Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Side 48
MINNINGARSÍÐUR Á FACEBOOK Aðstandendur þeirra sem
hverfa yfir móðuna miklu lenda oft í stökustu vandræðum þegar kem-
ur að því að breyta eða eyða þeim síðum sem hinn látni hefur sett upp
í gegnum tíðina. Það getur verið mjög óviðkunnanlegt ef Facebook
héldi til dæmis áfram að stinga upp á hinum látna sem mögulegum
vini. Facebook býður nú aðstandendum að breyta síðum látinna í eins
konar minningarsíður í stað þess að eyða þeim. Þar er hægt að lesa
um hinn látna og skrifa minningarorð á Vegg síðunnar.
IPAD-ÆÐI
Á SÖLUVEF
Fyrirfram pantanir á iPad-tölvu
Applefyrirtækisins sem kemur á
markað í aprílbyrjun ætla að slá öll
met. Talið er að tuttugu til tuttugu
og fimm þúsund pantanir hafi verið
gerðar á hverjum klukkutíma frá því
að fyrirtækið opnaði fyrir söluna. Ef
miðað er við ódýrari gerð tölvunnar
þýðir það að veltan er um tíu
milljónir Bandaríkjadala á klukku-
stund. Fyrsta sending tölvunnar
verður því hreinlega uppseld nú um
helgina miðað við ásóknina.
SKILABOÐ
OG KYNLÍF
Um helmingur allra þeirra sem vafra
á netinu skoðar uppfærslur og
skilaboð á Facebook og Twitter eftir
að þeir eru komnir í rúmið, á
nóttunni og strax eftir að þeir vakna
á morgnana. Þetta er niðurstaða
nýrrar bandarískrar könnunar um
netnotkun en þar má einnig finna
hina athyglisverðu niðurstöðu að
um ellefu prósent undir 25 ára aldri
finnst það allt í lagi að gera hlé á
samförum vegna skilaboða úr
spjallforriti, síma eða tölvu.
FINNDU VININA
ÚTI Á LÍFINU
Ný þjónusta fyrir þá sem eru mikið
úti á lífinu er að ryðja sér til rúms í
Bandaríkjunum. Vinahópar sem
hittast reglulega um kvöld og helgar
geta nú skráð sig í sameiginlega
vefþjónustu sem byggist á
staðsetningartækni fyrir snjallsíma.
Tæknin virkar einfaldlega þannig að
áður en haldið er út á lífið loggar
maður sig inn í þjónustuna og sjá þá
útvaldir vinir og kunningjar hvar þú
ert staddur. Þjónustan hefur öll
veitinga- og öldurhús skráð í
gagnagrunn og getur sýnt á korti
hvar hver og einn í vinahópnum er
staddur þá stundina.
UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is
Það hefur færst í vöxt á síðustu árum
að hýsa myndaalbúm fjölskyldunnar
á vefnum. Með tilkomu samskipta-
vefja er það orðinn hluti af daglegri
tilveru okkar að geta deilt mynd-
um og myndskeiðum úr lífi okkar.
Kosturinn við að nýta sér veflæga
myndþjónustu er að myndirnar eru
öruggari, ónýtur harðdiskur í heim-
ilistölvunni hefur orðið til þess að
margir hafa glatað stórum hluta fjöl-
skyldumyndanna eftir að stafræn-
ar ljósmyndir tóku við af filmunni.
Flestar veflægar ljósmyndaþjónust-
ur bjóða nú upp á að notandinn geti
gert sína eigin ljósmyndabók sem
síðan er prentuð, bundin og send í
pósti til viðkomandi.
DV skoðaði nokkrar af stærstu
fríu ljósmyndasíðunum sem í boði
eru í dag og bar þær saman við
myndþjónustuna á Facebook.
Flickr
Ljósmyndaþjónustan Flickr sem er
í eigu Yahoo er orðin nokkurra ára
gömul og ein vinsælasta ljósmynda-
þjónustan á vefnum. Það er ekki síst
því að þakka að Flickr hefur gert
öðrum aðilum auðvelt að samhæfa
þjónustu sína við forrit, snjallsíma
og bloggsíður. Flickr hefur einnig
sérhæfð forrit, bæði fyrir Windows
og Mac OSX, sem eru ætluð ein-
göngu til að senda myndir úr tölvu
viðkomandi á vefsíðuna. Hver sem
er getur stofnað frían aðgang hjá
Flickr, aðeins þarf staðfest netfang.
