Húnavaka - 01.05.2011, Page 34
H Ú N A V A K A 32
Veður var óskaplega fallegt, við nálguðumst Krák og við okkur blasti
Langjökull og Hofsjökull drifahvítir að sjá. Þá orti ég.
Óskaplega á ég gott
eigi neitt er hér að veði.
Suðrum Kvíslar feyki flott
fer ég nú með Dyn og Gleði.
Okkur Krákur kemur mót
og kyngimögnuð jöklahvíta.
Eins og fögur yngissnót
er sú fegurð til að líta.
Dynur og Gleði eru aðal reiðhrossin mín um þessar mundir, bæði fædd okk-
ur á Sveinsstöðum og hryssan sem Björg kom með í búið er langamma þeirra.
Gleði er undan Sprota frá Hæli og Dynur undan Gammi frá Steinnesi.
Margt af því sem ég hef ort á ég einhvers staðar til, eitthvað birtist öðru
hvoru í blöðum og tímaritum en sumt fer inn á póstlista sem hagyrðingar eru
með. Þegar við Björg vorum að senda jólakort um síðustu jól, fór forsíðan
undir mynd af barnabörnunum. Þar á eftir komu nokkrar síður með vísum og
kviðlingum sem ég hef gert síðustu tvö til þrjú árin og snýr það flest að
fjölskyldunni.
Framtíð héraðsins
Árið 1978, þegar ég var blaðamaður, fékk ég ótrúlega skemmtilegt hlutverk
sem var að ferðast um landið, hitta fólk og skrifa um byggðirnar. Þá ræddi ég
mikið við forystumenn og skynjaði strax að þar sem samstaða var og ákveðni
í því að byggja upp og horfa fram á veginn, þar áttu menn möguleika. Svæðin
þar sem gætti sundurlyndis og ósamstöðu hafa á hinn bóginn legið eftir. Þetta
er alltaf spurning um samvinnuna heima fyrir og hafa trú á sínu byggðarlagi.
Húnavatnssýsla á mikla möguleika, t.d. í ferðamennsku því hér eru árnar,
góðar reiðleiðir, sagan og margt fleira. Ég hef riðið Löngufjörur á Snæfellsnesi
sem er afar skemmtileg leið. Við höfum Þingeyrasand sem er ekkert síðri,
góðar reiðleiðir í héraði og fram um allar heiðar. En okkur vantar ákveðna
samstöðu, stærri sveitarfélög og öflugri forystu heimafyrir því það kemur
ekkert sjálfkrafa að sunnan til að hjálpa okkur. Við verðum að finna tækifærin
saman og þá skiptir ekki máli hvort möguleikarnir fá heimilisfesti á Blönduósi,
Skagaströnd eða í sveitunum.
Ég nefndi fyrr í þessu spjalli að ég hefði verið einn þeirra, sem barðist fyrir
að Blanda yrði virkjuð. Ég sá stór tækifæri að nýta orkuna hér heima fyrir en
því miður hefur ekki orðið af því sem skyldi. Þar kenni ég um samstöðuleysi
okkar heimamanna. Það fór mikil mannleg orka í að koma virkjuninni á enda
andstaðan mikil en því miður var ekki fylgt eftir að finna möguleika að nýta