Bridge - 12.12.1957, Síða 4

Bridge - 12.12.1957, Síða 4
2 BRIDGE Breyting á heimsmeistarakeppninni. Heimsmeistarakeppnin í bridge er að verða mikið vandamál, og það einfalda form, sem verið hefir á keppn inni síðustu árin getur ekki staðizt lengur. Bridgeíþróttin er stunduð í öllum heimsálf um, og að því hlýtur að koma fyrr eða síðar, að ein sveit frá hverri álfu, muni berjast um heimsmeistaratitilinn. Frá því heimsstyrjöldinni siðari lauk hafa Evrópumeistaramir spilað við bandarísku meist- arana um titilinn, en nú verð ur breyting á. Suður-Ameríka hefir verið uppgötvuð, og í næstu heimsmeistarakeppni, sem háð verður i Ítalíu snemma á næsta ári, munu Suður-Ameríku meistararnir keppa við ítölsku Evrópu- meistarana og bandarísku meistarana, sveit Crawfords. Þetta verður í fyrsta skipti, sem Suður-Ameríka tekur þátt í heimsmeistarakeppn inni og leikur mönnum for- vitni á að vita hvernig til tekst gegn hinum frábæru ítölsku og bandarísku spilur- um, en lítill vafi er á því, að flestir munu telja þessar sveitir þær beztu, sem til eru. Þá má geta þess, að á þingi Evrópusambandsins í Vín í sumar, lágu fyrir beiðnir um upptöku í sambandið frá Tún is og Marokkó — og munu þessar þjóðir hafa talið sig jafn hlutgengar í sambandið og Egyptaland og Asíuríkið Líbanon. Beiðni Túnis og Mar okkó var þó synjað, en hins vegar beint tii þeirra, að stofna Norður-Afríku deild, eða Miðjarðarhafsdeild, sem síðar myndi svo taka þátt í keppni um heimsmeistaratitil inn. ítalir hafa boðizt til að sjá um EM 1959 og Líbanon um mótið 1960. Sennilega kæmi það mörgum spánskt fyrir sjónir ef boði Líbanons yrði tekið. Það yrði þá í fyrsta skipti sem EM í einhverri íþróttagrein yrði háð utan Evrópu. Vissuiega svolítið furðulegt — en ennþá furðu legra væri þó, ef t. d. Egyptar yrðu Evrópumeistarar í bridge, eins og einu sinni lá við. -hsím. B R I D G E óskar öllu bridgefólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. 4

x

Bridge

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.