörnunni sem lætur ann- ríki ekki stoppa sig og mætir í ræktina fyrir klukkan sex flesta morgna. Rachel hleypur í hálf- tíma og tekur svo langa æfingu í lyftingasalnum en hennar leynd- armál er að stíga aldrei á vigtina. Hún segist sjá og finna að hún hafi náð árangri og þurfi ekki að láta einhverjar tölur sanna það fyrir sér. Athygli vekur að hún minnist ekkert á mataræðið. Líkurnar á að íslensku barni sé rænt um hábjartan dag eru afar litlar en maður getur aldrei farið of varlega. Eftirfarandi listi er byggður á efni sjónvarspssálfræðingsins dr. Phil en þessi fimm atriði gætu bjargað barninu þínu. 46 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 LÍFSSTÍLL LENGUR LIFÐU RACHEL RAY STÍGUR EKKI Á VIGT Samkvæmt rannsókn þurfa hjónabönd ekki að breytast í vináttu með tímanum: RÓMANTÍKIN DEYR EKKI ÚT Hamingjusöm hjón Betra er að elska og vita að makinn elskar þig en að vera að deyja úr ást og ástríðu. ER BARNIÐ ÞITT ÖRUGGT? 1. UNDIRBÚÐU BARNIÐ ÁN ÞESS AÐ HRÆÐA ÞAÐ Ekki gera barnið móðursjúkt. Talaðu opin- skátt um það sem barnið má og má ekki. Barnið á aldrei að: *Fara upp í bíl með ókunnugum. *Fara með ókunnugum á annan stað. *Lofa einhverjum að segja ekki frá einhverju. Barnið á að: *Halda kyrru fyrir hjá vini. *Láta foreldra vita af sér. 2. GERÐU HEIM BARNSINS ÖRUGGAN *Aldrei nokkurn tímann skilja barnið eftir aleitt. Ekki einu sinni í örskamma stund, sérstaklega ef það er mjög ungt. Það er öryggi í fjöldanum. *Vertu viss um að barnið sé með á hreinu hver sæki það í skólann, á dansæfingu eða í tónlistarskólann. Ekki láta koma barninu á óvart. *Barnið á að kunna heimasímanúmerið, GSM-númer foreldra sinna, heimilisfang sitt og geta hringt í 112. *Varastu að klæða barnið í föt merkt nafni þess. *Ákveddu leyniorð með barninu þínu. Ef þú sendir vin eða fjölskyldumeðlim til að sækja barnið getur barnið beðið viðkomandi um leyniorðið og þannig treyst því að það sé öruggt að fara með fullorðna einstaklingnum. 3. HORFÐU OG HLUSTAÐU Sem foreldrar verðum við að vera vakandi yfir því sem gerist í veröld barnsins. Hlustaðu á barnið til að vera viss um að það tali ekki um einhvern sem á ekki heima í lífi þess. Horfðu í kringum þig þegar þú sækir barnið þitt í skólann eða á æfingu og athugaðu hvort þú sjáir fullorðinn einstakling sem á ekki heima þarna. Í Bandaríkjunum eru flest barnsrán af handahófi en oftast hefur verið fylgst með börnunum í langan tíma. Fylgstu með því sem barnið gerir á netinu. Barnaníðingar lokka börn á netinu og fá þau til að hitta sig í raunheimum. 4. SKIPULEGGÐU Vertu ávallt með nýlega mynd af barn- inu þínu á þér. Fyrstu klukkustundirn- ar eftir barnsrán eru mikilvægastar. 5. KENNDU BARNINU AÐ HUGA AÐ SÉR Kenndu barninu að þekkja hættumerkin: Hver, hvað og hvert *Hver: Einhver sem það þekkir ekki eða treystir ekki biður það um eitthvað sem það vill ekki. Ókunnugir eru ekki aðeins ógeðslegir karlmenn í síðfrökkum. Þeir geta verið hver sem er. Mörgum börnum er rænt af fjölskyldumeðlim- um eða kunningjum. *Hvað: Fullorðnir biðja börn ekki um hjálp. Það eitt ætti að vera merki um að eitthvað er ekki í lagi. Barnið ætti að vara sig á fólki sem biður það um að koma upp í bílnn til sín, fara eitthvað með þeim og þeim sem fer yfir strikið í snertingu. *Hvert: Ef einhver biður barnið þitt um að koma með sér á annan stað er það hættumerki. Kenndu barninu að það er í lagi að segja: Nei. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af ókurteisi. Ef barnið upplifir sig í hættu eða að eitthvað sé að ætti það að biðja einhvern sem það treystir um hjálp, öskra eða koma sér í burtu. Ekki segja barninu hvernig það á að bregðast við. Spurðu barnið hvað það myndi gera ef ókunnugur maður myndi biðja það um að koma með sér til að sýna sér leiðina að búðinni. Vertu viss um að barnið viti að það geti sagt þér allt, líka það sem því þykir óþægilegt að tala um. Kenndu barninu að treysta á innsæi sitt, ef eitthvað virðist rangt er það líklega rangt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.