Húnavaka - 01.05.2011, Síða 62
H Ú N A V A K A 60
JÓHANNA E. PÁLMADÓTTIR, Akri:
Ef ég dey frá hálfkláruðum dúk
vil ég að þú klárir hann!
Nokkur orð um ömmu mína, Jóhönnu Erlendsdóttur
Jóhanna, amma mín, var næstelst 14 systkina, fædd í Blöndudalshólum í Blöndudal þann
16. mars 1905 – dáin 20. ágúst 1979 . Einungis níu komust til fullorðinsára og einn af
drengjunum dó af slysförum, þá átján ára. Í þessum hópi voru tvennir tvíburar. Langamma
hét Sigurbjörg Þorsteinsdóttir og langafi hét Erlendur Erlendsson. Þau hófu búskap á
Rútsstöðum í Svínadal en bjuggu lengst af á Auðólfsstöðum í Langadal og síðast í
Hnausum í Þingi. Sigurbjörg langamma átti tvíburasystur sem hét Jóhanna, alltaf kölluð
frænka. Frænka var handavinnukennari í Miðbæjarskólanum í Reykjavík en giftist aldrei.
Ég á handavinnuborð sem var smíðað sérstaklega fyrir hana.
Sem nærri má geta voru langamma og langafi fátækt fólk en hjónin bæði
harðdugleg og gestrisin. Erlendur var mikill söng- og gleðimaður. Hann var
vinsæll af sveitungum sínum og hugsa ég að það hafi frekar þyngt heimilis-
haldið. ,,
Jóhanna Erla Pálmadóttir hefur verið sauðfjárbóndi ásamt
eiginmanni sínum, Gunnari Rúnari Kristjánssyni, land-
búnaðarhagfræðingi, frá 1997 er þau tóku við búi foreldra
hennar á Akri í Húnavatnshreppi. Saman eiga þau hjónin
tvö börn, Helgu og Pálma.
Jóhanna er menntaður handavinnukennari frá Håndarbejds
Fremmes Seminarium í Danmörku. Hún var formaður
Smáverkefnasjóðs landbúnaðarins, einnig formaður Félags
sauðfjárbænda í A-Hún., formaður landbúnaðarnefndar
Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Landssamtaka sauð-
fjárbænda.
Hún hefur kennt tóvinnu víðsvegar um landið og ýmiss
konar útsaum við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Þá er hún er að koma af stað
verkefninu ,,Vatnsdæla á refli“ í samvinnu við aðra aðila.
Jóhanna hélt fyrirlestur um „Húnvetnskar hannyrðarkonur“ í Endurmenntunardeild
Háskóla Íslands 2001, á samnorrænu heimilisiðnaðarþingi á Laugarvatni 2003 og víðar.
Þessi þáttur um Jóhönnu Erlendsdóttur, ömmu hennar, er unninn úr þeim fyrirlestri.