Húnavaka - 01.05.2011, Side 90
H Ú N A V A K A 88
600 sálum samkvæmt frásögn í Þjóðólfi af hátíðahöldunum þann dag
(Bragi Guðmundsson, 1992, bls. 73). Jafnframt má leiða líkum að því að bygging
Blönduósbryggju, sem hófst árið 1894, hafi haft áhrif á þessa ákvörðun.
VERSLUNIN
Þéttbýlismyndun á Blönduósi byggðist, að því er best verður séð, nær alfarið á
uppbyggingu verslunar og þjónustu og því verður hér farið nokkuð ítarlega yfir
það hvernig skipulag staðarins mótaðist af þeirri starfsemi. Sérstök áhersla er
lögð á að lýsa húsum og mannvirkjum sem enn standa og geta gefið gestum og
gangandi skemmtilega sýn á sögu staðarins.
INNAN ÁR
Fyrsta verslunarhúsið á Blönduósi var byggt haustið 1876 af Th. Thomsen
kaupmanni og kom húsgrindin tilhöggvin frá Noregi (Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls.
22). Thomsen lést af slysförum árið 1877 og þá tók Jóhann G. Möller, mágur
hans, við versluninni. Húsið, sem lengi var kallað Möllersbúð, brann árið 1914
en á sama stað stendur nú hús sem stundum er kallað Samkomuhúsið, Aðalgata
3. Jóhann reisti sér veglegt íbúðarhús 1877, talið hið fyrsta á Blönduósi. Það
brann árið 1913 en þar stendur nú svokallað Sæmundsenshús og telst Aðalgata 2
(Guðrún Jónsdóttir, 1996, bls. 22). Í því er nú starfandi krá og jafnframt hefur verið
sótt um leyfi til gistirekstrar á efri hæðinni.
HILLEBRANDTSHÚS
Pakkhús eitt all verklegt, kallað Hillebrandtshús, stóð austan Möllershúss (Guð-
rún Jónsdóttir, 1996, bls. 22). Það reisti Friðrik Hillebrandt faktor á vegum Hóla-
nes verslunar (Skagaströnd) á syðri bakka Blöndu árið 1877, úr viðum húss sem
talið er að hafi verið reist á Skagaströnd um miðja 18. öld. Í grein um húsið
sem Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur ritaði í Árbók fornleifafélagsins árið
1992 (Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, 2001) færir hún rök fyrir því að
húsið sé að stofni til það sama og fyrsta krambúð Félags lausakaupmanna á
Mynd 2. Blönduós 1877. Hillebrandtshús fyrir miðri mynd, með einum glugga.
(Héraðsskjalasafnið á Blönduósi, ljósmyndari ókunnur).