Húnavaka - 01.05.2008, Blaðsíða 136
H Ú N A V A K A 134
til Akureyrar og sandblásnir. Jón Arason, smiður á Blönduósi, annaðist þetta
vandasama verk, ásamt ísetningu glugganna, glerjun og málningu sem var
mjög vandasamt nákvæmnisverk.
Árið 1998 var kirkjan tekin í gegn að innan, kalk sem var á veggjum hreins-
að af og allir veggir málaðir hvítir. Þessum viðgerðum var öllum lokið árið
1999.
Þá var kirkjan aftur komin í sitt upphaflega útlit og ekki ber á öðru en að
vel hafi tekist til og eiga þeir félagar Jóhannes og Jón miklar þakkir skildar fyrir
sín verk.
Gæsla kirkjunnar og gestakomur
Saga klaustursins og Þingeyrakirkju er víða skráð, auglýst og kynnt í
ferðamannaritum og bæklingum víðs vegar innanlands og utan.
Það heyrði áður fyrr til gestrisni bænda og búaliðs á Þingeyrum að fara með
gestum, sem sóttu staðinn heim, að sýna kirkjuna og segja þeim sögu kirkju og
staðar, það tók oft mikinn tíma frá bústörfum. En sú gestrisni var í hávegum
höfð þar og þótti engum mikið.
Guðrún Vilmundardóttir og Jósef Magnússon, sem lengi bjuggu á Þing-
eyrum og síðan í Steinnesi, hugsuðu af alúð um kirkjuna alla sína búskapartíð
og Guðrún í mörg ár á meðan heilsa hennar og þrek leyfði, eftir að þau fluttu
að Steinnesi. Þaðan voru ófáar ferðirnar farnar að Þingeyrakirkju og stundum
oft á dag til að þjónusta gesti sem komu að þessum fræga stað. Guðrún og Jós ef
eiga miklar og góðar þakkir fyrir ómetanlegt og fórnfúst starf við kirkjuna.
Eftir að tekin var upp dagleg þjónusta við ferðamenn í kirkjunni í júní, júlí
og ágúst er Þingeyrakirkja orðin einn fjölmennasti ferðamannastaður í hérað-
inu.
Frá árinu 2001 fór ferðamönnum að fjölga það mikið að nauðsynlegt þótti
að ráða bót á aðstöðuleysi þar, svo sem viðveruaðstöðu sem var leyst með þeim
hætti að útvega húsgám fyrir húsvörð og útisnyrtingu í gámi fyrir gesti en það
gafst þó ekki nógu vel. Þá var hreyft þeirri hugmynd að byggja hús með
fullkomnum snyrtingum og annarri aðstöðu fyrir gesti, prest, kirkjukórinn,
kirkju kaffi eftir messur, fundi og aðra starfsemi kirkjunnar. Jafnframt að þar
væri geymsla fyrir ýmsa hluti er tilheyrðu kirkju og kirkjugarði. Mörgum þótti
óráðlegt að stofna til svo dýrrar byggingar.
Guðrún Jónsdóttir arkitekt var fengin til að gera líkan af þjónustuhúsi, hún
hafði til fyrirmyndar Þingeyrakirkju og umhverfi staðarins. Klofasteinn er
austan við veginn út Hagann móts við Hagaafleggjarann, til þessa steins sótti
hún gerð hússins að framan.
Það tók nokkuð langan tíma að ræða þessi mál í sókninni og við ýmsa aðra
aðila sem halda um opinbera sjóði sem hugsanlega gætu komið að málinu.
Menn sáu fljótlega að eitthvað yrði að gera í þessa veru sem hæfði þessum
fjöl menna ferðamannastað. Niðurstaðan varð sú að byggja á Þingeyrum
þjónustuhús sam kvæmt teikningum Guðrúnar. Á þeim tíma, sumarið 2004,