Húnavaka - 01.05.2009, Page 132
H Ú N A V A K A 130
Áður er þess getið að skrá setj-
ari vann í grunni kaup félags-
byggingarinnar. Fróði var
verk takinn og Evensen og
Bernd sen stjórnuðu fram-
kvæmd um. Skrásetjari man
helst eftir að hafa unnið við frá-
rennslislagn ir í grunn inum, lagt
rör og steypt í kringum sam-
setningar þannig að hvergi læki
með. Ágúst And rés son leiddi þá
vinnu. Þarna í grunninum var
líka Jóhannes frá Sauðanesi
sem eftir þessa reynslu lærði
múraraiðn. Jón Björnsson frá
Húnsstöðum var líka í grunn-
inum og gerðist sálfræðingur að þeirri reynslu lokinni, starfaði bæði á Akureyri
og í Reykjavík. Seinna ferðaðist hann um heiminn á reiðhjóli og skrifaði
merkar og skemmti legar bækur um þá hjólatúra.
Við vorum unglingarnir í grunninum en með okkur voru reynslumiklir
verkamenn að störfum, eins og Svavar Agnarsson, Jósef Indriðason og Halldór
frá Bergsstöðum sem þá bjó í Kistu við Koppagötuna. Svo voru nokkrir smiðir,
eins og Gunnar Sigurðsson frá Hvammstanga, hann bjó í gamla læknishúsinu
fyrir innan á, ásamt Elsu frá Fagranesi. Ari Einarsson frá Móbergi og Ævar
Rögnvalds voru líka í grunninum svo einhverjir séu nefndir. Hallbjörn og Sig-
urður Kr. voru á verkstæðinu og skrifstofunni.
Upp úr þessari stóru holu, sem grafin var í gamla fótboltavöllinn, horfðum
við upp til einhvers glæsilegasta félagsheimilis Íslandssögunnar, sem var nýrisið
þarna við Húnabrautina. Byggingameistari þess húss var Sveinn Ásmundsson
og arkitekt Jósef Reynis en varla verður á nokkurn hallað þótt fullyrt sé að Jón
Ísberg sýslumaður hafi dregið vagninn við þá byggingu. Fjöldi manns gaf
vinnu sína og einstaklingar reiddu fram fé í byggingarsjóð jafnvel tómstunda-
bændur á staðnum gáfu lambsverð mörg haust.
Skrásetjari man enn eftir fyrstu bíósýningunum í húsinu og fyrstu leik-
sýningunum á leiksviði hússins, Andorra úr Þjóðleikhúsinu og Hart í bak frá
LR. En áður hafði Kvenfélagið Vaka gengist fyrir leiksýningu á litla sviðinu í
danssalnum. Þar lék skrásetjari dverg, Gunnar Sigurðsson munk og Knútur
Berndsen norðanvindinn. Ragnar Ingi og Magga Svenna léku fallegt blómafólk
og Hallbjörn og Nanna léku kóng og drottningu. Þetta var menningar við -
burður.
Zophonías yngri og Gréta reistu stórhýsi sitt vestan við félagsheimilið.
Hann var vöru- og langferðabílstjóri á yngri árum en gerðist síðan athafnamað-
ur og rak m.a. Trefjaplast hf. sem framleiddi plastbáta. Síðan varð hann um -
fangs mikill prjónavöruframleiðandi og rak Pólarprjón á velgengnistímum þess
fyrir tækis.
Fyrsta leiksýningin í Félagsheimilinu var á litla
sviðinu í danssalnum. Á myndinni eru: Gunnar
Sigurðsson, Ragnar Ingi Tómasson, sögumaður og
Knútur Berndsen. Eigandi ljósm.: SJÁ.