Húnavaka - 01.05.2011, Síða 84
H Ú N A V A K A 82
fyrir að vera vinnukona á
sama sveitabænum og síðustu
verð launin fékk hún fyrir 50
ára starf í Hvammi hjá
tveimur ætt liðum, var það
fallegur ruggu stóll með
áletruð um skildi.
Mikið vinfengi var á milli
Hjálmars Eyþórssonar og
Kristínar Helgadóttur, konu
hans, sem bjuggu á Blönduósi
og Öbbu. Þau ræddu mikið
saman og Hjalli, eins og hún
kallaði hann, kom oft í heim-
sókn en hann mun hafa dvalið
í Meðalheimi á sama tíma og
Abba.
Mörgum af hennar samferðamönnum var ákaflega hlýtt til Öbbu, þess
bera fjölmörg sendibréf vitni sem hún átti í fórum sínum, t.d. frá Theódóru
Hallgrímsdóttur, Valgerði Reynisdóttur, Önnu systur sinni, Gísla föður sínum
og Katrínu ömmu minni, konu hans. Var það sammerkt með öllum þessum
bréfum að mikill hlýleiki og væntumþykja fylgdi þeim.
Eins og ég man eftir Öbbu var hún ákaflega hlédræg og vildi ekki láta
mynda sig. Hún kom einstöku sinnum í Saurbæ en stoppaði stutt, gisti í mesta
lagi eina nótt, vildi ekki missa af að sinna skepnunum eins og hennar var
venja. Áður hafði hún kannski gist tvær nætur en það var hámarkið sem henni
fannst hún geta farið frá skepnunum sem hún var vön að sinna.
Saga Öbbu gæti verið saga margra þeirra sem fyrrum áttu ekki kost á að
alast upp með sínum foreldrum og systkinum heldur þurftu að dvelja á
mörgum heimilum við misjafnt atlæti og skort á hlýju sem hverju barni er
nauðsyn.
Okkar ungu kynslóð er erfitt að skilja það líf sem vinnuhjú áttu fyrir ekki
meira en 50 til 100 árum en þá var margt vinnufólk á hverjum bæ í sveitum
landsins, það vann mörg og erfið verk útivið sem í dag eru eingöngu unnin
með vélum. Aðeins var notast við hesta og kerrur eða einhvers konar drögur
og heybaggar voru bundnir og hengdir á klyfbera sem hestar báru síðan heim
og var þá oft tilkomumikið að sjá marga hesta klyfjaða í lest á leið heim frá
engjum.
Þá voru einnig mörg verkin innivið svo sem að fylla búrin af matvælum til
geymslu fyrir veturinn. Mikið var súrsað og saltað af mat enda engir ísskápar
til og ekkert rafmagn lengi vel. Það þurfti að hella úr koppum, þvo gólfin en
þá voru margir sem gengu um og mikið sem barst inn af mold og heyi. Þá voru
eng ar sjálfvirkar þvottavélar til heldur notuð þvottabretti sem þvottinum var
nudd að eftir til að ná burt óhreinindum, síðan skolað úti í læk eða niður í á.
Í mínum huga hefur líf vinnuhjúa verið líkamlega erfitt en á margan hátt
Theodóra Reynisdóttir, Reynir Steingrímsson,
Valgerður Reynisdóttir og Salóme Jónsdóttir.