Húnavaka - 01.05.2011, Síða 63
H Ú N A V A K A 61
Jón frá Garðsvík, bróðir Sigfúsar afa
míns, hefur eftir Erlendi sjálfum að eitt
sinn hafði hann gengið til hesthúsa
sinna. Brá honum þá í brún, því hey
sem hann hafði átt þarna í garði um
haustið, bæði mikil og góð, voru við
þrot. Spurði hann vinnumann sinn
hverju þetta sætti en sá hafði þetta svar
eitt að veita: Gestahestarnir hafa þurft
að éta í vetur.
Sigríður eða Sigga frænka eins og
við kölluðum hana var yngsta systir
ömmu. Hún sagði mér eitt sinn að
þegar þau bjuggu í Hnausum þá hefði
hún kviðið því þegar sveitungar og
nærsveitungar þeirra voru á leið heim
úr kaupstað. Ástæðan hefði verið sú að
þegar þeir komu í Axlarbalana í logni
heyrðist söngurinn í þeim fram að
Hnausum og þá vissi heimilisfólkið að
svefnlítil nótt gat verið framundan.
Eins og vænta mátti ólst amma upp
við mikla vinnu en það hjálpaði henni
að hún var viljug og sporlétt. Hún
heyrðist aldrei kvarta en eitt var það
sem hún sagðist aldrei hafa sætt sig við. Það var þegar fólkið var að heyja á
engjum, karlarnir slógu og konurnar rökuðu og báru á þurrt. Þær þurftu síðan
að fara heim á undan til að hafa til matinn en þegar karlarnir komu heim áttu
þær að draga af körlunum blautu sokkaplöggin. Eftir matinn lögðu karlarnir
sig en stúlkurnar gengu frá eftir matinn og undirbjuggu næstu máltíð. Þegar á
engin kom, þurftu þær svo að vinna upp það sem karlarnir slógu eftir að þær
fóru heim.
Árin 1929-1930 var amma á Kvennaskólanum á Blönduósi. Skólastýra þá
var Árný Filippusdóttir. Um veturinn komu upp veikindi í fjölskyldu Árnýjar
og varð hún að fara og sinna þeim. Hún valdi ömmu til að kenna útsaum í
fjarveru sinni. Lýsir þetta því trausti sem Árný bar til hennar og þeirri
vandvirkni sem amma hlaut í vöggugjöf að henni væri treyst fyrir því að kenna
samnemendum sínum.
Vorið 1930 hafði Bjarni Arason, bóndi á Grýtubakka í Höfðahverfi,
samband við Árnýju og bað hana að ráða til sín bestu stúlkuna á skólanum
sem kaupakonu. Hún valdi ömmu og voru þá örlög hennar ráðin. Amma
giftist Sigfúsi bóndasyni á Grýtubakka árið 1931 og stofnuðu þau bú á jörðinni
ásamt tveimur bræðrum afa. Sigfús afi var fæddur að Svalbarði á Svalbarðsströnd
3. júní 1897. Var alla tíð mikill kærleikur á milli þeirra hjóna. Þegar amma og
afi hófu búskap tóku þau til sín dreng, Hauk að nafni, sem var tveggja ára og
F.v. Helga Sigfúsdóttir, móðir mín,
Jóhanna Erlendsdóttir, amma mín, Örn
Snorrason sem kíkir fram, Pétur og Páll
Þormar, allir sumarstrákar. Afi minn,
Sigfús Bjarnason, stendur aftanvið.