Húnavaka - 01.05.2008, Blaðsíða 174
H Ú N A V A K A 172
Lína starfaði við ýmislegt á Blönduósi; Prjóna stofunni Pólarprjóni í mörg
ár. Þá á Leikskólanum Barnabæ og sem ráðskona í vegavinnu í Húna vatns-
sýsl u, á Ströndum og í Skagafirði. Þar vann Gústi maður hennar á jarðýtu
sinni. Eftir að þau fluttu suður í Garð starfaði Lína við heimilis hjálp.
Gústi og Lína voru mikið garðyrkjufólk, eins og garður þeirra að Urðarbraut
bar glöggt vitni. Sumarbústað byggðu þau upp í landi Jarðlangstaða, vestur á
Mýrum. Auk þess að byggja upp sumarhúsið náðu þau að gróðursetja töluvert
af trjám og öðrum gróðri í sumarbústaðalandið.
Gíslína andaðist á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík,17
september 2007.
Útför hennar var gerð frá Keflavíkurkirkju 24. september og var hún
jarðsett í Útskálakirkjugarði.
Ágúst Fannberg Friðgeirsson og fjölskylda.
Halldór Ingimundur Eyþórsson,
Syðri-Löngumýri
Fæddur 12. mars 1924 – Dáinn 21. september 2007
Halldór var fæddur í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi við Ísafjörð. Foreldrar
hans voru Pálína Salóme Jónsdóttir og Jón Eyþór Guðmundsson. Alsystkini
Halldórs voru í þessari röð; Guðmundur, Kjartan Blöndal, Elín Ingibjörg, þá
drengur fæddur andvana, síðan Jóhann. Á lífi eru: Haraldur Róbert og
Haukur Líndal. Elst systkinanna, samfeðra var hálfsystirin Unnur.
Halldór ólst upp með foreldrum og systkinum í Fremri-Hnífsdal til tólf ára
aldurs, þá fluttu foreldrar hans í Húnavatnssýslu og bjó fjölskyldan á nokkrum
bæjum í sýslunni. Árið 1947 kvæntist Halldór
Guðbjörgu Sveinsínu Ágústs dóttur, það sama ár
keyptu þau jörðina Syðri-Löngumýri í Blöndudal
og hófu þar búskap ásamt foreldrum Halldórs og
Ágústi Björnssyni, föður Guðbjargar. Halldór
missti konu sína árið 1974.
Halldór og Guðbjörg eignuðust eina kjördóttur,
Birgittu Hrönn. Foreldrar hennar voru Haraldur
Karlsson og Guðrún Sigurvaldadóttir. Maður
Birg ittu er Sigurður Ingi Guðmundsson.
Einn dreng, Þorstein H. Gunnarsson, ólu Hall-
dór og Guðbjörg upp. Hann er kvæntur Ingu
Þór unni Halldórdóttur.
Halldór byggði upp jörð sína, Syðri -Löngumýri
og ræktaði tún og unni starfi sínu sem bóndi. Nokkra vetur vann hann hjá
Hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík en á sumrin var hann vörður við
sauðfjárveikivarnargirðingar á Kili.
Fyrir norðan vildi Halldór vera og eftir að dóttir hans og tengdasonur tóku
við búinu að Syðri-Löngumýri, árið 1986, dvaldi hann hjá þeim í faðmi fjöl-