Pro-aðgangur kostar 24,95 doll-
ara á ári og gefur kost á ótakmörk-
uðum mynda- og myndskeiðs-
fjölda, hver mynd er þó takmörkuð
við 20MB. Í Pro-aðgangi er einnig
ótakmörkuð bandvídd, aðgangur að
myndum í fullri stærð og upplausn,
auglýsingafrítt vefsvæði og hægt að
setja myndir í allt að 60 flokka.
Picasa Web Albums
Picasa er í eigu Google og til að
tengjast þjónustunni þarf að verða
sér úti um Google ID eða Gmail-net-
fang. Þeir sem þekkja iPhoto ættu að
kannast við viðmót Picasa-forritsins
því þau eru mjög lík. Picasa fríþjón-
ustan hefur engar takmarkanir aðrar
en þær að geymslurýmið miðast við
1GB. Hægt er að fá 20GB geymslu-
rými fyrir 5 dollara á ári sem er síðan
deilt milli Picasa, Gmail og Google
Docs. Geymslurými er hægt að auka
allt upp að einu TB sem kostar 256
dollara á ári.
Photobucket
Photobucket er svipuð þjónusta og
Flickr, fría þjónustan er takmörkun-
um háð og birtar auglýsingar á vef-
svæðinu. Í Pro-aðgangi, sem kost-
ar 24,95 dollara á ári eins og hjá
Flickr, er ótakmörkuð bandvídd og
geymslurými, myndstærðir í allt að
4000 x 3000 pixlum, auglýsingafrítt
vefsvæði, ftp-aðgangur og fleira.
Facebook
Samskiptasíðan Facebook hefur
engar sérstakar takmarkanir eins og
er nema myndstærðir. Stærð mynda
miðast við 720 pixla hvort sem er á
breidd eða hæð. Stærð myndanna
virðist einnig takmörkuð við 1MB
þótt það sé ekki staðfest. Það er því
ólíklegt að Facebook henti fyrir þá
sem vilja nýta sér það að geta látið
prenta fyrir sig bækur með myndum
í góðri upplausn.
48 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 HELGARBLAÐ
Eru fjölskyldumyndirnar öruggar á heimilistölvunni eða er bara
tímaspursmál hvenær harði diskurinn hrynur og minningar
sem festar hafa verið á mynd eru að eilífu glataðar? Er kominn
tími til að skipta í veflæga myndþjónustu?
MYNDIR
Á VEFINN
Miðast við frían aðgang,
hægt er að uppfæra í
greiddan aðgang með
auknu geymslurými og
fleiri möguleikum.
n Geymslurými: 100MB á mánuði,
aðeins 200 nýjustu myndirnar
sýndar.
n Stærð hverrar myndar: Upp að
10MB, mest 1024 pixlar á breidd
eða hæð
n Myndskeið (video): Tvö á mánuði,
hámark 90 sekúndur, 150MB hvert
myndskeið
n Bandvídd: 100MB á mánuði
n Sérhæft forrit: OSX og Windows
n Samhæfing: Innbyggt í iPhoto09,
plugin fyrir iPhoto, Aperture og
Adobe Lightroom.
n Myndvinnsla: Já, með Picnik
(www.picnik.com)
Flickr
Miðast við frían aðgang,
hægt er að uppfæra í
greiddan aðgang með
auknu geymslurými og
fleiri möguleikum.
n Geymslurými: 1GB
n Stærð hverrar myndar: Upp að 1GB
n Myndskeið (video): 1GB
n Bandvídd: Engin takmörk
n Sérhæft forrit: OSX (Intel) og
Windows
n Samhæfing: Plugin fyrir iPhoto og
Aperture.
n Myndvinnsla: Já
Picasa
n Geymslurými: 200
myndir í hvert albúm.
Ótakmarkaður fjöldi
albúma.
n Stærð hverrar myndar:
720 pixlar á breidd
n Myndskeið (video): Ótakmarkað
n Bandvídd: Ótakmarkað
n Sérhæft forrit: Nei
n Samhæfing: Plugin fyrir netvafra
n Myndvinnsla: Já, með Picnik
(www.picnik.com)
Facebook
Miðast við frían aðgang,
hægt er að uppfæra í
greiddan aðgang með
auknu geymslurými og
fleiri möguleikum.
n Geymslurými: 500MB
n Stærð hverrar myndar: 1024x768
pixlar/1MB
n Myndskeið (video): 300MB eða 10
mín. HD-stuðningur
n Bandvídd: 10GB á mánuði
n Sérhæft forrit: Javaforrit fyrir öll
stýrikerfi.
n Samhæfing: Sérstök samhæfing
við Facebook, MySpace og Twitter.
n Myndvinnsla: Já, með FotoFlexer
Photobucket