Húnavaka - 01.05.2008, Blaðsíða 146
H Ú N A V A K A 144
voru 5 stálfiskiskip um 75 rúmlestir að stærð, sem samið var um í maí 1956. Þau voru
smíðuð í skipasmíðastöð í Fürstenberg. Þessi skip voru af gerð HRB-39 smíðuð eftir
frumteikningum mínum og smíðalýsingum.
Aðalmálin voru þessi: Lengd 23,08 metrar, breidd 5,60 metrar, dýpt 2,78
metrar og eina breytingin frá vesturþýsku bátunum og þeim austurþýsku var
sú að þeir síðarnefndu voru 10 cm lengri, engin smá breyting það!
Mig langar að rekja svolítið sögu austurþýsku skipanna sem urðu samtals 50
á árunum 1957-1967, hver örlög sumra þeirra urðu og hve mörg eru á
skipaskrá í dag:
1. Húni HU 1 kom fyrstur til landsins, skráður 3. 10. 1957 samkvæmt skipa-
skrá. (Bók H.B. 18. september 1957 til Skagastrandar, 24. september til
Reykjavíkur). Hann fórst við Hópsnes 2. mars 1976 með allri áhöfn, þar á
meðal Guðmundi Sigursteinssyni frá Blönduósi. Hét þá Hafrún ÁR.
2. Rafnkell GK 510, Garði, skráður 1. nóvember 1957. Fórst með allri
áhöfn, sex mönnum, 4. janúar 1960.
3. Álftanes GK 51, Hafnarfirði. Skráður 4. nóvember 1957. Fórst með
tveimur mönnum 12. apríl 1976, sex komust af, þar á meðal Ísleifur Haraldsson
frá Jaðri á Skagaströnd.
4. Guðmundur á Sveinseyri BA-35, Tálknafirði, skráður 18. nóvember
1957, dæmdur ónýtur 1981.
5. Kambaröst SU 200, Stöðvarfirði, skráður 29. nóvember 1957. Dæmd
ónýt 1981.
HRB segir á bls. 42 að Sunnutindur SU 59 sé einn af þessum bátum en
sleppir Rafnkeli, hvers vegna? Sunnutindur var smíðaður í Vestur Þýskalandi
(eins og hann segir réttilega á bls. 34).
Næst komu HRB-42, svokallaðir tappatogarar, árin 1958 og 1959, með 800
Selur veiddist á handfæri.