Húnavaka - 01.05.2009, Blaðsíða 154
H Ú N A V A K A 152
Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem safnað var efni til á þessu svæði árið
1706 segir um Másstaði, þar sem talið er upp það sem jörðinni tilheyrir:
,,Selstöðu á Sauðadal, þar sem heitir Márstaðasel og Márstaðalækur, hún hefur um langan
tíma ekki brúkuð verið og er yfir máta langt og erfitt til að sækja.“ Nú vill svo til að um
tvær leiðir er að velja sem selleið frá Másstöðum á Sauðadal, út fyrir fjall og er
sú leið mjög langur selvegur en ekki sérlega erfiður. Hin leiðin lægi fram
Deildarhjalla upp í Hjallaskarð en síðan væri farið niður úr Mosaskarðinu.
Þessi leið er mikið styttri en hin en mun erfiðari. Sunnan við Holtsselsskriðu er
enginn lækur (sbr. Márstaðalæk) en hjá hinu ímyndaða Holtsseli rennur tær
fjallalækur. Fyrir því má færa sterkar líkur að öll sel austan ár á Sauðadal hafi
verið frá bæjum í Torfalækjarhreppi en sel vestan ár frá bæjum í Sveinsstaðahreppi
og e.t.v. Áshreppi. Er þá miðað við tímann áður en Gottrup lögmaður kom
jarðeignum á ringulreið með yfirgangi sínum um aldamótin 1700.
Á bls. 86 er þessi kafli: ,,Suður af Geirhildarkirkju eru Sóleyjardalir. Lambastaðir eru
á austurbakka árinnar, talsvert framar en Hnausasel. Ekki er vitað um aldur rústanna og
ekki víst að hér hafi verið sel.“ Jón Jónsson (1891-1970) bóndi í Öxl sagði þeim er
þetta ritar er rætt var um Sauðadal: ,,Lambastaðir voru sel frá Stóru-Giljá.“ Hann
mátti glöggt um það vita, þar sem afi hans bjó á Stóru-Giljá og af honum
keypti Jósep Skaftasen í Hnausum ¼ úr Sauðadal árið 1852. Annan fjórðung
dalsins hafði Skaftasen eignast áður, þannig var hann með þessum kaupum
orðinn eigandi að hálfum Sauðadal. Jón á Stóru-Giljá var sonur Jóns
Árnasonar sem einnig bjó á Stóru-Giljá. Þeir langfeðgar voru því á löngum
tíma nákomnir og kunnugir Stóru-Giljá og hennar umhverfi. Sú sögn fylgdi að
á Lambastöðum væri selstaða þeim mun betri en á ytri seljunum á dalnum, að
á Lambastöðum héldi rjóminn, er hann hafði sest til, uppi skaflaskeifu en
flatskeifu á ytri seljunum. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir
um Brekku: ,,Selstöðu í eigin landi austan undir Öxlinni, en þar sem framar í dalnum
hefur til forna kallað verið Brekkusel, hefur nú lögmaðurinn Gottrup lögfest undir Giljá
stóru.“ Þó að ekki séu hér frekari ákvarðanir um stað og stærð lands er sjálfsagt
Með mynd á bls. 84 í árbókinni stendur í myndartexta: ,,Giljá, Vatnsdalsfjall í baksýn,
Dýjahlíð, Selgil og Axlaröxl.“
Hið rétta er; til hægri, vestan Selgils er Svarthólahlíð. Vinstra megin Selgils er grænn
hlíðarvangi sem heitir Selhlíð. Lengst til vinstri, með gráum grjótskriðum hið efra, er
Dýjahlíð.