Húnavaka - 01.05.2009, Blaðsíða 153
H Ú N A V A K A 151
liggur milli Vatnsdalsfjalls að vestanverðu og Svínadalsfjalls að austan, talinn ná frá
Fremstalæk og Draugaflá að sunnan út að Hjálpargili og Kötlunúp í Vatnsdalsfjalli en
Hrútaskálarklettum í Mjóadal sem eru háir og illfærir.“ Í þinglýstu landamerkjabréfi
fyrir Sauðadal stendur: ,,Norðan og austan Sauðadalsár ráða svokallaðar Skertlur.“
Ekki er þar minnst á Hrútaskálarkletta.
Á ljósmynd á bls. 84 er textinn sem fylgir myndinni: ,,Giljá. Vatnsdalsfjall í
baksýn. Dýjahlíð, Selgil og Axlaröxl.“ Hið rétta er að til hægri, vestan Selgils, er
Svarthólahlíð. Vinstra megin Selgils er grænn hlíðarvangi sem heitir Selhlíð.
Lengst til vinstri, með gráum grjótskriðum hið efra, er Dýjahlíð.
Á bls. 85 er þessi klausa: ,,Yst á dalnum, vestan ár gegnt ósi Brunnár, á að hafa verið
sel kennt við Brekku í Þingi en menjar sjást nú engar um það.“ Það er alveg ný kenning
að Sauðadalur nái út í Brunnárnes eða lengra. Vart hefur orðið við það áður
að Fremra-Brekkusels sé leitað með mikilli þefvísi en minni rökvísi. Gerist nú
leitin allumfangsmikil þegar farið er að leita að seli, sem á 17. öld var frammi
á Sauðadal, úti í miðju Brekkulandi. Það er sagna sannast að á þessum
tilvitnaða stað hefur ekki í manna minnum verið ein þúfa annarri grænni né
hærri sem bent gæti til jarðrasks. Ekki hafa heldur lifað hér á bæjum sagnir
sem bentu til sels á þessum stað. Ber því að skoða tilvitnaða klausu sem seinni
tíma skáldskap.
Áður en lagt er á Sauðadal og lokið umfjöllun um Þing og Vatnsdal skal þess
getið að á bls. 54 og 55 er kort af Vatnsdal og aðliggjandi fjöllum, m.a.
Víðidalsfjalli. Þar eru fá örnefni merkt inn á kortið en samt sem áður nokkur
þeirra allfjarri réttum stöðum, sum svo að miklu munar. Getur kortið því eins
villt um fyrir ókunnugum eins og að leiðbeina.
Á bls. 85 stendur: ,,Inn frá Hjálpargili er stallur nokkur neðarlega í hlíðinni,
Bekrangursstallur, og endar í klettum.“ Flestir kunnugir munu kannast við stall
þennan undir nafninu Berangursstallur og ber hann það nafn með rentu.
Verið gæti að klettahöfðinn syðst á stallinum hafi einhverntíma verið kenndur
við bekra og styður lögun höfðans það með nokkrum hætti. Hefðu nöfnin þá
runnið saman og úr orðið nafnskrípið Bekrangursstallur.
Án nokkurra ritaðra né annarra gamalla heimilda sést nú á hverju kortinu
af öðru að Holtssel og Másstaðasel á Sauðadal eru staðfærð eins og um sé að
ræða alkunna staðreynd. Fyrir 60 til 70 árum var vel vitað að þessi sel höfðu
verið á dalnum en þá virtist enginn geta staðfært þau. Sá sem þetta ritar hefur
nýverið borið þetta undir þá sem hann veit kunnugasta á Sauðadal og elstir
eru núlifandi þeirra manna og ber enn að sama brunni, þeir geta ekki staðfært
þessi sel. Því hlýtur að vera spurt: Hvaðan barst þessi véfrétt?
Á bls. 85 er þessi kafli: ,,Um kílómetra framan við Másstaðasel, undir tindi
Jörundarfells, eru tvö sel með stuttu millbili. Utar er Giljársel, kennt við Stóru-Giljá, og sjást
þar enn talsverðar hleðslur. Það var byggt seint á 19. öld en seljabúskapur var aflagður hér
með öllu um aldamótin 1900. Framar nokkru eru óglöggar tóftir Holtssels.“ Þar sem nú
er haldið fram að séu rústir Másstaðasels sést glöggt móta fyrir því að áin hefur
fyrrum runnið vestan við selrústirnar, selið hefur þá verið á austurbakka
árinnar. Þar sem Holtsselsskriða er svo næsta glögga kennileiti við selið hlýtur
maður að efast um þá fullyrðingu að þar hafi Másstaðasel verið. Í Jarðabók