Húnavaka - 01.05.2009, Blaðsíða 169
H Ú N A V A K A 167
Runólfsdóttir, Sigurlaug Björg og Gróa Margrét, maður hennar er Sigurður
Ólafsson. Öll eru þau fjölskyldufólk.
Lárus var með afbrigðum bóngóður og hjálpsamur nágrönnum sínum og
sveitungum og var því oft kallaður á bæi ef til stóð að smíða eða gera við, rýja
eða huga að skepnum, heyja eða hvað annað sem féll til og gera þurfti. Hann
var góður heim að sækja og þau hjón höfðu ánægu af gestum. Brúsastaðaheimilið
einkenndi gestrisni og gestakoma. Mörg börn komu á heimilið í sveit til sumar-
dvalar og héldu tryggð við það síðan.
Lárus hafði ánægju af útivist og veiði, hann þekkti vel til á heiðum og
upprekstrarlöndum sveitarinnar enda til fjölda ára gangnamaður, gangnastjóri
og réttarstjóri. Hann var í hreppsnefnd og um skeið í sóknarnefnd Undir fells-
kirkju, einnig söng hann um langt árabil í kór kirkjunnar.
Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi eftir stutta sjúkralegu.
Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 5. apríl og hlaut hann legstað í Undir-
fellskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Einar Þorgeir Húnfjörð Guðlaugsson,
Blönduósi
Fæddur 30. mars 1920 – Dáinn 2. apríl 2008
Einar fæddist að Þverá í Norðurárdal, Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans
voru hjónin Guðlaugur Húnfjörð Sveinsson bóndi og Rakel Þorleif Bessadóttir
húsfreyja. Lengst voru þau ábúendur á Þverá í Vindhælishreppi. Systkini
Einars voru Emelía Margrét, Þorlákur Húnfjörð, Jóhanna Guðrún, Vésteinn
Bessi, Kári Húnfjörð og Bergþóra Heiðrún.
Einar ólst upp á Þverá við ýmiss konar bústörf. Hann var liðtækur til flestra
þeirra verka sem til féllu í sveitum. Einar vann við múrverk drjúgan hluta
starfsferils síns. Einnig stundaði hann búskap, bæði á Blönduósi og síðar í
Vatnahverfi um 15 ára skeið. Ásamt því að stunda búskap, múrverk og ýmsa
aðra vinnu stundaði Einar veiðiskap, bæði á mink og tófu. Einar lá fyrir ref í
fyrsta skiptið aðfaranótt 30. mars 1940 og á hverju ári eftir það fram til
dauðadags.
Einar kvæntist 16. maí 1948 Ingibjörgu Þórkötlu Jónsdóttur, f. 25. september
1928 frá Sölvabakka. Einar og Ingibjörg (Imma) bjuggu allan sinn hjúskap á
Blönduósi. Börn þeirra eru: Skarphéðinn, fæddur 1948, kona hans er Sigrún
Kristófersdóttir. Hann á þrjú börn og eina fósturdóttur frá fyrra hjónabandi.
Jón Karl, fæddur 1950, hann er kvæntur Ágústu Helgadóttir, þau eiga þrjá
syni. Guðlaugur, fæddur 1951, dáinn1990. Kári, fæddur 1963, hans kona er
Ing unn Hafdís Þorláksdóttir og eiga þau þrjú börn. Yngst er Magdalena Rak-
el, fædd 1975.
Samhent voru þau hjónin og fjölskyldutengslin sterk. Frátafir voru tíðum frá
annarri vinnu og bústörfum vegna veiðiferða. Eiginkonan þurfti því mörgu að