Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Qupperneq 59

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Qupperneq 59
DAGSKRÁ 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR 59 Bubbi bjargar mánudögum Ég verð að segja það hreint út að sjónvarpsdagskráin á RÚV er átakanlega slök á virkum dögum. Einn dag í viku er hins veg- ar kastað til mín björgunarhring úr óvæntri átt. Bubbi Morthens sit- ur við færibandið á Rás 2 á mánu- dagskvöldum klukkan 22. Þáttur- inn býður upp á allt til þess að hann sé hakkaður í spað af gagnrýnend- um, eins og raunar hefur verið gert. Bubbi er maður sem gefur auðveld- lega færi á sér og leikur einn er að gera grín að honum, en ég held að honum sé skítsama um gagnrýni. Bubbi er maður sem ég kann alltaf meira og meira að meta. Færi- bandið hans er einlægur, mildur og fróðlegur kvöldþáttur sem ég fíla! Verandi sérstakur aðdáandi Ragga Bjarna var fjögurra þátta serían, sem var tileinkuð lífshlaupi hans, hrikalega góð. Að hlusta á tvær af helstu kempum síðustu ára- tuga ræða um bransann og skiptast á sögum er gott út- varp. Bubbi toppaði sig svo mán- uðinn þar á eftir, þegar hann fékk ævintýramanninn Ómar Ragnarsson í aðra fjögurra þátta seríu þar sem hann fór yfir vægast sagt ótrúlegt lífs- hlaup sitt. Ómar er eins kon- ar Forrest Gump Íslands, þar sem hann hefur verið alls staðar þegar eitthvað merki- legt hefur gerst í sögu þjóð- arinnar síðustu áratugi. Þeg- ar ég hlustaði á þá félaga rann upp fyrir mér hvað Ómar Ragnarsson er raunveru- lega mikil þjóðareign og að þegar tímarnir okkar verða gerðir upp af sagnfræðingum í fjarlægri fram- tíð mun nafn Ómars Ragnarssonar koma oft upp í þeirri sögu. Ómar verður þjóðsagnarpersóna. Sama má auðvitað segja um nafn út- varpsmannsins, tónlistarmanns- ins, fjárfestisins, ljóðskáldsins, rit- höfundarins, sjónvarpsmannsins, boxarans og veiðimannsins Bubba Morthens. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON HLUSTAR Á BUBBA Á FÆRIBANDINU: PRESSAN STÖÐ 2 EXTRA SJÓNVARPIÐ 14:20 The Doctors 15:00 The Doctors 15:40 The Doctors 16:20 The Doctors 17:00 The Doctors 17:45 Wipeout USA 18:35 Seinfeld (12:24) 19:00 Seinfeld (13:24) 19:25 Seinfeld (14:24) 19:45 Seinfeld (15:24) 20:10 Ísland í dag - helgarúrval 20:35 Svínasúpan (3:8) 21:00 Supernatural (3:16) 21:40 ET Weekend 22:25 Seinfeld (12:24) 22:50 Seinfeld (13:24) 23:15 Seinfeld (14:24) 23:40 Seinfeld (15:24). 00:05 Auddi og Sveppi 00:40 Logi í beinni 01:25 Sjáðu 01:50 Fréttir Stöðvar 2 02:35 Tónlist- armynd- bönd frá Nova TV STÖÐ 2 07:00 Dynkur smáeðla 07:15 Lalli 07:25 Gulla og grænjaxlarnir 07:40 Firehouse Tales 08:00 Algjör Sveppi 09:20 Ofuröndin 09:45 Ógurlegur kappakstur 10:10 Garfield Gets Real 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 American Idol (19:43) 14:30 American Idol (20:43) 15:15 American Idol (21:43) 16:05 Grey‘s Anatomy (13:24) 16:55 Oprah 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Fraiser (9:24) 19:40 Sjálfstætt fólk Jón Ársæll heldur áfram mannlífsrannsóknum sínum, tekur hús á áhugaverðu fólki og kynnist því eins og honum einum er lagið. Þátturinn er mest verðlaunaðasti sjónvarpsþátturinn í sögu Edduverðlaunanna en hann var valinn sjónvarpsþáttur ársins fjögur ár í röð. 20:20 Réttur (2:6) Faðir Loga fær hann til að sækja mál gegn stærstu lyfjaverslun landsins. Barnastjarnan Dóri dúkkustrákur er handtekinn á leifsstöð með ólögleg fíkniefni. Hann er ófáanlegur til að nefna nöfn enda er fíkniefnaheimurinn lítill og hættulegri en margir halda. 