Húnavaka - 01.05.2008, Blaðsíða 183
9H Ú N A V A K A
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 2007.
Janúar.
Fyrstu viku janúar 2007 var vægt
frost og gráhvítt út að líta hér af mín-
um sjónarhóli. Sá sólina alla yfir brún
Svínadals í annað sinn á þessu ári, hef
ég skrifað þann 8. janúar, þá 7 stiga
frost. Þann 9. fór frostið í 15 stig síð-
degis. Stillt bæði 10. og 11. og frost 10
stig.
Veðrið var stillt og kalt til 23. og
hiti þann dag 2-3 stig en náði síðan 5
stigum þann 24. Vestan rok fyrri hluta
dags 25. janúar. Frysti svo um nóttina,
aftur tveggja stiga hiti að kvöldi 26.
Hiti 3-4 stig 27. Vorblíður dagur og sá
til sól ar 28. – Gerði rok og regndembur,
hrakviðri að kvöldi 29.
Frostlaust 30.-31. janúar. Snjólína í
miðjum hlíðum hef ég skrifað þann
30. eftir suðvestan él og skúrir liðna
nótt. Ekkert sólskin. Nokkur sýnishorn
voru af veðri þann 31. Lognværð og
suðvestan snjóél. Jók vind og regn er
kvölda tók og dimmdi.
Febrúar.
Hægviðri, grátt í miðjar hlíðar 1.
febrúar, hiti 2 stig. Frostlaust 2. Að
morgni 3. alhvítt eftir nóttina. Stillt 4.
og 5., frost 10-12 stig. Frostið og stillan
helst til kvölds 14. febrúar. Mildir
dagar 15.-19. Stirnuð jörð og sólskin
þann 20. Dimmdi að og fór að snjóa
síðdegis 21. Vægt frost, 2-4 stig, 22.-
25. Gráhvítt út að líta 26., frost 4-7
stig. Snjóléttur var febrúar og veður
væg.
Mars.
Frost fór í 12 stig 1. mars og snjóaði
í hægri austanátt. Hvítt yfir en ekki
snjódjúpt 2. Aðfaranótt 3. máði af í
sunn an golu svo nú sá víða til jarðar.
Við Stefán lögðum af stað til
Reykjavíkur kl. 14:00, hiti var 4 stig. Á
Árfarinu við Hnausa í Þingi voru sex
svanir á auðri vök. Sumarfæri alla leið
frá Kagaðarhóli til Reykjavíkur.
Mildir dagar 4.-6. en gerði þó hvítt
í slydduéljum síðdegis þann 6. Vor-
blíður dagur 7. og 7 stiga hiti. Hiti
mest ur á landinu þann dag 8 stig í
Ásbyrgi. Mildur góðviðrisdagur, autt á
láglendi 8. mars. Hvítt út að líta 9. og
10. – Flekkótt út að líta 11. og 12., hiti
1-3 stig.
Síðdegis 12. gerði allhvassan, norð-
austan éljagang. Alhvítt þann 13.
Svipað yfirbragð 15.-17., vægt frost
um nætur, „tók í“ ef sólar naut að
degi.
Að kvöldi 17. gerði norðaustan
hríð með snjókomu og skafrenningi.
Að morgni 18. hefur hríðinni slotað
en allt er upp fennt eftir nóttina.
Fegursta sólskin 19. og 11 stiga frost
um kvöldið. Rok og dró úr frosti 20.-
21. Hér var þokkalegasta veður fram
yfir hádegi 22., hiti komst í 7 stig.
Óveður á Holtavörðuheiði segir í
Fréttir og fróðleikur