Húnavaka - 01.05.2009, Blaðsíða 57
H Ú N A V A K A 55
BRAGI GUÐMUNDSSON prófessor:
Embætti lagt að veði
Páll Kolka gegn Jóni Pálmasyni árið 1959
Einkaskjöl ýmiss konar geyma gjarnan upplýsingar sem ekki eru á almannafæri
en varpa oft skýru ljósi á liðna atburði. Í hringiðu nútímans sem lætur
tölvupósta koma í stað handskrifaðra eða vélritaðra bréfa vill margt fara
forgörðum og leiðirnar að gögnum verða býsna óhægar. Sú var ekki raunin á
dögum Páls Kolka, héraðslæknis á Blönduósi, sem alloft hefur komið við sögu
í Húnavöku á liðnum árum. Hann var ekki einasta atorkusamur bréfritari
heldur vélritaði hann iðulega bréf sín og hélt eftir afritum sem hann tók með
kalkipappír. Nokkur þessara bréfa eru nú aðgengileg á Þjóðskjalasafni Íslands
og þar er ýmislegt hnýsilegt að finna.1 Efni þeirra er tilefni þessarar greinar og
til þeirra verður framvegis vísað og margt til þeirra sótt án sérstakra tilvitnana
neðanmáls nema í undantekningartilvikum. Orðfæri bréfanna og kommu-
setningu er óraskað í beinum tilvitnunum en stafsetning er færð til nútíðarmáls.
1 Páll Kolka. 1959. Bréf til Ólafs Thors formanns Sjálfstæðisflokksins, dags. 18.
júlí og 2. september; Bréf til Jóns Pálmasonar alþingismanns á Akri, dags. 18. júlí; Bréf
til séra Gunnars Gíslasonar í Glaumbæ, dags. 27. júlí; Bréf til Jóns Sigurðssonar
alþingismanns á Reynistað, dags. 18. ágúst; Bréf til Guðbrands Ísberg sýslumanns á
Blönduósi, dags. 4. september og 1. október; Bréf til ónafngreinds flokksbróður, dags. 8.
september; Bréf til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, dags. 2. desember. Ennfremur er
varðveitt með þessum bréfum svarbréf frá Jóni Sigurðssyni á Reynistað til Páls Kolka,
dags. 2. ágúst 1959. Þjóðskjalasafn Íslands, einkaskjalasafn – Úr skjölum Páls Kolka læknis,
kassi 1.
Bragi Guðmundsson fæddist að Holti í Svínadal í Austur-Hún a -
v atnssýslu 19. janúar 1955 og ólst þar upp. Hann gekk fyrst í
farskóla Svínavatnshrepps, síðan Héraðsskólann að Reykj um, þá
Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdents prófi 1975. Hann
varð cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1983.
Bragi var kennari við MA 1982–1995, ráðinn lektor við
kennaradeild Háskólans á Akureyri 1995, dósent við sömu
deild 1997 og prófessor við hug- og félagsvísindadeild frá 2008.
Hann hefur sent frá sér allmargar greinar og nokkrar bækur,
ýmist einn eða í samvinnu við aðra.
Bragi er kvæntur Ragnheiði Sigurðardóttur, yfirbókaverði við Menntaskólann á
Akureyri, og eiga þau tvö börn.