Húnavaka - 01.05.2009, Blaðsíða 173
H Ú N A V A K A 171
Sigþór giftist, 7. nóvember 1954, Guðnýju Sigurðardóttur f. 12. febrúar
1935, d. 27. júlí 1969, og bjuggu þau að Reynimel 44 í Reykjavík. Þau
eignuðust eina dóttur, Þórunni f. 14. október 1957. Hún er gift Páli Gíslasyni
frá Álftavatni á Snæfellsnesi, f. 1951 og búa þau í Stykkishólmi. Börn þeirra
eru: Guðný f. '75, Gísli f. '82 og Hjördís f. '86.
Árið 1971 flutti Sigþór til Hafnar í Hornafirði
og hóf störf hjá kaupfélaginu. Þar kynntist hann
Maríu Marteinsdóttur og giftist henni 11. nóvem-
ber 1972. Þau eignuðust eina dóttur, Hólmfríði f.
29. maí 1974, sem er líffræðingur og kennari, bú -
sett í Reykjavík. Maki hennar er Ingvaldur Mar
Ingvaldsson f. '74 og eiga þau 3 börn, Ísak Sölva
f. '99, Tómas Orra f. '03 og Emblu Maríu f. '07.
Sigþór var glaðlyndur og félagslyndur og sinnti
ýmsum félagsmálum. Hann hafði yndi af því að
ferðast og mikinn áhuga á ljósmyndun frá unga
aldri. Ættfræði varð svo eitt aðaláhugamál hans
er fram liðu stundir og átti hann mjög miklar
heimildir sem hann hafði skráð inn í Espolin ættfræðiforritið hjá sér.
Útför Sigþórs fór fram frá Hafnarkirkju 20. maí og var hann jarðsettur í
Hafnarkirkjugarði.
Unnar Agnarsson.
Sigríður Ólafsdóttir
frá Skagaströnd
Fædd 10. desember 1921 – Dáin 15. júní 2008
Sigríður, eða Sissa eins og hún var kölluð, var fædd á Skagaströnd. Foreldrar
hennar voru Björg Berndsen símstöðvarstjóri 1895 - 1963 og Ólafur Lárusson
kaupfélagsstjóri 1887 - 1953.
Sigríður átti þrjá yngri bræður sem allir eru látnir, þá Theódór, Steinþór
Karl og Ólaf Árna.
Fjölskyldan bjó á Skagaströnd en Ólafur, faðir Sissu, var fyrsti
kaupfélagsstjórinn á Skagaströnd (1912-1936). Hann var kunnur af góðsemi
og velvild, aðstoðaði marga á erfiðum tímum, gekk í ábyrgðir fyrir fólk og tók
skuldir sumra á sínar herðar þegar geta þeirra þraut.
Björg og Ólafur fluttust til Reykjavíkur þegar Sigríður var unglingur og
bjuggu þá á Stýrimannastígnum. Sigríður og fjölskylda hennar héldu þó alltaf
miklum tengslum við Skagaströnd og foreldrar hennar fluttu aftur norður árið
1945 eftir um það bil 10 ára búsetu í Reykjavík. Um áratuga skeið dvaldi hún
á hverju sumri í nokkrar vikur á Karlsskála á heimili Ernst Berndsen og
Guðrúnar Helgadóttur og eftir þeirra daga dvaldi hún þar með frænku sinni,
Helgu Berndsen og Gunnlaugi Árnasyni.