Húnavaka - 01.05.2011, Blaðsíða 88
H Ú N A V A K A 86
gagnvart kaupfélaginu. Sú bryggja kom aldrei að gagni og var endanlega
ákveð ið að leggja hana af 1941.
Fram að þeim tíma hafði þéttbýlið nánast alfarið byggst upp sunnan árinnar
en eftir 1940 hófst veruleg uppbygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis norðan
árinnar.
Byggðin sunnan árinnar á nú í vök að verjast, sérstaklega gamli þorpskjarninn,
sem engu að síður verður að teljast áhugarverður staður og gæti verið mikils
virði fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu ef rétt væri á málum haldið.
ÁGRIP AF SÖGU FRÁ LANDNÁMI TIL 1875
Saga Blönduóss einkennist af því að staðurinn hefur þróast sem nokkurs konar
mið stöð samgangna á svæðinu við austanverðan Húnaflóa. Í Landnámu (Net-
út gáfan, 2011) greinir frá því að landnámsmaðurinn Ævar Ketilsson „...kom
skipi sínu í Blönduós...“. Þá voru numin lönd fyrir vestan Blöndu en Ævar fór
upp með ánni og nam land frá Móbergsbrekkum og „..Langadal allan upp
það an, og svo þar fyrir norðan háls; þar skipti hann löndum með skipverjum
sínum.“
Blönduárós er jafnframt nefndur í Vatnsdæla sögu (Netútgáfan, 2010) í tengsl-
um við skipaferðir þegar Eyvindur sörkvir og Þórormur vinur hans komu til
Íslands eftir allgóða kaupferð utan. Ingimundur gamli landnámsmaður í
Vatnsdal, sem þá var kominn nokkuð til ára sinna, hafði lánað þeim skip sitt
Stíganda til fararinnar. Í sögunni segir annars frá því að Ingimundur hafi
notað Húnaós, um 6 km suðvestur af Blönduósi, sem nokkurs konar heimahöfn
fyrir skipið, eins og örnefnið „Stígandahró“ við Þingeyrar ber með sér.
Húnaósinn, eða Húnavatnsós, mun reyndar fram eftir öldum hafa verið
notaður fyrir skipakomur (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 16).
Af þætti Þorleifs jarlaskálds í Flateyjarbók (Þorleifs þáttur jarlaskálds, 1450-1500)
má ráða að einhver verslun hafi verið við Blönduós svo snemma sem í lok 10.
aldar. Þar er að finna frásögn af því þegar Þorleifur „..kaupir sér skip at
kaupmönnum er uppi stóð í Blönduósi“. Í Biskupasögum er svo að finna
frásögn af því að Magnús Einarsson, nýkjörinn Skálholtsbiskup, hafi ætlað
utan til vígslu 1133 en „..varð afturreka í Blönduós“ í það skiptið (Guðrún Jónsdóttir,
1996, bls. 16).
Litlar heimildir eru um verslun eða aðra starfsemi við Blönduós á þjóðveldis-
Mynd 1. Blönduós með gamla bæjarkjarnann á eyrinni vinstra megin við mynni árinnar.
(Ljósmynd: Bjarni Freyr Björnsson 2009).