Húnavaka - 01.05.2011, Page 24
H Ú N A V A K A 22
mjög gagnrýnir á forystu flokksins,
reyndar búnir að mála sig út í horn
og má þar m.a. nefna Baldur
Óskarsson og Ólaf Ragnar
Grímsson. Ég var frekar róttækur
vinstri maður á yngri árum og var
sammála því að við yrðum að fara að
skerpa flokkinn á vinstri vængnum
og studdi þessa félaga mína allt þar
til þeir yfirgáfu flokkinn. Eftir
brotthvarf þessarra manna, vissum
við sem eftir stóðum að efla þyrfti á
ný starf SUF. Svo fór að ég bauð mig
fram til formanns vorið 1975. Þetta
var hörkuþing og hörð og skemmtileg
kosningabarátta, því þótt margir
væru farnir vildu ýmsir góðir menn
komast í forystu hjá SUF en ég náði
kosningu.
Formennskan, sem ég hafði tekið
að mér, varð þess valdandi að ég
þurfti að vera meira og minna í
Reykjavík, einkum á vetrum þegar
félagsstarfið var mikið. Þá þurfti ég
að fá eitthvað að gera enda for mennska í SUF ekki launað starf. Líklega var
það vegna pistla minna í útvarpinu að ritstjóri Tímans taldi að ég gæti átt
erindi þar á bæ. Ég fór til starfa með Þórarni Þórarinssyni, sem var hinn
pólitíski ritstjóri og Jóni Helgasyni, sem var á fréttavængnum, ásamt öðru
öflugu fólki.
Það var ágæt lífsreynsla að vera blaðamaður á Tímanum í þrjú ár og ég
kynntist fólki um allt land vegna starfa minna þar og sem formaður SUF.
Jafnframt var ég þingfréttaritari Tímans í tvo vetur og sem formaður SUF sat
ég þingflokksfundi með mál- og tillögufrelsi. Þetta var skemmtilegur tími en
dálítið róstursamur. Ég fór vítt og breitt um landið, kom á flesta þéttbýlisstaði
og skrifaði um lífið og tilveruna í þessum byggðum. Einnig var ég um leið
pólitískur erindreki Framsóknarflokksins enda starfaði ég líka í hlutastarfi á
skrifstofu flokksins en Tíminn var fyrst og fremst málgagn hans.
Þegar ég gerðist blaðamaður á Tímanum vantaði fréttaritara útvarps í
A-Hún. og þá tók Grímur Gíslason það að sér. Ég sagði stundum að ég væri
það gamall í fréttamennskunni að Grímur Gíslason hefði tekið við af mér. Á
þessum árum vildi ég koma á landsbyggðaþáttum sem væru ekki þannig að
gaurinn í Reykjavík sæti og skrifaði eða segði frá einhverju heldur væri það
fólkið á viðkomandi svæðum. Það væri með allt öðruvísi sýn á fréttir af
heimaslóð heldur en einhver í Reykjavík sem hefði kannski aldrei komið út á
land. Smám saman gekk þetta eftir því pistlum og ýmsum fréttaþáttum, bæði
frá mér og öðrum, fjölgaði og upp úr þessu spruttu landshlutaútvörpin.
Magnús á yngri árum.