Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1906, Page 152
146
D. Norðurströnd íslands.
Frá Siglunesi að Langanesi.
1879 — 1903.
1879—1903 I. II. III. IV. V. VI. Samtals
Gufuskip 1 . . . 2 1 . . . 4
Seglskip 3 2 1 2 2 1 11
Fiskigufuskip ... 1 ... 1
Seglfiskiskip ... 3 1 ... 17 ... 21
Samtals 4 5 3 4 20 1 37
Hjer er sett samandregið yíirlit yfir skipströnd á svæðinu frá Siglunesi að
Langanesi á tímabilinu 1879—1903.
Ströndin eru alls 37 og er það 16% af öllum ströndum við ísland á nefndu
25 ára tímabili. Eptir tegund skipanna skiptast ströndin þannig niður: Gufu-
skip 11%, seglskip 30°/o, fiskigufuskip 3°'o og seglfiskiskip 56%. Að hlutfallstala
seglfiskiskipanna er svo gríðarhá, stafar af skipströndunum við Hrísey 11. septbr.
1884, en þar strönduðu í éinu 14 seglfiskiskip í suðvestan ofsaroki. Af skipshöfn-
unum af þessum 14 skipum, er alls var 139 manns, drukknaði að eins einn maður.
Ad. I. Stormur orsakaði strand gufuskipsins og tveggja af seglskipunum, en
strandi þriðja seglskipsins olli straumur. Seglskipið »Ida« frá Æröskjöbing
lireppti hinn 26. septbr. 1887 norðanstórliríð með ofsaroki, brotn-
uðu siglutrjen og slitnaði reiðinn; einn af skipshöfninni tók út afþilfarinu
og drukknaði. Hinir af skipverjum náðu landi hinn 29. seplhr. (Nr. 28).
Ad. IV. í gufuskipinu »Bravo« frá Mandal bilaði gufuvjelin hinn 14. oktbr. 1881,
er skipið var statt út á Þistilsfirði, skipið varð lekt og sökk. Af skips-
höfninni 17 manns, drukknuðu 9 (Nr. 35). Hin 3 skipin liafa lent i hafís
og brotnað.
Ad. VI. Skipið strandaði við Hvanndalabjörg milli Hjeðinsfjarðar og Ólafsfjarðar.
Einn maður fórst við skipstrandið.
Tala skipbrotsmanna hefur verið hjer um bil 351; þar af hafa 12 menn
drukknað við skipströndin.
Mannskaðar hafa þannig verið hjer um bil 3,4%.