21:10 Cold Case (12:22) 7,7 (Óleyst mál) Sjöunda spennuþáttaröðin um Lilly Rush og félaga hennar í sérdeild lögreglunnar þar sem þau halda áfram að upplýsa sakamál sem stungið hefur verið óupplýstum ofan í skjalakassann. 22:00 Twenty Four (9:24) 22:50 60 mínútur 23:35 Daily Show: Global Edition 00:00 NCIS (11:25) 00:45 Breaking Bad (6:7) 01:35 Marie Antoinette 03:35 No Way Out 05:25 Fraiser (9:24) 05:50 Fréttir 08.00 Morgunstundin okkar 08.01 Húrra fyrir Kela! (10:26) 08.24 Lítil prinsessa (25:35) 08.34 Þakbúarnir (27:52) 08.47 Með afa í vasanum (27:52) 09.00 Disneystundin 09.01 Fínni kostur (24:35) 09.23 Sígildar teiknimyndir (26:42) 09.30 Finnbogi og Felix (11:26) 09.51 Hanna Montana 10.15 Gettu betur 11.25 Úti í mýri 12.00 Leiðin á HM 12.30 Silfur Egils 13.50 Íslandsmótið í handbolta 15.50 Íslandsmótið í handbolta 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Að sigrast á feimninni 17.45 Elli eldfluga (12:12) 17.50 Leirkarlinn með galdrahattinn (3:6) 18.00 Stundin okkar 18.30 Spaugstofan 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Heimsmethafinn í vitanum Heimildamynd eftir Jón Karl Helgason. Einn af elstu vitum Íslands, Stórhöfðaviti, er talin óviðrasamasta veðurstöð landsins. Þar ræður ríkjum Óskar J. Sigurðsson vitavörður, sem hefur stundað veðurathuganir frá 1952. Auk þess hefur Óskar sett heimsmet í fuglamerkingum. Hann hefur merkt yfir 88 þúsund fugla og er enn að. Óskar er síðasti vitavörðurinn á Íslandi. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 20.30 Glæpurinn II (5:10) (Forbrydelsen II) Dönsk sakamálaþáttaröð. Lögfræðingur er myrtur og Sarah Lund, sem var lækkuð í tign og flutt út á land eftir ófarirnar í fyrri syrpunni, er kölluð til Kaupmannahafnar og fengin til að rannsaka málið. 21.30 Sunnudagsbíó - Ísilögð áin 7.3 (Frozen River) Bandarísk bíómynd frá 2008. Tvær einstæðar mæður leiðast út í smygl á verndar- svæði Mohawk-indíána á landamærum New York-ríkis og Quebec í Kanada. Leikstjóri er Courtney Hunt og meðal leikenda eru Melissa Leo, Misty Upham, Charlie McDermott og Michael O‘Keefe. 23.05 Silfur Egils 00.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok STÖÐ 2 SPORT STÖÐ 2 BÍÓ 08:50 Spænski boltinn (Spænski boltinn 09/10) 10:30 Spænski boltinn (Spænski boltinn 09/10) 12:10 Meistaradeild Evrópu 13:50 Meistaradeild Evrópu (Meistaramörk) 14:15 Evrópudeildin (Liverpool - Lille) 16:00 Atvinnumennirnir okkar 16:35 Þýski handboltinn (Grosswallstadt - Gummersbach) 18:25 PGA Tour Highlights (Puerto Rico Open) 19:30 Inside the PGA Tour 2010 20:00 PGA Tour 2010 23:00 Franski boltinn (Marseille - Lyon) 00:40 Þýski handboltinn (Grosswallstadt - Gummersbach) 08:00 Dumb and Dumber 10:00 Great Expectations 12:00 Are We Done Yet? 14:00 Dumb and Dumber 16:00 Great Expectations 18:00 Are We Done Yet? (Erum við búin?) 20:00 Bernard and Doris 6,5 (Bernard og Doris) Áhrifamikil og sannsöguleg sem fjallar um tóbakserf- ingjann Doris Duke (Susan Sarandon) og samband hennar við samkynhneigða einkaþjóninn Bernard (Ralph Fiennes) en það vakti mikla athygli þegar hún ákvað að eftirláta honum allan sinn mikla auð. 22:00 Licence to Kill (Leyfið afturkallað) 00:10 The Invasion 02:00 Irresistible 04:00 Licence to Kill 06:10 Old School STÖÐ 2 SPORT 2 09:00 Mörk dagsins 09:40 Enska úrvalsdeildin (Everton - Bolton) 11:20 PL Classic Matches (West Ham - Sheffield Wed, 1999) 11:50 Premier League World 12:20 Mörk dagsins 13:00 Enska úrvalsdeildin (Man. Utd. - Liverpool) 15:45 Enska úrvalsdeildin (Blackburn - Chelsea) 18:00 Enska úrvalsdeildin (Aston Villa - Wolves) 19:40 Enska úrvalsdeildin (Arsenal - West Ham) 21:20 Enska úrvalsdeildin (Stoke - Tottenham) 