Húnavaka - 01.05.2009, Blaðsíða 244
H Ú N A V A K A 242
Tvær rekstrartruflanir urðu hins vegar
í stöðinni og leystu þá út vélar þegar
rafbúnaður og vélbúnaður bilaði.
Raforkuframleiðslan hefur ekki ver-
ið meiri frá upphafi rekstrar eða 981,5
GWst en það er 8,1% aukning frá
árinu áður. Það er aðallega tilkom ið
vegna bilana á spennum í Sultar tanga-
stöð.
Verkefni starfsmanna voru fjölmörg
að venju og fjölbreytt.
Stöðin var tekin út af erlendum
sérfræðingi í svokölluðu sjálfbærni-
mati og hlaut afar góða einkunn.
Matið byggir á staðli frá IHA
(International Hydropower Assocition)
en það eru alþjóðasamtök vatnsorku-
framleiðanda í heiminum.
Staðallinn er afar nákvæmur og tek-
ur á öllum atriðum í rekstri og
byggingu virkjana. Má þar nefna;
stjórnun, efnahagsleg hagkvæmni,
fjárhagslegur ávinningur, markað ur
og nýsköpun, skilvirkni í rekstri,
skamm tíma og langtíma áreiðanleiki,
viðtökur samfélagsins, öryggi við stífl-
ur, öryggi starfsfólks, tækifæri, jafn rétti
og fjölbreytni í starfi starfsfólks, birgjar
og þjónustuaðilar, menningararfur-
inn, félagslegar skuldbindingar, hags-
munaaðilar, umhverfisstjórnun,
rek st ur uppistöðulóna, rennsli, set-
myndun og rof við lón svo eitthvað sé
nefnt.
Úttektin sjálf tók um vikutíma þar
sem fyrst var skoðað verklag og fleira
hjá stjórnendum Landsvirkjunar og
síðan var farið norður í Blöndu þar
sem úttektaraðilinn var í 5 daga. Skoð-
aði hann og sannreyndi úttektina með
stöðvarstjóra og starfsmönnum
Blöndustöðvar.
Skorkort Blöndustöðvar má sjá hér
að ofan en meðaleinkunn stöðvarinnar
var 4,7 sem er með því besta sem
gerist. Þess má geta að hæsta einkunn
í hverjum flokki sem er síðan
margskiptur er 5.
Ýmsum öðrum áföngum var einnig
náð á árinu, t.d. endurvottun ISO
9001, ISO 14001, ásamt því að hleypa
af stokkunum vinnu við innleiðingu á
Öryggisstjórnunarkerfi svokölluðu
OHSAS 18001 Innri öryggisstjórnun.
Í vinnuverndarviku Vinnueftirlits
Ríkisins fékk Blöndustöð viðurkenn-
ingu frá Vinnueftirlitinu fyrir góða
frammistöðu í öryggismálum og að
vera leiðandi í áhættumati starfa innan
vinnustaðarins.
Tómstundir og áhugamál starfs-
manna eru ennþá af ýmsum toga þar
sem allir eru ungir í anda og hafa
sínar kvöldstundir við ýmsa iðjuna.
Sumarvinna.
Örlitlar breytingar urðu á fyrir-
Viðhaldsstjóri stöðvarinnar þungt hugsi yfir
stjórntölvugögnum.