Bridge - 12.12.1957, Qupperneq 3
*
V
♦
BRIDGE
1. árg. 12. desember 1957
♦
4. tbl.
SLEMMUR og PÖSS
Fara á EM i Osló.
Á öðrum stað í blaðinu er
skýrt frá úrslitum í undirbún
ingskeppninni fyrir Evrópu-
meistaramótið í Osló næsta
sumar. í karlaflokknum sigr
aði sveit Stefáns J. Guðjohn-
sen og í kvennaflokknum sveit
Eggrúnar Arnórsd. í reglu-
gerð þeirri, sem Bridgesam
bandsstj órnin gerði f yrir
þessa keppni, og var birt hér
í blaðinu, segir m. a. að þær
sveitir, sem sigri í keppninni,
skuli vera reiðubúnar til þess
að heyja einvígi við sveitir, er
sambandsstjómin kunni að
velja gegn þeim, en sambands
stjórnin hafi einnig heimild
til þess, að fella niður slíka
keppni.
Bridgesambandsstjórnin
tók þetta mál fyrir á fundi 4.
desember s. 1. og var þar ákveð
ið, að einvígisheimildin skyldi
ekki notuð, og sveitir Stefáns
og Eggrúnar munu því, að öllu
forfallalausu taka þátt i EM
í Osló.
Sem kunnugt er taka sex
manna sveitir þátt í mótinu,
og munu því félagar í sveitun
um velja sér, í samráði við
Bridgesambandsstjórn, 2 nýja
félaga í hvora sveit. Ekki hefir
enn verið tekin ákvörðun um
hverjir það verða, en væntan
lega verður það ákveðið inn
an tíðar, svo sveitirnar geti
nú þegar hafið undirbúning
að þátttöku í mótinu. Þar sem
átta mánuðir eru til stefnu,
þar til EM hefst — eða lengri
tími en sveitir héðan hafa
nokkru sinni fyrr haft — er
ástæða til að ætla, að sveitirn
ar komi vel undirbúnar og í
góðri æfingu til mótsins.
Fylgja þeim beztu óskir blaðs
ins og áreiðanlega allra bridge
áhugamanna hér um vel-
gengni á mótinu.