23:00 Enska úrvalsdeildin (Man. Utd. - Liverpool) Einkunn á IMDb merkt í rauðu.SUNNUDAGUR SKJÁR EINN 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:20 7th Heaven (21:22) (e) 12:05 7th Heaven (22:22) (e) 12:45 7th Heaven (1:22) (e) 13:25 Dr. Phil (e) 14:10 Dr. Phil (e) 14:50 Spjallið með Sölva (5:14) (e) 15:40 Innlit/ útlit (8:10) (e) 16:10 Nýtt útlit (3:11) (e) 17:00 Djúpa laugin (6:10) (e) 18:00 Matarklúbburinn (1:6) (e) 18:30 The Office (20:28) (e) 18:55 30 Rock (22:22) (e) 19:20 Girlfriends (3:22) 19:40 Fyndnar fjölskyldumyndir (7:14) (e) 20:05 Top Gear (4:7) 21:00 Leverage (9:15) 21:45 Dexter (12:12) 22:45 House (20:24) (e) 23:35 Saturday Night Live (11:24) (e) 8,2 Stórskemmtilegur grín- þáttur sem hefur kitlað hláturtaugar áhorfenda í meira en þrjá áratugi. Í þáttunum er gert óspart grín að stjórnmálamönn- um og fræga fólkinu með húmor sem hittir beint í mark. Körfuboltakappinn Charles Barkley er gestaleikari þáttarins að þessu sinni og Alicia Keys flytur sín flottustu lög á milli atriða. 00:25 Worlds Most Amazing Videos (6:13) (e) 01:10 Pepsi MAX tónlist ÍNN 14:00 Úr öskustónni 14:30 Eldhús meistaranna 15:00 Frumkvöðlar 15:30 Í nærveru sálar 16:00 Hrafnaþing 17:00 Græðlingur 17:30 Tryggvi Þór á alþingi 18:00 Kokkalíf 18:30 Heim og saman 19:00 Alkemistinn 19:30 Óli á Hrauni 20:00 Hrafnaþing 21:00 Í kallfæri 21:30 Birkir Jón 22:00 Hrafnaþing 23:00 Eldhús meistaranna 23:30 Grínland Dagskrá ÍNN er endurtekin um helgar og allan sólarhringinn. Skjár Einn sýnir lokaþáttinn í fjórðu þáttaröð um Dexter á sunnudaginn klukkan 21.45. Það er óhætt að segja að það sé háspenna í þessum lokaþætti af einni bestu þáttaröð Dexter hingað til. Það gerist margt í þessum lokaþætti og eflaust eiga margir aðdáendur þáttanna eftir að sitja gap- andi eftir að honum lýkur. Vinnsla á fimmtu þáttaröðinni af Dexter er þegar hafin en fyrsti þáttur fer í loftið í Bandaríkjunum 10.septemb- er næstkomandi. Í þeirri þáttaröð verður þráðurinn tekinn upp að nýju á nákvæmlega sama stað og sú fjórða endaði. Þættirnir um Dexter eru byggðir á bók Jeff Lindsay, Dark ly Dreaming Dexter. Síðan þá hefur þáttaröðin tekið sína eigin stefnu og söguþráðurinn er ekki lengur sá sami og í bókunum sem eru nú orðnar fjórar talsins. Fyrsta þáttaröðin af Dexter þótti sú allra besta fram að þeirri fjórðu en hún gefur aðdáendum þáttanna von um að gæði þáttanna haldi áfram þrátt fyrir minnkandi tengsl við bæk- urnar. Michael C. Hall, sem leikur Dexter, og John Lithgow, sem leikur Arthur Mitchell, fengu báðir Golden Globe- verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. Í SJÓNVARPINU UM HELGINA FRUMSÝNINGAR HELGARINNAR HÁSPENNA Í DEXTER VITLAUS DAGSKRÁ THE LOVELY BONES n IMDb: 6,7/10 n Rottentomatoes: 32/100% n Metacritic: 42/100 DAYBREAK- ERS n IMDb: 6,7/10 n Rottentomatoes: 67/100% n Metacritic: 60/100 THE BOUNTY HUNTER n IMDb: ekki til n Rottentomatoes: ekki til n Metacritic: ekki til n Í síðasta helgarblaði DV urðu þau mistök að dagskrá föstudags var röng. Í stað þess að birta dagskrá föstudagsins 12.mars var birt dagskrá fyrir föstudag- inn 19.mars sem er þessa helgi. Einnig var liðurinn Þetta helst í sjónvarpinu um helgina rangur. Þar birtist grein um dansmyndir níunda áratugarins í tilefni af sýningu myndarinnar Flashdance. Raunin er að Flashdance er sýnd þessa helgi en ekki þá síðustu. DV biðst velvirðingar á þessu. Dexter Sjaldan verið betri. Bubbi Morthens Alltaf þegar maður heldur að Bubbi Morthens sé búinn að gera allt sem hægt er að gera kemur hann með eitthvað nýtt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.