Húnavaka - 01.05.2008, Blaðsíða 229
227H Ú N A V A K A
Húnavatnssýslu og er aukningin mest
á Blönduósi þar sem að erlendir
starfsmenn eru á flestum stærri
vinnustöðum. Þessir nýju félagsmenn
Samstöðu hafa þurft á margs konar
þjónustu að halda, s.s. túlkaþjónustu,
aðstoð vegna íslenskunáms o.s.frv.
Nú nýverið skipaði Stéttarfélagið
Samstaða fyrsta pólska trúnaðar-
manninn á vegum félagsins.
Haldinn var kynningarfundur fyrir
erlenda starfsmenn SAH og sláturhúss
KVH í september sem undanfarin ár.
Félagið keypti aðra íbúð í Reykjavík
á árinu, það var sjúkrasjóður félagsins
sem keypti íbúðina. Hún er í Sóltúni
28, 77 fermetra, tveggja herbergja
íbúð á 7. hæð, ásamt bílageymslu.
Lyfta er í húsinu, íbúðin er björt og
þægileg, þvottavél á baði og upp-
þvottavél í eldhúsi. Eldhús og stofa
eru í opnu rými og gengið er úr stofu
út á svalir.
Mikil aðsókn er að íbúðum félagsins,
bæði í Þangbakka 8 og Sóltúni 28 og
eru þær yfirleitt pantaðar margar
vikur fram í tímann.
Stéttarfélagið Samstaða er aðili að
fræðslusjóðunum Landsmennt, Ríkis-
mennt, Sveitamennt, Starfsmennta-
sjóði verslunarmanna og Sjómennt.
Veittir voru samtals 105 námsstyrkir á
árinu til félagsmanna að upphæð
tæplega 2,3 milljónir króna.
Skipting styrkja: Fjöldi
Íslenska f. útlendinga ................. 19
Tölvunám .................................. 3
Aukin ökuréttindi ...................... 4
Náms- og kynnisferðir ............... 10
Tungumál .................................. 2
Framhaldsskólar/fjarnám ......... 15
Háskólanám/fjarnám ............... 4
Starfsnám .................................. 13
Annað ........................................ 31
Tómstundanám ........................ 4
Alls: 105
Þeir sem fengu styrki voru á öllum
aldri eða frá 17 til 65 ára.
Aðalfundur Stéttarfélagsins Sam-
stöðu var haldinn 24. apríl. Þar
voru samþykkt ný lög fyrir
félagið. Eins og áður styrkti
félagið ýmis góð málefni, en
þau verða ekki talin upp hér.
Félagið var rekið með góðum
af gangi árið 2006 en þegar
þessar línur eru skrifaðar er
ekki búið að gera upp árið
2007.
Félagið var með milli 40 og
50 orlofsvikur í boði á 5
stöðum, félagið á orlofshús á
Illugastöðum og í Ölfus borgum
á móti Öldunni í Skagafirði en
var með á leigu hús á
Einarsstöðum á Héraði, á
Hvalfjarðarströnd og í Munaðarnesi.
Þá hefur félagið verið með á leigu
íbúð á Spáni og boðið félagsmönnum
sínum að endurleigja á góðum kjör-
um.
Fyrrverandi formaður Stéttar fél-
ags ins Samstöðu, Valdimar Guð-
Á trúnaðarmannanámskeiði.